Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2008, Blaðsíða 13
DV Sport MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 13 Fjölnir er komið á botn Iceland Express- deildar karla í körfubolta eftir tap gegn KR á heimavelli í gærkvöldi. KR saknaði mikið fyrirliða síns, Fannars Ólafssonar, sem er frá vegna meiðsla. Fjölnir náði ekki að vígja nýja parketíð í íþróttamiðstöðunni í Grafarvogi með sigri. Þeir töpuðu fyrir íslandsmeisturum KR, 85-94. Karlton Mims ogAnthony Drejaj áttu stórleik fyrir Fjölni og héldu liðinu yfir lengst af en á endanum var það KR sem sigldi tveimur stigum í KR- höfnina á meðan Fjölnir sökk tíl boms. Heimamenn í Fjölni komu ákveðnir tíl leiks. Þeim gekk vel í upphafi og náðu 19-11 forysm þegar skammt var eftir af fyrsta fjórðungi. Þeir slökuðu á klónni og leyfðu KR að koma upp að hlið sér en staðan eftír íyrsta fjórðung var 21-20. Liðin skiptust á körfum í upphafi annars fjórðungs og lítíð skildi á milli liðanna. KR-ingar náðu fyrst forysm, 30-31, og virtist sem svo að Fjölnir ætlaði undan að láta. Það var þó víðs fjarri því Grafarvogspiltar með Anth- ony Drejaj og Karlton Mims höfðu allt annað í huga. Drejaj og Mims nýttu sér góða vörn Fjölnis og slæma hittni KR- inga undir lok fyrri hálfleiks og settu niður nokkrar glæsilegar körfur. Allt í einu var Fjölnir aftur komið með yfirhöndina á íslandsmeistarana og leiddi í hálfleik með sjö stigum, 49- 42. KR sterkara undir lokin Anthony Drejaj hélt áffam þar sem frá var horfið og sett niður laglegt stökkskot í byrjun þriðja fjóröungs. Það virist á ti'ðum að KR héldi að hlutimir myndu gerast að sjálfum sér sem þeir gerðu svo sannarlega ekki. Fjölnir sýndi fádæma baráttu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að halda sér fyrir ffaman á stigatöflunni. KR gat fýrst náð aftur forystunni í stöðunni, 58-58, þegar Helgi Magnússon misnotaði vítaskot. KR náði svo langþráðri forysm sinni skömmu síðar, 61-62, þegar Josua Helm skoraði laglega körfu en Helm Sterkur á lokasprettin- um Avi Fogel kom sterkur inn fyrir KR undir lokin. 'ív A" fékk síðan fjórðu villu um miðjan þriðja leikhluta. Vöm KR var miklum mun betri á lokaspretti þriðja leik- hluta og sá til þess að liðið fór inn í lokafjórðunginn með sex stíga for- ystu, 66-72. I lokafjórðungnum sýndi KR mátt smn og megin. Þeir hefðu landað jafnvel stærri sigri hefði ekki verið fyrir Mims og Drejaj sem gám ekki hætt að skora en þeir skomðu samtals 58 af 85 stigum liðsins. Slakar ákvarðanatökur urðu Fjölni að falli undir lokin sem missti boltann of auðveldlega oft á tíðum. KR-ingar gengu þá á lagið og hafði Avi Fogel sig mikið í frammi á lokamínútunum og skoraði laglegar körfur og sýndi mikið öryggi á vítalínunni. Fjölnir reyndi erfiðar þriggja stiga körfur undir lokin í von um að klóra í bakkann en lítið fór niður og 85-94 sigur KR staðreynd. KR-ingar léku án landsliðs- miðherjans Fannars Ólafssonar sem verður frá í það minnsta mánuð. Það hindraði hann þó ekki frá því að taka virkan þátt í leiknum. Hann öskraði á sína menn stanslaust í fjörutíu mínútur, tók að sér aðstoðar- þjálfarahlutverk liðsins á tímabili ásamt því að sjá um vatnsbrúsana og í eitt sldptið gerði hann sig líklegan til að skúra nýja parketið í Grafarvogi. Fjarvera hans var þó sýnileg og vantaði mikinn talanda í vörn KR. Nokkuð sem þeir þurfa að laga fyrir toppleikinn gegn Grindavík í næstu umferð. Vantaði karlmennskuna Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, sagði sína menn hafa vantað ákveðni undir lokin. „Við sýndum ekki næga karlsmennsku undir loldn í að klára leikinn almennilega. Við þurftum að sýna almennilega hvað í okkur býr en það gerðist ekki. Undir lokin voru það áheyrsluatriði hjá okkur sem við klikkuðum á. Við vorum búnir að leggja upp nokkur atriði sem hefðu getað gert okkur lífið auðveldara en það heppnaðist ekld og því fór sem fór," sagði Bárður. Kollegihans, BenediktGuðmunds- son hjá KR, var sáttari en viðurkenndi að lið sitt hefði ekki sýnt