Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 UmræSa DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚIRITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaösjns eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORN ■ Bjöm Bjamason dómsmála- ráðherra skilgreindi sig ágætiega í Silfri Egils sem einn haukanna í Sjálfstæðisflokknum ásamt Styrmi Gunnars- syni, ritstjóra Morgun- blaðsins. Síðastþegar Engeyjarætt- in blés til „Haukþings" reyndistþað mikil sneypu- för. Þá hugðist Benedikt Jóhann- esson, frændi dómsmálaráðherra, verja sæmd ættarinnar í ýmsum íyrirtækjum og blés í baráttulúðra til mótvægis við „Kaupþing" og aðra minni spámenn, sem óverð- ugirvilduuppádekk. Núvill Bjöm Bjamason kalla „haukana" sína saman og verjast hvers kyns andstæðingum í pólitfldnni. Sum- ir telja víst að „Haukþing" Bjöms muni enda með sama hætti og „Haukþing" Benedikts, það verði hlegið út af borðinu! ■ Herferð Félags kvenna í at- vinnurekstri vakti sæmilega at- hygli en þar bauðst fjöldi kvenna til þess að setjast í stjómir fyrir- tækja. Félagið auglýsti grimmt í þremur dagblöðum þar sem stjómarmaðurinn Katrín Péturs- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Lýsi hf., hvatti til þessa. Auglýsingin fékk fremur dræmar undirtektir þar sem konumar vildu aðeins komast í feitar stöður. Bent var á að kannski þyrftu þær að lagfæra þann gríðarlega kynjamun sem á sér stað á fiskveiðiflotanum þar sem konur em álíka sjáldséðar og hvítir hrafnar. Kannski verður næsta auglýsing þeirra umsókn um skipsrúm. ■ Viðtal Evu Maríu Jónsdóttur í Sunnudagskastijósi við Margréti Frímannsdóttur, fangelsisstjóra á Litia-Hrauni, varummargt merkilegt. Hún lýsti því að það hefði verið kulnun í starfi sem réð því að hún hætti í stjómmálum. Merkilegt var að heyra hve bitur hún er í garð gömlu félaganna í Alþýðubandalaginu svo sem Hjörleifs Guttormssonar sem hún taldi greinilega vera andstæð- ingsinn. ■ Það em fleiri sem glfrna við kulnun í starfi. Þannig er hermt að Einar Kristinn Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra sé ekkert allt of ánægður með ráðherradóm sinn. Sá gamli kvótaandstæðingur sætir árásum úr ýmsum áttum vegna varðgæslunn- ar um kerfið og blóðugs niðurskurðar. Þáblasirvið að gera þurfi breytingar á kvótakerf- inuíkjölfar niðurstöðu mannréttindanefridar Sameinuðu þjóðanna. Pískrað er um að hann sé búinn að fá nóg og geti allt eins hugsað sér að komast (annað ráðuneyti. En það kann að vera áróður pólitískra andstæðinga. SKúgun kvenna og við JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR. Gágnrýnendur íslams hafa verid ráönir afdögunt íEvrápu. LEIÐARI Réttindi kvenna eru hvergi verr stödd en í samfélögum íslamskra bókstafstrúarmanna, svokallaðra íslamista. Þessi samfélög eru ekki einungis við lýði í íran og Sádí-Arabíu, heldur einnig á víð og dreif um Evrópu. f Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi og víðar vex þessum samfélögum ftskur um hrygg. Um leið dreifist íslömsk alræðishyggja um álfuna. Allt gerist þetta undir verndarvæng og fyrir tilstuðlan ofurvíðsýnnar fjölmenningarstefnu, sem fórnar grundvallargildum vestræns samfé- lags um frelsi handa öllum. Víðsýnin og frelsið er orðið svo mikið að látið er undan kröfum múslímskra samfélaga um að kúga konur, hefta málfrelsið og hóta þeim lífláti sem tala gagnrýnið um trúarbrögð