Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 15
DV Sport FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 15 Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði Stjörnunnar og islenska landsliðsins í handbolta, er á leið í aðgerð á öxl: FYRIRLIÐINN FRÁÍ6VIKUR Rakel Dögg Bragadóttir, leik- maður og fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, þarf að gangast undir aðgerð á öxl. Meiðsli hafa plagað hana síðan í upphafi móts en hún hefur bitið á jaxlinn og spilað þrátt fyrir mikinn sársauka. „Öxlin hefur verið slæm frá upp- hafi tímabilsins, það byrjaði eigin- lega um leið og við fórum að æfa inni í sal eftir sumarfrí og þau hafa í raun versnað og versnað. Ég hef í raun ekkert getað æft síðan í lok september. Bara spilað leikina. Þetta er einhver kalkmyndun í beininu, þannig að beinið klemm- ir sinina í öxlinni þannig að öllu því sem tengist að kasta boltan- um fylgir sársauki. Það á að skrapa beinið þegar ég fer í aðgerðina." Rakel er einnig landsliðsfyrirliði og fór fyrir landsliði íslands sem náði frábærum árangri í Litháen, þar sem liðið komst í umspil um laust sæti á EM. Rakel spilaði fimm leiki á sex dögum þrátt fyrir að hafa ekkert æft með landsliðinu. „Ég var í sjúkraþjálfun tvisv- ar, þrisvar á dag þarna úti og við náðum að halda meiðslunum niðri. En það var sama sagan þar, ég æfði ekkert með liðinu held- ur spilaði bara. Þannig að þetta er orðið bara hundleiðinlegt og maður nennir ekki að vera svona allt tímabilið." Batinn eftir slíka aðgerð tekur um sex vikur, því mun Rakel missa af deildarbikarnum með Stjörn- unni. Stjarnan er komin í jólafrí í deildinni en liðið situr hjá í næstu umferð í Nl-deild kvenna. „Ég vona að það verði ekki lengra en sex vikur. Það lítur út fyrir að ég verði í fatla um jólin þannig að maður kemst ekki í jólakjólinn," sagði Rakel og hló. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.