Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Qupperneq 7
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 7
Nokkrir íslendingar lentu í því fyrir jólin að vera boðin hollensk potta- og hnífasett til sölu. Sölumennirnir
sögðu að pottasettin væru tugþúsunda króna virði en sögðust reiðubúnir að gefa veglegan afslátt þar sem þeir
væru að missa af flugi. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart slíkum
sölumönnum. Tómas Hafliðason lenti í einum farandsala sem vildi selja honum fimm pottasett.
Hnífur Hollenska
fyrirtækið hefur ekki getið
sér gott orð fyrir
sölumennsku sína.Tómasi
voru boðin til sölu fimm
pottasett fyrir lítinn pening
en fyrirtækið selur einnig
hnífasett.
Vafasamt Jóhannes segir að slíkir viðskiptahætt-
ir séu vafasamir. Staða neytandans gagnvart
slíkum farandsölum geti verið vandasöm.
J 1
EINAR ÞÓR SIGURÐSSON
blaðamaður skrifar: einarodv.is
„Farandsalar þurfa að sækja um
sérstök leyfi til að stunda viðskipti sín
og ég hvet fólk til að vera á varðbergi
gagnvart grunsamlegum sölumönn-
um,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna. Nokkrir
íslendingar lentu í því fyrir jólin að hol-
lenskir farandsölumenn buðu til sölu
potta- og hnífasett með miklum af-
slætti. Sagan var ætíð eins: Þeir höfðu
komið til íslands með pottasettin til
að sýna þau á matvælasýningu. Um
var að ræða sett sem ekki höfðu selst á
sýningunni og fyrirhöfnin við að flytja
þau aftur til Hollands þótti ekki svara
kostnaði.
Settin voru frá hollenska fýrirtækinu
Berghaus en á heimasíðu þess kynnir
það framleiðslu sfna sem hágæðavöru.
Sölumennfrnir sögðu að settin kost-
uðu tugi þúsunda króna út úr verslun.
Jólatrén sótt
í vikunni
Frá og með deginum í dag og
fram á föstudag verða starfs-
menn Reykjavíkurborgar á ferð-
inni og sækja jólatré borgarbúa.
íbúar eru beðnir að setja jólatré
á áberandi stað við lóðarmörk og
ganga þannig frá þeim að sem
minnstar líkur séu á að þau fjúki
en fjúkandi jólatré geta valdið
miklum skemmdum.
Eftir föstudag þurfa íbúar
sjálfir að sjá um að koma jóla-
trénu á næstu gámastöð Sorpu.
Fólk er einnig hvatt til að hirða
upp rusl eftir flugelda og þannig
hjálpast að við að halda borginni
hreinni.
Þeir hefðu borgað virðisaukaskatt af
settunum við komuna til landsins en
þyrftu að fá virðisaukaskattinn endur-
greiddann áður en heim var haldið.
Varasöm viðskipti
Jóhannes segir að Neytendasam-
tökunum hafi ekld borist kvartanir
vegna þessara viðskiptahátta. Hann
setur spurningamerki við slíka sölu-
mennsku og efast um að raunverulegt
verðmæti potta- og hnífasettanna hafi
verið jafnhátt og sölumennirnir gáfu
til kynna. „Ég veit ekkert um gæði
þessarar vöru sem verið var að bjóða
en staða neytanda sem kaupir nýja
vöru af farandsala getur verið snú-
in ef hann þarf að leita réttar síns, til
dæmis vegna galla í vörunni," segir Jó-
hannes. Á heimasíðu hollenska fýrir-
tældsins er tekið fram að 30 ára ábyrgð
fýlgi með vörunni sé hún keypt í Evr-
ópu. Segir Jóhannes að erfitt geti verið
að sækja rétt sinn sé farandsalinn far-
inn úr íandi og engin kvittun hafi fylgt
með kaupunum.
Jóhannes segir að slík-
ir viðskiptahættir séu
vafasamir og hvetur
neytendur til að vera
á varðbergi og velta
vöngum áður en kaup
séu gerð.
Missa af flugi
Tómas Hafliðason fékk heim-
sókn frá sölumanni sem reyndi að
selja honum fimm pottasett á lít-
inn pening 20. desember. Hann
kom í verslun hans við Smiðjuveg.
Tómas segist fullviss um að hann
væri hollenskur þar sem hann bjó
í Hollandi um árabil. „Hann var
mjög trúverðugur, var mjög snyrti-
lega klæddur á flottum bílaleigubíl
og sýndi mér meira að segja nafn-
spjald," segir Tómas.
