Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER2007
Fréttir DV
Hvarer kirkju-
málaráðherra?
„Hvar er kirkjumálaráð-
herrann meðan sótt er að kirkj-
unni og kristni í landinu?" sagði
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, í utan-
dagskrárumræðum um stöðu
Idrkjunnar og kristinfræðslu á
Alþingi í gær. Guðni var upphafs-
maður umræðunnar og sagði
mikilvægt að tryggja stöðu kristn-
innar en jafnframt tryggja trúfrelsi.
Bjöm Bjamason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, svaraðiþví
til að það yrði þjóðinni til tjóns ef
drægi úr virðingu fyrir kristni og
kjrkju.
Tvö innbrot á
tveimurvikum
Brotist var inn (Breið-
holtsskóla í fyrradag. Þetta er
í annað skiptið sem brotist
er inn í skólann á tveimur
vikum. Að sögn skólastjóra er
talið að um sama aðilann sé
að ræða. Ummerkin eftir þjóf-
in voru sóðaleg og virðist sem
hann hafi ekki verið lengi að
sópa út munum.
Sigþór Magnússon skóla-
stjóri, segir einnig að þetta
hafi verið smærri hlutir en
í síðasta innbroti sem auð-
veldara er að selja. Hann
telur ólíklegt að það hafi
verið nemandi sem framdi
verknaðinn og treystir lögregl-
unni til að finna hinn seka.
Brýntað
gæta öryggis
„Mér finnst nauðsynlegt að
taka það til skoðunar þegar á
íslandi eru margar af bestu veiði-
ám heims og það em mikil verð-
mæti fólgin í þeim," segir Siv
Friðleifsdóttir alþingismaður
um fyrirspurn sína á þingi til um-
hverfisráðherra um hvort hún
hyggist beita sér fyrir því að gerð
verði úttekt á öryggismálum í
sundlaugum landsins í ljósi um-
hverfisslyssins í Varmá. Siv er sjálf
mikili veiðiáhugamaður.
Krefjast aðgerða
gegn óhollustu
Transfitusýrur em óhollar og
almenningur á rétt á að þessar
fitusýrur verði takmarkaðar í mat-
vörum eins og kostur er. Neytenda-
samtökin hafa sent umhverfisráð-
herra og heilbrigðisráðherra bréf
þar sem óskað er eftir aðgerðum til
að draga úr notkun á transfitusýr-
um. Lyfjastofnun Bandarfkjanna
hefur úrskurðað að ekki sé til neitt
öruggt viðmið þegar transfitusýr-
ur em annars vegar og því er fram-
leiðendum í Bandaríkjunum skylt
að upplýsa um magn transfitusýra
á umbúðum. Þannig geta neytend-
ur forðast matvæli sem innihalda
transfitusýrur kjósi þeir það.
Hafdís H. Hákensson öryrki segir að hún gæti gleymt því að halda jól ef ekki væri
fyrir Fjölskylduhjálpina. Hún kemur þangað vikulega og fær mat fyrir tvíburasyni
sína tvo. Hafdís segir frá veikindum þeirra með tárin í augunum. Hún sér ekki fram á
að komast út úr þessari neyð. Blaðamaður DV var við fyrstu jólaúthlutun ársins hjá
Fjölskylduhjálpinni í gær. Ragnhildur Gísladóttir aðstoðaði við úthlutunina og vill
hún opna augu fólks fyrir því meini sem fáktækt á íslandi er.
ERLA HLYNSDOTTIR
bladamadur skrifar: erla<í»dv.is
„Mér finnst hrikalega erfitt og leið-
inlegt að þurfa að koma hingað, og
skammast mín fyrir það. Þetta er al-
gjör pína," segir Hafdís H. Hákensson
öryrki sem hefur ámm saman leitað til
Fjölskylduhjálparinnar vegna fátækt-
ar. Vonleysið skín úr augum þeirra
sem bíða í röð eftir jólaúthlutun Fjöl-
skylduhjálparinnar. „Það er hryllilegt
að standa í biðröð í von um að grípa
brauðmola sem kannski er farinn
þegar kemur að þér," segir hún.
