Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER2007 Frittir OV A __ DV FRÉTTIR Freyjavalin kona ársins Freyja Haraldsdóttir var valin kona ársins 2007 af tímaritinu Nýju Lífi en valið var tilkynnt í afrnælisveislu tímaritsins sem haldin var á Hótel Borg í gær. Freyja hefur ferðast milli skóla og flutt fyrirlestur sinn „Það eru forréttindi að lifa með fötlun" sem hefur það markmið að opna augu fólks fyrir því að hægt er að lifa góðu lífi með fötlun ef aðstoð er næg. Freyja gaf nýlega út bókina Postulín ásamt vinkonu sinni Ölmu Guðmundsdóttur, en hún fjallar um líf Freyju sjálffar. Vísitala neyslu- verðs hækfar Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,68% frá síðasta mánuði og er ársverðbólgan orðin 5,9%. Mesta hækkunin var rekstarkostnaður bifreiða, þar sem bæði verð á eldsneyti og bifreiðum hefur hækkað. Næst koma matur og drykkir. í húsnæðismálum hafa vextir hækkað en hafa engin áhrif á heiidarvísitölu. Á vef Alþýðusambands íslands segir að hefðu breytingar á vísitölu neysluverðs ekki orðið 1. mars síðastliðinn, mældist verðbólgan 7,7% sem þýðir að undirliggjandi verðbólga er mikil. Harðurárekstur íReykjanesbæ Kona slasaðist alvarlega í hörðum árekstri við Njarðarbraut í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Fjórir aðrir slösuðust en minna. Atburðarásin var á þann veg að tveir bflar úr gagnstæðri átt skullu saman með þeim afleiðingum að annar þeirra lenti út af veginum. Brunavarnir Suðurnesja þurftu að klippa ökumann bflsins út. Hinn bflinn valt á hliðina. Kona var flutt á Landspítala - háskólasjúkrahús og lítið vitað um líðan henanr að svo stöddu. Þjófar gómaðir Þýfi fannst við húsleit lög- reglu í austurborg Reykja- víkur í gær. Lögreglan hefur unnið að rannsókn innbrots í Austurbæjarskóla sem átti sér stað um síðustu helgi. Ýipsu var stolið úr skólanum, svo sem myndavélum, tölvum og myndvarpa, en þjófnaðurinn uppgötvaðist á sunnudag. f framhaldi af rannsókn lög- reglu voru gerðar húsleitir og í einni þeirra fannst þýfið úr Austurbæjarskóla en einnig æduð fíkniefni, 8 útieftirlits- myndavélar og flatskjár sem líklega er þýfi. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri Sporthússins, tekur undir gagnrýni Björns Leifssonar í World Class. Báöir hafa þeir kært samstarf Kópavogsbæjar og líkamsræktarstöðvarinnar Nautulus en þeir segja báðir að Kópavogsbær hafi niðurgreitt rekstur líkamsræktarstöðvarinnar. Gunnar Birgisson gefur lítið fyrir þessar ásakanir og vísar í úrskurð Samkeppniseftirlitsins. KÆRUR UR OLLUM ATTUM VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamoður ikrifar: valgeiriodv.is „Þetta er ofboðslega mikil hjálp frá bæjarfélaginu gagnvart einum aðila. Þó að þeir vilji ekki viður- kenna það er augljóst að Kópavog- sbær niðurgreiðir reksturinn," segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri Sporthússins, sem hefur aðstöðu sína í Kópavogi. Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, gagnrýndi í DV í gær bæjaryfirvöld í Kópavogi fyrir að hygla líkamsræktarstöðinni Nautulus um- fram aðrar þar sem reksturinn sé niðurgreiddur í gegnum sundkort sem bærinn selur. Sævar tekur undir þá gagnrýni. „Nýlega ætlaði ég að kaupa árskort í sund fyrir son minn, mér var tjáð að sundkortið kostaði 17.500 krónur, en ef ég bætti 2.400 krónum við fengi ég einnig árskort í líkamsrækt," segir Sævar og bætir við: „En við það að starfsmaður Kópavogsbæjar selji kortið með þessum hætti, er augljóst að hagnaður bæjarins fer úr 17.500 krónum niður í 7.000 krónur," en það er upphæðin sem rennur til Kópa- vogsbæjar af seldum árskortum í líkamsræktarstöðina Nautulus. Verulega gruggugt Sævar segir alveg ljóst að samstarf Nautulus og Kópavogsbæjar hafi gríðarleg áhrif á rekstur Sporthússins. „f sjálfu sér skerðir þetta minn samkeppnisgrundvöll. Ég þurfti að lækka verð mitt þegar þeir komu á markað. Málið er að fyrir sjö þúsund krónur er Nautulus að kaupa sér starfsmann, daglegt uppgjör, pappír, sápur, heitt vatn og fleira. Það sér það hver maður að það er ekki