Tómas segir að Hollendingur-
inn hafi sagt að settin kostuðu um
hundrað þúsund krónur en hann
gæti fengið þau fyrir mun minni
upphæð, eða þá upphæð sem
hann borgaði í virðisaukaskatt þeg-
ar hann kom til landsins. Hann
þyrfti að losna við settin sem fyrst
því hann væri að missa af flugi. „Ég
sagði honum að ég hefði ekkert við
fimm pottasett að gera. Ég benti
honum á að fara í kjötvinnslu sem
er hérna rétt hjá en ef hann yrði al-
veg í vandræðum mætti hann leita
til mín. Þeir virðast ná að höfða
inn á sérstakar tilfinningar fólks og
virðast ná að vekja samúð hjá fólki,"
segir Tómas.
Umræður á netinu
Umræðusíður hafa sprottið
upp á netinu vegna viðskiptahátta
Berghaus-fýrirtækisins hollenska.
Á vefsíðunni robbevan.com er að
finna umræður frá árinu 2004 um
vörurnar sem fyrirtækið hefur selt.
Þar er að finna nánast nákvæm-
lega sömu reynslusögur og íslensk-
ir neytendur hafa frá að segja. Fólk
er misjafnlega ánægt með vörurnar
því þrátt fyrir óánægju margra lýsa
nokkrir yfir aðdáun sinni á hnífa-
og pottasettunum sem þeir hafa
keypt.
Flestir lýsa þó yfir undrun sinni
á viðskiptaháttum hollenska fyrir-
tækisins sem hefur þvertekið fyr-
ir að stunda slíka sölumennsku.
Það sé einkennileg sölumennska
að láta líta út fyrir að varan sé dýr-
ari en hún raunverulega er og sölu-
maðurinn þurfi að losna við hana
strax. Jóhannes segir að slíkir við-
skiptahættir séu vafasamir og hvet-
ur neytendur til að vera á varðbergi
og velta vöngum áður en kaup séu
gerð. „Neytendur eiga rétt á að rifta
kaupum á vöru sem er seld á þenn-
an hátt innan fjórtán daga án nokk-
urrar skýringar. Það getur verið erf-
itt ef salinn er farinn úr landinu og
enginn veit hvar hann er að finna."
Miðað við núverandi aðstæður
er um tveggja klukkustunda akstur
frá Isafjarðarbæ að Hvestu, auk þess
sem heiðarnar þar á milli geta verið
ófærar allt að nokkra mánuði á hverj-
um vetri. Til að auðvelda samgöng-
ur er þeirri hugmynd varpað fram í
skýrslunni að gera göng á milli Dynj-
andisvogs og Geirþjófsfjarðar.
Aðalsteinn Óskarsson, nýkjör-
inn framkvæmdastjóri Fjórðúngs-
sambandsins, viðurkennir að vakta-
vinnufólk sé ekki líklegt til að vilja
aka þarna á milli daglega en telur
annað mögulega gilda um stjórn-
endur sem síður þurfa að ferðast til
að geta sinnt starfi sínu. Aðalsteinn
segir ekki tímabært að meta hvort
olíuhreinsistöð á Hvestu sé raunhæf-
ur kostur. Nú þegar skýrslan liggi fyr-
ir sé næsta skref að heyra frá mögu-
legum viðskiptaaðilum. eria@dv.is
Óheppileg umræða vegna olíuhreinsistöðvar.
Vestfirðingumattsaman
„Þarna er verið að etja fólki sam-
an um eitthvað sem er ekki víst að
nokkurn tímann verði," segir Krist-
inn H. Gunnarsson, þingmaður
frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi.
Honum finnst óheppilegt að í skýrslu
sem Rannsókna- og þróunarmið-
stöð Háskólans á Akureyri vann fyr-
ir Fjórðungssamband Vestfirðinga
um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum
sé sérstaklega teldð ffam að fólk frá
ísafjarðarbæ sé ólíklegt til að sækja
vinnu í olíuhreinsistöðinni, ef hún
verður á Hvestu, vegna langrar vega-
lengdar þar á milli.
„Mér finnst þetta ekki þjóna nein-
um tilgangi. Ég held að menn ættu
að fara varlega í vangaveltur tengdar
olíuhreinsistöðunni á meðan málið
er enn á hugmyndastigi og ekki vit-
að hvort þetta er yfirhöfuð raun-
hæft. Á meðan ekki sést í neina fjár-
festa er þetta tal út í vindinn og mér
finnst ekki ástæða til að ýta und-
ir vangaveltur sem eru í eðli sínu til
þess gerðar að skapa deilur á milli
atvinnusvæða á Vestfjörðum," segir
Kristinn.