Þegar hafa um 400 fjölskyldur
skráð sig hjá Fjölskylduhjálpinni og
óskað eftir jólaaðstoð. Fyrsti úthlut-
unardagurinn var í gær og fengu um
hundrað manns matvæli fyrir jólin.
Alvarlega veikir synir
Hafdís er einstæð móðir og öryrki.
Hún á 15 ára tvíburadrengi sem báð-
ur em veikir, annar er ofvirkur með
athyglisbrest en hinn með melting-
arsjúkdóm. „Ég á ekki fyrir mat ofan
í mig og þarf að koma hingað í hverri
einustu viku til að eiga mjólk og brauð
handa drengjunum. Ástandið hefur
verið miserfitt hjá mér. Stundum hef
ég komið einu sinni í mánuði en núna
þarf ég að koma í hverri viku og fá mat,"
segir Hafdís um bága fjárhagsstöðu
sína.
Tárin streyma niður kinnarnar
Synir Hafdísar þurfa báðir á öllum
hennar tfrna að halda. „Þeir em með
umönnunarkort vegna lyfjakostnaðar.
Annars væri þetta ekki hægt." Hún
segir annan son sinn mjög erfiðan
í samskiptum og hann eiga nl að
eyðileggja hluti. „Hinn lá lengi inni á
Bamaspítala Hringsins," segir Hafdís
og greinilegt er að henni finnst erfitt
að ræða veikindi drengjanna. „Hann
er nýlega hættur á lyfjum en er að
byrja aftur að veilq'ast," segir hún með
ekka og brátt fyllast augu hennar af
tárum sem streyma síðan rólega niður
kinnarnar.
Án barnanna um jólin
Hafdís flutti hingað til lands
frá Svíþjóð árið 1991. Hún á enga
Hafdís H. Hákensson Hafdís er einstæð móðir og öryrki. Hún þarf að leita á náðir
Fjölskylduhjálpar (hverri viku til að hafa í sig og syni sína tvo og segir gífurlega erfitt
að vera (sKkri neyð.
ættingja hér nema synina tvo. Þrátt
fyrir jólaaðstoðina getur hún ekki
verið með þá hjá sér um jólin. Þeir
verða hjá föður sínum þar sem
fjárráð hans em rýmri en Hafdísar.
Aðstoðin kemur sér þó vel og segist
hún alveg geta gleymt jólahaldi ef
ekki væri fyrir Fjölskylduaðstoðina.
Þrátt fýrir erfiðan fjárhag reynir
hún að halda í stoltið. „Fólk sem
lítur niður á þá sem þurfa að leita
sér hjálpar vegna fátæktar á bágt í
sálinni," segir hún.
Hún segist ekki geta hugsað
til þess hvernig lífið væri án
Fjölskylduhjálparinnar. „Það væri
hræðilegt. Ætli maður yrði ekki að
finna einhverja karla til að hjálpa sér.
Hvað ætti einsömul kona að gera
annað? Ég veit það ekki. Kannski
betla?" segir Hafdís í spumartón. Hún
hefur sem betur fer ekki komist í þá að-
stöðu.
Sjálfboðaliðar gefa til baka
JóhannSteingrímssonersjálfboða-
liði hjá Fjölskylduhjálpinni. Hann
var áður skjólstæðingur. „Það gefur
mér bara svo mikið að geta aðstoðað
aðra," segir hann, spurður um ástæðu
þess að hann lætur verkin tala. „Ég er
öryrki og þurfti sjálfur lengi að leita
eftir aðstoð hér. Nú get ég gefið af mér
til baka," segir hann brosandi og nýtur
þess sannarlega að geta hjálpað fólki í
jólaösinni.
Ragnhildur Gísladóttir tónlistar-
maður er vemdari Fjölskylduhjálpar-
Verndari Fjölskylduhjálpar
Ragnheiður Gfsladóttir gekk til liðs við
Fjölskylduhjálpina á haustmánuðum og
aðstoðar þar reglulega ásamt Bryndísi
dóttursinni.
innar en hún tók við því hlutverki
af Bryndísi Schram á haustdögum.
