Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2007, Qupperneq 32
Björn að hætta? Tímaritið Mannlíf telur sig hafa traustar heimildir fyrir því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra láti af þingmennsku og ráðherradómi á fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í úttekt tímaritsins á væringum innan Sjálfstæðisflokksins þar sem armar Davíðs Oddssonar, fyrrver- andi formanns, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra togast enn á um áhrif og völd í flokknum. f Mannlífi, sem kemur í verslanir í dag, er Sjálfstæðis- flokknum líkt við Kötlu - hann sé kominn að gosi. Allt sé enn þá slétt og fellt á yfirborðinu en undir niðri kraumi illdeilur smðningsmanna Geirs Haarde við gamla hirð- menn Davíðs Oddssonar. Með brotthvarfi Björns munu áhrifDavíðsí flokknum minnka enn frekar. Fólki mismunað Aldraðir, fatlaðir, konur og ýmsir minnihlutahópar eru þeir hópar sem verða mest út undan þegar kemur að neyðaraðstoð í kjölfar hamfara. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu sem Alþjóða Rauði krossinn gefur út og hefur þann tilgang að gera úrbætur á þáttum sem koma hvað verst út úr hamförum. Talið er að þessir jaðarhópar hafi ekki getu í að hjálpa sér sjálfir og verði því undir. í kjölfarið vinnur Rauði krossinn að því að gera úrbætur auk þess sem mannúðarsamtök þurfa að taka ábyrgð á að mismuna ekki hópum. Varði gyðinga Hassan Askari múslimi er nýj- asta hetja New York-borgar eftir að hafa varið gyðingapar fyrir árás hóps kristinna í neðanjarðarlest borgarinnar. Hópurinn réðst að parinu eftir að það hafði óskað gleðilegrar Hanukkah, ljósahátíðar gyðinga. Askari kom þeim til varnar og náði að toga í neyðarhemil lestarinnar. ,„Ungur múslimi sem kemur gyðingi til bjargar á ljósahátíðinni. Þetta er kraftaverk" sagði Walter Adler, 23 ára, annað fórnarlambanna. Sjálfur vildi Askari gera lítið úr hetjudáðinni og sagðist einfaldlega hafa gert það sem foreldrar hans kenndu honum. Eru súlur á Elliðavatni? FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónurfyrir fréttaskot sem leiðirtil frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Allseru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910 / / / / / / / / / / Á Ásgeir Davíðsson veitingamaður hefur næmt auga fyrir veiðiþjófum: GEIRIA GOLDFINGER ER V0RDUR ELLIÐAVATNS VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamoður skrifar: valgeimdv.is hannað með tiiliti til veiðivörslunnar, meðal annars gemr Geiri fylgst með allri hreyfingu á vatninu í gegnum' sjónauka úr stofuglugganum. „Já, svo segir óðalsbóndinn sjálfur, Þorsteinn Hjaltested, sem á vatnið," segirÁsgeirDavíðssonveitingamaður um starf sitt sem veiðivörður við Ell- iðavam. Ásgeir, sem gjarnan er þekkt- ur sem Geiri á Goldfinger, tók við starfinu fyrir um það bil einu og hálfu ári. „Þetta kom til út af því að ég var að ræða við Steina um þetta starf, enda barðist ég fyrir föðurlandið í þorskastríðinu á sínum tíma, þannig að ég hef næmt auga fyrir þessum veiðiþjófum," segir hann. Geiri á stóra lóð við Elliðavatn og er nú um stundir að byggja sér glæsi- legt einbýlishús við vatnið. Húsið er Flott að fá varðskip Samkvæmt lögum er bannað að sigla á mótorbáti um Elliðavatn en Geiri er einmitt með slíkan bát við bryggju við vatnið. „Veiðivörðurinn er eini maðurinn sem má sigla um á mótorbát, þannig að það varð bara að gera mig að veiðiverði. Ég nota mótorinn þó sparlega og set hann aðeins í gang í neyðartilfellum." Geiri víkur aftur að þorskastríð- inu og landhelgissgæslunni. „Þetta er ábyrgðarmikið starf og ég hef ágætis stjórn á þessu, en ég þarf að viðra það við Georg Lárusson hvort ég fái ekki eitt af varðskipunum á vamið. Ég gæti þurft að hafa afskipti af fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem hefur verið að reyna að stela sér fiski úr vatninu til matar." í Landhelgisgælsunni Ásgeir Davíðsson barðist fýrir föðurlandið. svo verið með hríðskotabyssu uppi á