Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 Sport PV Ragna Björg Ingólfsdóttir féll út í 16 manna úrslitum á alþjóð- legu móti í Róm. RAGNA SÁTT í RÓM Ragna Björg Ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR, gerði góða ferð til Rómar og komst í 16 manna úrslit á alþjóðlegu móti á ltalíu. Ragna sigraði stöllu sína Kati Tolmoff, frá Eistlandi, í 32 manna úrslitum 21-17 og 21-15. Næst lék hún við Englendinginn Elizabeth Cann og tapaði í tveimur lotum, 21-18 og 21-14. Ragna var sátt við niðurstöðuna, enda margir af bestu badmintonspilurum heims á mótinu. Ragna var í 57. sæti heimslist- ans fyrir mótið en fastleg má bú- ast við að árangurinn fleyti henni ofar á listann, en mótherjar hennar, Tolmoff og Cann, sitja sem stendur í 48. og 39. sæti heimslistans. Ragna sagði leikina hafa verið erfiða. „Það var andlega erfitt að spila við Kati því hún er mjög góð vinkona mín en það var líkamlega erfitt að spila við Cann, þar sem sá leikur var aðeins klukkustund eftir fyrri leikinn. Cann lét mig hlaupa mikið í síðari leiknum en engu að síður átti ég að geta gert betur. Ég var óþolinmóð við að skora á hana í stað þess að leika upp á að hún gerði mistök. Eftir á að hyggja átti ég að beita aðeins annarri taktík en ég gerði, því ég get vel unnið hana. Þetta var ekki einn af þessum leikjum þar sem ég fann að ég átti ekki möguleika, heldur gerði ég fleiri mistök og því fór sem fór," sagði Ragna að mótinu loknu. Ragna fer beint til Grikklands en mótið þar hefst 15. desember og býst hún við því að koraa heim á Þorláksmessu. „Maður kemur bara beint í jólasteikina," sagði Ragna, en hún er mikil jólastelpa og bíður spennt eftir að opna jólapakkana. vidar@dv.is Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik, var í gær dæmdur í leikbann fram til 1. febrúar. Hann fékk að auki fimmtíu þúsund króna sekt. Aðalsteinn er dæmdur fyrir ummæli sín um dómara leiks Fram og Stjörnunnar og hand- knattleiksforystuna. Hann ásakaði hana um spillingu og sagði dómarana nákomna Framliðinu og þjálfara þess. f rökstuðningi aganefndar Hand- knattleikssambands fslands segir að Aðalsteinn hafi tjáð sig mjög um allt sem við kom leiknum. Hann hefði ekkert af því viljað draga til baka, þrátt fyrir að hafa fengið til þess tæki- færi, heldur ítrekað fyrri ummæli. „Vó hann þar mjög að æru dómara, svo nærri að það gæti varðað við ís- lenska meiðyrðalöggjöf. Jafnframt vændi hann HSÍ og dómaranefnd um spillingu. Það verður að telj- ast mjög alvarlegt þegar þjálfari fer slíkum orðum um handknattleiks- hreyfmguna. Líta verður á að þjálf- arar jafnt sem leikmenn liða í efstu deild eru fyrirmyndir barna og ungl- inga og bera ábyrgð sem slíkir. Jafn- framt er ljóst að órökstuddar dylgjur í fjölmiðlum um dómara og stjórn- endur handknattleikshreyfingarinn- ar skaða hreyfinguna verulega út á við." Aðalsteinn getur ekld áfrýjað dómnum. Hjá skrifstofu HSf fengust þær upplýsingar að bæði þjálfarar og leikmenn hefðu fengið lengri dóma. „ Ég er enn hálforðlaus. Ég er að átta mig á lengd dómsins og hve yf- irgripsmikill hann er. Hvort tveggja kemur á óvart. Hann nær til allra flokka á vegum sambandsins og ég held að þetta sé þyngsti dómur sem HSf hefur gefið út hvað þetta varð- ar. Ég á eftir að skoða stöðu mína og hvernig ég get snúið mér í henni með lögfræðingi," sagði Aðalsteinn í sam- tali við DV í gær. Svæsnustu ummælin notuð Aganefndin studdist við viðtöl frá fjórum fjölmiðlum auk greinargerða frá dómurunum og Stjörnunni. Að- alsteinn segir forkastanlegt að hann hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn. „Ég fæ ekki kost á að senda inn grein- argerð. Aganefndin notar úrklippur úr fjölmiðlum þar sem klipptar eru saman svæsnustu yfirlýsingarnar. Á þeim baðst ég afsökunar í öðrum miðli." Aðalsteinn segir orð sín hafa verið slitin úr samhengi. „Ég er dæmdur af ummælum í fjölmiðlum stuttu