nokkur möguleiki að sú upphæð geti staðið undir kostnaði." Sævar segir að fyrir sér líti málið út eins og Kópavogsbær sé að hygla tilteknum einstaklingum. „Manni finnst eitthvað mjög gruggugt í þessu, því það er alveg pottþétt að ef Kópavogsbær selur árskort í sund á sjö þúsund er bullandi tap á rekstrinum. Það er engin leið að reka þau mannvirki sem tilheyra sundlauginni fyrir þann pening." Hann bendir á að sér finnist langeðlilegast að samstarfið sé rekið með þeim hætti sem gert er hjá World Class í Laugum, þar sem eigendur fyrirtækisins greiða sjálfir samkvæmt teljara fyrir heim- sóknir í sundlaugina, auk þess sem korthafar World Class verða að nota búningskiefa stöðvarinnar. „Þegar þú ert með djúpa vasa eins og Kópavogsbær, þá er auðvelt að færa krónur á miili og sætta sig við tap á þessu en á sama tíma iabba einkaaðilar burt með krónurnar frá bænum, brosandi út að eyrum." „Það er nú þannig að sjaldan launar kálfur- inn ofeldið!' Sjaldan launar kálfurinn ofeldið Gunnar Birgisson furðar sig á kærumálum þeirra Björns Leifssonar og Sævars Péturssonar og segir ekkert óeðlilegt við þessa starfshætti. „Þegar Sævar kærði okkur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Aftur á móti höfum við veitt honum frí bflastæði við Sporthúsið og hann hefur ekki þakkað fyrir það hingað til. Það er nú þannig að sjaldan launar kálfurinn ofeldið," segir hann. Gunnar bendir á að samstarf Naut- ulus og Kópavogsbæjar hafi upp- haflega verið tilraunaverkefni en við laugina í Versölum hafi Nautulus einfaldlega átt hæsta tilboðið þegar bærinn stóð fyrir útboði. „Það er alls ekkert óeðlilegt í þessari stöðu." Sævar Pétursson „Málið er að fyrir sjö þósund krónur er Nautulus að kaupa sér starfsmann, daglegt uppgjör, pappír, sápur, heitt vatn og fleira. Það sér það hver maður að það er ekki nokkur möguleiki að sú upphæð geti staðið undir kostnaði." f R Guðlaugur Þór Þórðarsson gagnrýnir málfutning Ögmundar Jónassonar: Sölumiðstöð sjúklinga Deilt um einkavæðingu Ögmundur Jónasson heldur fast I að heilbrigðisráðherra stefni á að einkavæða heilbrigðiskerfið, þrátt fyrir mótbárur þess síðarnefnda. „Hann óskar þess að við veitum honum heimild til að setja á laggim- ar sölumiðstöð sjúklinga," segir Ög- mundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, sem gagnrýnir harðlega frum- varp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heil- brigðisráðherra til breytinga á lögum um almannatryggingar. Ögmundur segir að með nýju frum- varpi fari Guðlaugur Þór fram á að fá óútfylltan tékka til að spila með í því skyni að einkavæða heilbrigðisþjón- ustuna. Guðlaugur brást harkalega við þessum ummælum á Alþingi í fyrra- dag og sagði hvorki Ögmundi né þing- inu til sóma að fara með slflcar rang- færslur. „Að sá sem hér stendur hafi farið fram á að einkavæða eigi allt sem hægt er að einkavæða er ekki satt," seg- ir Guðlaugur. Ögmundur segir skort á fjár- magni vera helsta vandamál heil- brigðisþjónustu á íslandi. „Það er sá vandi sem ríkisstjómin horfist ekki í augu við," segir hann. Máli sínu til stuðnings bendir hann á þau fjöl- mörgu aðstandendafélög sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem hafa ályktað í þá vem að sinna þurfi öldr- uðum betur. Ögmundur vísaði til þess að aðstandendafélög bæði Drop- laugarstaða og Skjóls hafa sent frá sér líkar ályktanir nýlega. Ásta Möller, formaður heilbrigðis- nefndar, mótmælir Ögmundi og segir að í fjárlögum eigi að stórauka eigi fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar. f frumvarpi Guðlaugs er gert ráð fyrir að skilið verði annars vegar á milli almennrar öldrunarþjónustu og hins vegar heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Meirihluti heilbrigðisnefndar, undir forrystuÁstu, bendirþó á að öldrun fylgja oft veikindi og aldraðir einstaklingar glíma oft við fjölþætta sjúkdóma. Þeir einstaklingar þurfi ekki aðeins öldrunar- og umönnunarþjónustu, heldur einnig faglega heilbrigðisþjónustu. erla@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.