Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Page 10
10 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgéfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚIRITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Oll viötöl blaðsins eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040. SWDKOIÍN ■ I’orbjörgHelga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sýndi djörfung þegar hún steig framíviðtali í helgarblaði DVoglýsti ágreiningn- uminnan Sjálfstæðis- flokksins og sárindunum sem hafa lamað flokkinn. Hún talaði um REI og Landsvirkjun Power í sömu andrá en Geir H. Iiaarde forsætisráðherra stendur að baki því útrásarfyrirtæki. ■ Þorsteinn Daviðsson Oddssonar hefur tekið til starfa sem dómari í Héraðsdómi Norðurlands eystra eftir umdeilda skipan. Þorsteinn var á sínum tíma aðstoðarmað- ur dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarsýndi hann ákveðni í anda fóð- ur síns. Dómari nokkur rétti honum möppu og bað hann að leggja mat á tiltekið mál svo sem aðstoðarmönnum var ædað. Þorsteinn blaðaði að sögn eldsnöggt í gegnum möppuna og réttí dómaranum hana með þeim orðum að þetta máf væri þannig vaxið að það væri vel á færi dómara að meta það. ■ Merkilega æsifréttamennsku er að finna í Fréttablaðinu um afkomu höfunda í jóla- bókaflóðinu. Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður reiknar út að fjöldi bóka hafiselstíyfir lOþúsund eintökum og höfundarlaun séu í sam- ræmivið það. Meðal annars telur hann upp Sigmund Emi Rúnarsson, Óttar Sveinsson og Yrsu Sig- urðardóttur sem náð hafi þeim hæðum. Flestir eru sammála um að þama sé á ferðinni grófúr ofreikningur og reikna megi Fréttablaðið niður um 30 til 50 prósent þegar tekið er mið af sölutölum undanfarinna ára. ■ Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri Sjónvarpsins, hefur undanfamar vikur verið í ólgusjó misgóðrar dagskrárgerð- ar. Eyjustjór- inn Pétur Gunnarsson sagði frá því í Orðinu á gömnni fyrir nokkru að dagskrár- stjórinn hefði ausið Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann skömmum á öldurhúsi en síðan beðist afsökunar daginn eftir. Hið merkilega er að færsla Péturs hvarf skömmu síðar og ekkert er að finna á Orðinu á götunni um meintar ýfingar Þórhalls og þingmannsins. Ætla má að Pétur hafi farið offari gegn prýðispilti. H Stríðið JÓN TRAU5TIREYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR LEIÐARI gegn gagnrýninni Einhvern veginn þróaðist þetta samfélag í þá átt að það varð rangt að gagnrýna. Þjóðfélagið varð eins og kokkteilboð nýríkra, þar sem ekki mátti eyðileggja stemninguna. Viðskiptaskýrendur nota meira að segja þetta orðalag í dag, að veislan sé búin og nú taki timburmennirnir við. Birtingarmyndir árásarinnar á gagnrýnina hafa verið margar. í fjölmiðlamálinu steig hver ráðherrann á fætur öðrum í ræðustól til að kvarta undan gagnrýninni fj ölmiðl un. Einn ráðherrann veifaði Dagblaðinu í ræðustól Alþingis með fyrirlitningarsvip, líkt og hann væri stjórnmálamaður í Sovétríkjunum en ekki í vestrænu lýðræðisríki. Á síðasta ári áttu sér stað margir atburðir í þessa veru. Frjálslyndi flokkurinn mátti ekki gagnrýna innflytjendastefnuna án þess að vera sakaður um rasisma af öllum öðrum flokkum, Kast- ljósið mátti ekki spyrja spurninga um ríkisborgararétt tengda- dóttur Jónínu Bjartmarz alþingismanns og fjölmiðlar máttu ekki greina frá nánum tengslum ritstjóra Morgunblaðsins við upphaf Baugsmálsins, svo dæmi séu nefnd. Lýðrœdid crekki kokklcilbod. Síðasta árásin á gagnrýnina er að Guðjón Pedersen, leikhús- stjóri Borgarleikhússins, bregður fæti fyrir einn virtasta gagn- rýnanda þjóðarinnar fyrir að gagnrýna leik- húsið. Hver getur ástæðan verið fyrir því að leikhússtjóri meini Jóni Viðari Jónssyni að koma á frumsýningar, önnur en sú að hann treysti sér ekki til að mæta gagnrýninni? Á hann að sitja áfram? Gagnrýni er kjarni lýðræðislegra þjóðfélaga. Því má ekki gleyma að þetta snýst ekki aðeins um rétt gagnrýnenda heldur rétt almennings til að heyra gagnrýni og fá upplýsingar, hversu óþægilegar sem þær kunna að vera metnar. Oft er það þannig, að því óþægilegri sem þær eru því mikilvægari eru þær. Lýðræðið er ekki kokkteilboð. Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi odd- viti yfirkjörstjórnar segir yflrvofandi forseta- framboð Ástþórs Magnússonar vera nauðgun á lýðræðinu. En í því felst lýðræðið, að hvaða vitleysingur sem er má bjóða sig fram og mæta dómi almennings. Við verðum að sætta okkur við óþægindin af því að maðurinn bjóði sigfram aftur og aftur, óþægindin sem hljótast af lýðræðislegum kosningum. HÚRRA FYRIR RÚV 0G REI TT íkissjónvarpið hefur staðið |-£ sig frábærlega í því að ná inn X Vauglýsingum í hina ólíklegustu dagskrárliði. Mörg er sú matarhol- an sem Þorsteinn Þorsteinsson auglýsingastjóri og Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri hafa fundið með því að ryðja niður óþörfúm og skaðlegum veggjum milli deilda sinna. Það er auðvitað tóm della að halda því fram að fýrirtæki þeirra Þór- halls og Páls Magnússonar eigi ekki að njóta allra þeirra ávaxta sem í boði eru. Einkafyrirtæki og þau opinberu eiga að róa á sömu mið og mikilvægt er að fylgja þeirri stefnu Sjálfstæð- isflokksins að samtvinna þetta eins og átti að gerst í REI og er að gerast í Landsvirkjun Power. T'k eyndar hafa stjómendur l-C RÚV fetað þessa braut ágæt- JL Vlega. Þeir eru komnir í stór- fellt samstarf við Landsbanka og Ár- vakur Björgólfs Guðmundssonar sem hér eftir munu ákveða með Þórhalli hvað framleitt verður af innlendu efni. Þar er mest áríðandi að standa föstum fótum gegn Baugsmiðlum sem em í ónáð stjóm- valdsins. Auðvitað er gott hjá RÚV að eiga samstarfvið hina og þessa úti f hinum frjálsa heimi viðskiptanna. Þannig er sniðugt að vera með í Kastíjósi óbeinar auglýs ingar fyrir heildsala á stólpípu- meðferð sem flytur hundr- uð íslendinga til Póllands til að láta dæla úr þeim alls kyns sulli. Og það er fullkomlega eðlilegt að RÚV gangi til samstarfs við Reykjavíkurborg um að leikskólasviðið framleiði efrii í Smndina okkar. Sniðugt væri að fá Coca Cola og McDon- alds til að framleiða innslög um það hve hressandi er fyrir ungdóminn að úða í sig ham- borgurum og drekka sykurhlað ið kók með. Hollusta á ekki að vera efst á baugi þegar verið er að sýna bamaefhi í sjónvarpi. Blessuð bömin eiga að hafa gaman af í sömu andrá og stofnunin græðir. Og það var öldungis frábært að setja auglýs- ingu inn í Skaupið. Þar kom á daginn að REMAX átti besta innslagið í fyrirbæri sem kostaði um 70 milljónir. Eðlilegast væri að fela fasteignasölunni að sjá alfarið um næsta Skaup og losna þannig við leiðindin sitt hvorum megin við auglýsing- una og spara um leið svo sem 70 milljónir króna. A lmenningur hefúr engan L\ skilning á því að útvarpsstjór- J. JLinn þurfl að aka á bfl eins og auðkýfingar. Það þarf að vera reisn yfir þeim sem stjómar svo mikilvægri stofnun sem nú er um það bil að verða einstaklingsvædd. Og eðli máls- ins samkvæmt þarf útvarpsstjórinn að vera á ofurlaunum tíl að standa undir hinni miklu umgjörð sem fylgir því að vera í samkeppni við auðkýfinga á frjálsum markaði. Svarthöfði sér ekki annað en að stjómendur Sjón- varpsins standi sig með mildlli prýði í að poppa upp þetta ríkisbákn. Og allt smeflur þetta að þeirri stefnu Sjálf- stæðisflokksins að blanda sam- an opinberum hagsmunum og einkahagsmun- um. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamála- ráðherra á svo sannarlega hrós sldlið fyrir frammistöðu sína og stefnufestu. Húrra fýrir RÚV, REI og öðmm óska- bömum Sjálfstæðisflokksins. SVARTIIÖFÐI DÓMSTÓLL GÖTUNIVAR A AÐ HERÐA REGLUR UM EMBÆTTISVEITINGAR RÁÐAMANNA? „Ég er ekkert á móti Þorsteini Davíðssyni en það er greinilegt að hann var ekki talinn sá hæfasti. Ég held að það þurfi að lögfesta það að ráðherra taki mark á álitum sérfræð- inga þegar kemur að ráðningum ( „Ég vil herða reglurnar. Það verður að vera smáeftirlit með ráðninum þannig að þetta fari ekki eftir áliti manns ( fflabeinsturni." Andri Ágústsson, 22 ára sölumaður „Já það þarf að herða reglurnar. Menn eiga ekki að vera einvaldir um að ráða í slík störf. Ráðningar eiga að vera á faglegum grunni. Karítas Halldórsdóttir, 19 ára nemi. „Ég segi bara niður með ríkisstjórnina." Magnús Leifur Sveinsson, 27 ára tónlistarmaður. embætti." Guðmundur Garðar Guðmunds- son, 51 árs starfsmaður á geðdeild Landspítalans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.