dekki," segir hann og skellir upp úr. Jafnvel þó starfið sé að hans sögn ábyrgðarmikið þiggur hann ekki laun fyrir vikið. Aðspurður hvort hann hafi lent í því að þurfa að beita því valdi sem Þorsteinn Hjaltested fól honum, svarar hann: „Já, já, maður hefur Ekki á skrá Hjá Landbúnaðarstofnun fengust þær upplýsingar að almenna regl- an væri sú að veiðifélög viðkom- andi veiðivatns hefðu það hlutverk að tilnefna veiðiverði til Landbún- aðarstofnunar sem svo skipaði í starf- ið að vel athuguðu máli. Nokkrir veiðiverðir við Elliðavam hafa verið skipaðir formlega síðusm. mánuði, en samkvæmt upplýsingum er Ásgeir Davíðsson þó eldd formlega á skrá semveiðivörðurviðvatnið. Geirilæmr formlegheitin hins vegar ekki trufla sig og ætlar að sinna áfram hlutverki sínu sem veiðivörður af ábyrgð og festu. Bruni á Seltjarnarnesi Þriggja barna móðir kom að íbúð sinni í Ijósum logum í gærmorgun eftir að hafa gleymt eldavél sem kveikt var á. Eldhúsið er gjörónýtt og miklar reykskemmdir eru I íbúðinni og þarf fjölskyldan að dvelja annars staðar yfirjólahátíðina. Talsmenn launþega undrast kyrrþey Kjararáðs: Topparnirfá launahækkun Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun þeirra sem undir það heyra um 2%. Meðal þeirra sem hljóta launahækkun eru æðsm embætt- ismennlandsins, þingmenn, ráðherr- ar og dómarar. í samtali við DV segir Guðrún Zoéga, formaður kjararáðs, að hækkanirnar séu í samræmi við almennar launahækkanir. Kjararáð starfi eftir þeim forsendum að taka mið af öðrum stéttum. Á sama tíma standa yfir kjaravið- ræður milli stéttarfélaga, stjórnvalda og samtaka atvinnulífsins. Tillögurn- ar miða að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu og er tekið mið af slæmum horfum í efnahagsmálum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands, vissi ekki af þessum hækkunum kjararáðs Fá hækkun Meðal þeirra sem hljóta launahækkun um áramót eru ráðherrar, þingmenn og dómarar. þegar DV hafði samband við hann í gær. Hann segir mjög vandsamlegt að taka launaumsögn frá kjararáði þegar meginþorrinn á vinnumark- aðnum fær enga launahækkun og telur að ákvarðanir kjararáðs eigi að taka mið af almennri þróun á vinnu- markaðnum. „Þessi ákvörðim kjara- ráðs skýtur mjög skökku við. Það birtist ekkert um þetta og er líkt og kjararáð starfi í kyrrþey. Þetta kem- ur alls ekki til með að auðvelda þær kjaraviðræður sem fram undan eru," segir Gylfi. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, staðfesti í samtali við DV í gær að beinar launahækkanir miðist að um 40% félagsmanna. Gunnar Páll segir að þetta sé gert til að ná til þeirra sem ekki hafa notið launaskriðsins að undanfömu og vegna spá um dökka framtíð í efnahagshorfum. Hann segir ákvörðun kjararáðs vissulega hafa truflandi áhrif á kjaraviðræðumar. Konurfá lægri laun Konur sem starfa í ráðu- neytum fá lægri laun en karl- ar. Þetta kemur fram í nýlegri launakönnun Félags háskóla- menntaðra starfsmanna. Þar segir líka að karlkyns starfsmenn ráðuneyta séu með 374 þúsund að meðaltali í dagvinnulaun en konur tæplega 350 þúsund. Heildarlaun karlmanna em 519 þúsund en kvenna 417 þúsund. Eftir því sem DV kemst næst gætir töluverðrar óánægju meðal starfsmanna sökum launamunarins og þá einkum í hópi háskólamenntaðra kvenna. Niðurstöður em ekki flokkaðar eftir launagreiðslum einstakra ráðuneyta enda var nafnleynd meginforsenda könnunarinnar. Myndir teknar niður Búið er að taka niður plaköt og myndir af Madeleine McCann í bænum Praia da Luz. Bæjarbúar segjast þó ekki vera búnir að gleyma stúlkunni sem hvarf þar fyrr á árinu. Atburðurinn hefur stjórnað að miklum hluta lífi og starfi bæjarins og finnst sumum einfaldlega kominn tími til að fá gamla bæinn sinn aftur. Þetta hefur tekið mikið á fólkið. Rannsóknarmenn vinna þó enn að málinu og yfirheyra alla sem í bænum vom þegar hvarfið varð. Litlrir samloknr 399 kr. + h'tiá gosglas 100 kr. = 499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.