neinn stjömuleik. „Þetta var langt frá því að vera einhver klassaleikur hjá okkur í kvöld. Þegar leið hins vegar á leikinn fórum við að spila af meiri hörku og ákveðni og þá var alit annar bragur á þessu. Þegar við snerum þessu við í þriðja leikhluta vomm við að sýna meira drápseðli en fram að því litum við bara út sem eitthvert miðlungs unglingaflokkslið. Þetta var langt frá því að vera einhver landsleikur héma í kvöld en um leið og við fórum að spila með smá viðhorfi vorum reyndar ekkert í þvílíkum gír en þá var allt annar bragur á þessu," sagði Benedikt sem sagði liðið hafa saknað Fannars sérstaklega vamarlega. „Það vantaði svoh'tið upp á liðsvömina og það er einmitt það sem Fannar hefur verið að binda saman hjá okkur. Annars fannst mér Darri Hilmarsson koma alveg frábærlega inn í leikinn og hann var farinn að sjá um að binda saman vömina í seinni hálfleik," sagði Benedikt að lokum. Naumur sigur Hamars Hamar vann nauman sigur á Tindastóli á Sauðárkróki 85-88. Liðið lyfti sér úr neðsta sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öðmm sigri sínum í röð. Heimamenn vom yfir lengst af í leiknum en gestimir snem honum við á lokamínútunum. Skallagrímur átti í litium vandræðum með Stjömuna í Borgamesi og vann 89-64. Snæfellingar unnu Njarðvík 74-67. Heimamenn höfðu yfirhöndina nær alian leikinn og feiddu í hálfleik 39- 33. Mínútu fyrir leikslok höfðu þeir ellefu stiga forysm og Njarðvíkingar gerðu harða atlögu að þeim en Snæfellingar héldu forystunni. Justin House skoraði 17 stig fýrir Snæfell. Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og tók ellefu fráköst. í Seljaskóla vann ÍR Þór ffá Alcur- eyri, 96-85. ÍR hafði undirtökin nær allan leildnn þó forystan væri aldrei meiri en ti'u stig. f hálfleik var staðan 41-36. Leikurinn tafðist í byrjun því ný skotklukka í húsinu fór elcki í gang. Tahirou Sani lék sinn fyrsta leik fýrir fR og spilaði vel. Hann skoraði 32 stig á 28 mínútum auk þess að leika vel í vöm. Stigahæstur Akureyringa var Cedric Isom með 28 stig. Kristinn Óskarsson dómari fékk fyrir leildnn viðurkenningu fyrir að hafa dæmt eitt þúsund leiki. tomas@dv.is Vatnsgreiddur Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney sáu um aö koma Manchester United í fíóröu umferð ensku bikarkeppninnar: RONALDO OG ROONEY SÁU UM VILLA Stærsti leikurinn í þriðju um- ferð ensku bikarkeppninar var við- ureign Aston Villa og Manchester United á Villa Park í Birmingham. Framherjapar United var ekki í byrjunarliðinu en Carlos Tevez á við smávægileg meiðsli að stríða og Wayne Rooney var á bekknum en hann var að stíga upp úr veik- indum. Fabio Capello var á með- al áhorfenda en hann er eins og flestir vita tekinn við enska lands- liðinu og voru níu enskir leikmenn í byrjunarliðum liðanna í leikn- um. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik en Ryan Giggs fékk frábært færi eftir að Cristiano Ron- aldo átti gott skot að marki sem Scott Carson varði út í teig þar sem Giggs var en á einhvern óskiljan- legan hátt tókst honum að að setja boltann framhjá og hefði Giggs ef- laust skorað fýrir nokkrum árum þegar hann var á sínum yngri árum. f síðari hálfleik var leikur- inn fremur jafn en það var ekki fyrr en níu mínútur voru til leiks- loka sem Cristiano Ronaldo náði að renna knettinum yfir línuna eftir sendingu frá Giggs. Það var svo átta mínútum síðar sem vara- maðurinn Wayne Rooney sem átti frábæran leik skoraði annað mark- ið með fínu skoti í fjærhornið. Sir Alex Ferguson, stjóri Untied, var glaður í leikslok. „Þetta voru frá- bær úrslit fyrir okkur, við vissum að þetta yrði erfið umferð. Aston Villa hefur verið á góðu skriði, þetta var erfiður bikarleikur en við náðum Fagnaö Leikmenn United fagna sigrinum. að klára þetta. Ég hefði tekið því að þurfa að mæta þeim aftur af því að ég sá ekki fram á það að við mynd- um að ná að skora. Við komumst áfram eftir mikla baráttu," sagði Ferguson að lokum. hsj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.