Ragnhildur segir sitt helsta markmið
með starfinu að opna augu fólks
fyrir þeirri neyð sem ríkir í íslensku
samfélagi þrátt fyrir hina augljósu
velmegun.
Barðir niður í lífinu
Dóttir Ragnhildar, Bryndís Jakobs-
dóttir söngkona, kemur oftmeðmóður
sinni og aðstoðar í Fjölskylduhjálpinni
en fyrir utan hina árlegu jólaaðstoð
er þar opið alla miðvikudaga. „Okkur
brá alveg rosalega þegar við komum
Jiingað fyrsL Ég gerði mér enga grein
fyrir hversu margir em illa staddir og
hafa verið barðir niður í lífinu. Þá á
ég til dæmis við örorku, gjaldþrot og
alvarleg veildndi. Þegar slíkt gerist
getur verið erfitt að reisa sig upp á ný
og hafa ofan í fjölskylduna. Þetta getur
komið fyrir alla," segir Ragnliildur.
Hún heldur að margir hreinlega vilj i
ekki sjá það vandamál sem fátækt er í
íslensku samfélagi. „Fólld finnst þetta
óþægileg staðreynd," segir Ragnhildur
sem hvetur alla til að láta til sín taka.
„Það þarf ekki að gera mikið til að
hjálpa sínum minnstu bræðrum. Ef
allir leggjast á eitt getum við áorkað
gífurlega mildu," segir hún.
,,/íí, ég er hlyimlur því tu) olíuveröid sé hluli afvísitölu neyslu-
verös. Nutkun ú olíu er hluti af neyslu landsmanna ogþessi vísi-
>tala er notuö til þess aö tnœla Iwernig viö eyöum okkar pening-
unt.,“ segir Ágúst Ólafur Agústsson alþingismadur. Hann
jfp® hendir á aö þaö ntyndi gefa ranga ntynd afneysluvenjuni
landsntanna ef þessi eini þáttur væri tekinn út úr mæl-
ingunni. I’aö væri eins og aö taka liitamælinn úr sam-
bandi.
1„Séu ntenn ásáittir viö einhverja þætti íþessari
mældu neyslu er eklci liægt aö takast á viö þaö
meö því aö hætta hara aö mæla. Þá væri alveg
einshœgt aö taka tóhakiö út. F.öa húsnæöisveröiö,
sem ofl er rætt tim," segir Ágúst Ólafur.
Hann segir aö hreytingar á olíuveröi hafi álirif
á vexti og veröhólgu komi til vegna hinnarsérslöku
i'erötiyggingar sem notast sé viö Itér á landi. „Þaö
er i rauninni veröhólgan sent er okkar helsti óvin-
ur og viö þiirfum aö beita ölluni tiltækum ráöum
til þess aö ná lieniii niöur. Þaögerum viö ekki meö
því aö strípa visitöluna af einstökum þáttum."
JÓHANNES GUNNARSSON,
formaöur Neytendasamtakanna
Eykur áþján
„Þager maður sér hvaða áhrifþœttir eins og
eldsneyti og húsnœðisverð hafa á lánakjör fólksins
í landinu er ansi freistandi aö fara að plokka
einstaka liði út úr vísitölunni. Það er hins vegar
það hvernig þessi vísitala er tengd við lánin
sem hefur mest neikvœð áhrifog eykur mjög á
verðtryggingaráþján heimilanna," segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Hann segir að sjálf vísitalan eigi þó helst aföllu að
mœla og endurspegla raunverulegar verðbreytingar í
samfélaginu. „Þessar vísitölur eru notaðar víðast hvar. Það er
svo annar handleggur að tengja lánin við vísitöluna."
Jóhannes bendir á að hin raunverulega spurning cetti því
að lúta að því hvaöa mceling sé notuð til þess að reikna út vexti á
verðtryggðum lánum. „Hlutum iþeirri mœlingu hefuráður verið
breytt og það er alls ekkert heilagt við það að hvernig þetta er gert í
dag. En vísitala neysluverðs verður helst aföllu að fá að halda áfram
að mœla raunverulegt verðlag."
Á OLÍUVERÐ AÐ TILHEYRA VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS?
ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON
alþingismaður
MEÐOGÁMÓTI