eftir leik. Ég hef ekld viljað draga þau orð til baka. Ef maður meinar það sem maður segir þegar maður stendur í eldlínunni, sem ég gerði, lagar það ekki stöðuna að biðjast fyrirgefning- ar til að forðast refsingar. Maður á að vera dæmdur eftir þeim orðum sem eru látin falla. Það hefúr gerst. Ég hef beðist velvirðingar á orðinu fyllirísfélagar. Einar (þjálfari Fram) og Ómar (dómari) Jónssynir áttu það ekki skilið. Þeir eru samt góðir kunn- ingjar. Hjá mér átti að standa upp úr sú spurning hvort eðlilegt væri að vinir dæmdu úrslitaleiki hvor hjá öðrum. Ég var reiður og fúll og lét stór orð falla. Ég minntist einnig á spillingu. Ég skýrði nánar á RÚV og Stöð 2 hvað ég meinti með því. Það var ekki teldð til greina. Það var ekki sýnt. Ég sá ekki viðtölin en reiknaði með að útskýringar mínar kæmu þar ffarn. Hversu langt á það að ganga að viðtal sé klippt svo það sé svæsið og, krassandi? Hvers á einstaklingurinn að gjalda? Ég spyr - er ekki hægt að setja fjölmiðla í bann?" Ekkert rautt á 15 ára ferli Stjórn HSf bókaði á fúndi sín- um í gær úlmæli til dómaranefnd- ar sambandsins að senda eftirlits- dómara á leiki Fram og Stjörnunnar í meistaraflokki kvenna um óákveð-' inn tíma. „Rétúætiskennd minni var misboðið í leiknum. f honum komu upp mál sem hreyfingin þarf að taka á. Ég hef ekki verið í miklum deilum við dómara, utan einn nefndarmann dómaranefndar. Ég er meðal þeirra þjálfara sem hafa fengið fæst spjöld. Ég man ekki efúr að hafa fengið rautt spjald á fimmtán ára dómaraferli." Aðalsteinn missir af fjórum úr- valsdeildarleikjum Stjörnunnar í janúar auk deildarbikarkeppninnar sem fram fer milli jóla og nýárs. Aganefndin tók einnig fyrir um- mæli Einars Jónssonar, þjálfara Fram, en hann kvartaði undan dóm- urunum. Hann hefur dregið ummæli sín til baka og beðið dómarana af- sölcunar á þeim. Einar var ávíttur og áminntur úm að gæta að orðum sín- um við fjölmiðla í hita leiksins. gg Bannaður „Ef maður meinar það sem maður segir þegar maður stendur í eldlínunni, sem ég gerði, lagar það ekki stöðuna að biðjast fyrirgefn- ingar til að forðast refsingar. Maður á að vera dæmdur eftir þeim orðum sem eru látin falla." Sá besti! Sá flottasti! [ £ J j | \ M B ^ |H| I mm\ l.W f W N Cristiano Ronaldo m ' r~y: mj ■ -V- P'Á Guðjon Ingi Eiríksson • A ~ . _ Ný bók um undrabarnið Cristiano Ronaldo Þessa bók verða allir knattspyrnu- fíklar að eiga! BÓKAÚTCÁFAN HÓLAR Lyon og Fenerbahce seinust inn: Lyon svekkti Rangers Lyon og Fenerbahce nældu sér í seinustu lausu sæún í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokaumferð riðlakeppninnar fór fram í gærkvöldi. Lyon þurfti að vinna Glasgow Rangers á Ibrox og tókst það. Karim Benzema skoraði tvö mörk í lokin en Sydney Govou kom Lyon yfir. Jean- Claude Darchevill klúðraði gullnu færi til að jafna og koma Rangers áffarn þegar hann skaut yfir af mark- teig. „Við stjórnuðum leiknum í seinni hálfleik en þeir geta slátrað liðum. Mér fannst við byrja ágæúega en misstum dampinn efúr fyrsta mark- ið. Það versta var annað markið því við æúuðum að skipta um leikmann og auka pressuna. Við fengum aldrei tækifæri úl þess," sagði Walter Smith, stjóri Rangers. Eiður Smári Guðjohnsen lék 52 mínútur fyrir Barcelona sem sigraði Stuttgart 2-1. Börsungar unnu í E- riðli. Sex sárir í Róm Fenerbahce hélt öðru sæú G-rið- ils með 3-1 sigri á CSKA Mosvku. Ugur Boral skoraði tvö mörk fyrir Fenerbahce og Alex eitt. Tyrkneska liðið lenú undir þegar Edu skoraði sjálfsmark. Fimm stuðningsmenn Manchester United og einn Rómverji þurftu á sjúkrahús í Róm vegna stungusára efúr að áhangendum United og Roma lenú saman fyrir leildnn. Ástand þeirra var ekki talið alvarlegt. Tveir Bretar voru handteknir. Leik liðanna íF-riðlilaukmeð 1 -ljafntefli. Gerard Pique kom United yfir en Mancini jafnaði í síðari hálfleik. gg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.