þeirra. Gagnrýnendur íslams hafa verið ráðnir af dögum í Evrópu. í Hollandi voru Theo van Gogh og Pim Fortuyn drepnir, en í Danmörku var aðstandendum Jyllands-Posten hótað öllu illu fýrir skopmyndateikningar af Múhammeð spámanni, ásamt Danmörku og Evrópu í heild. í Bretlandi skrifuðu íslamistar á spjöld og veifuðu að þeir skyldu binda enda á vestrænt samfélag. Harðtrúaðir múslímar meina konum að eiga samskipti við ókunnuga karlmenn. Þær mega ekki vera á almannafæri neina í fylgd með karlmanni. Oft eru þær neyddar til að giftast mönnum sem þær þekkja ekki, jafnvel áður en þær verða kynþroska. Þær verða að klæðast burku. Þær mega ekki fara í sund eða leikfimi ef I þar er einhver karlkyns fyrir. Þess vegna hafa íslamistar í Danmörku og Englandi farið fram á að sundlaugar verði opnar aðeins fyrir konur á ákveðnum tímum. Og þeir vilja refsingar á þá sem gagnrýna eða gera grín að þessu eða öðru sem er íslamskt. Svo langt gengur þetta að Ólafur Ragnar Grímsson er látinn afsaka birtingu Múhammeðsteikninganna í viðtali við arabísku sjónvarpsstöðina A1 Jazeera. Forseti vor veigraði sér við því, taldi sig eldd útvörð lýðræðis og málfrelsis á þessum vettvangi. Hann gagnrýndi ekki heldur réttindi kvenna í múslímalönd- um. Það er ekki til umræðu, eins og mannréttindi í Kína. Og af | hverju? Því þetta eru trúarbrögð. Guð sagði þeim að gera þetta. Fyrir fjórum árum var framið bíræfið bankarán í íslands- banka á Setljarnarnesi. Ræn- inginn ógurlegi tók á sprett með illa fengið fé og hristi af sér þá sem veittu honum eftirför. Hann var svo bíræfinn að bankinn sem hann rændi var á hæðinni fyrir neðan lögreglustöðina á Seltjarnarnesi. I landi þar sem byssueign er í lág- marki og löggur aðeins vopnaðar úðabrúsa er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að stöðva fílefld- an mann með staðfastan brota- vilja. Hvað þá ef planið reynist vera ígrundað, eins og virtist vera hjá ræningjanum á Nesinu. Þangað til hann ákvað að nota strætó sem flóttabíl. Hann beið og beið með ránsfenginn á stoppistöðinni, en fullkomin áætiun hans gerði ekki ráð fyrir að strætó kæmi í raun allt of seint. Eða jafnvel of snemma. Hinn fullkomni glæpur getur líklega ekki treyst á íslenskar almenningssamgöngur. Annað bankarán á svipuð- um tíma gekk upp, um stund. Þar notuðu grímu- klæddir ræningjarnir hjólhest til að skjótast undan með ránsfeng frá Sparisjóðnum við Hátún nið- ur í bæ. Þannig tókst þeim að hrista af sér lögregluna. Enn einn bankaræningi sem rændi Búnað- arbankann sáiuga við Vesturgötu á svipuðum tíma náðist eftir að hafa eytt stórum hluta ránsfengs- ins í leikjatölvuna Playstation 2 og rándýra tölvuleiki fyrir hana, þar á meðal einn að nafni True Crime. Og hver man ekki eftir hraðbankaræningjanum sem notaði sitt eigið debet- kort til þess að kom- ast að bankan- um? Nýjasta útgáf- anaf íslenskum bankaræn- ingja bíður ekki eftir strætó. Hann tekur leigubíl. TT æninginn l-t sem reiddi J. Vá loft öxi sína í Glitni við Lækjargötu var með hálfhulið and- litið. Hann var sem sagt með sólgleraugu. Mögu- legt er talið að það hafi verið tilviljun, þar sem ljóst var að sól yrði lágt á lofti þennan morgun og gæti vald- ið óþægindum í augum. Með fullt fang illa fengins fjár tók hann á rás. Hlaðinn seðlabúntum ákvað hann að fara inn á Hjálpræðisherinn í næstu götu. Enda hafði ráðgjafi Glitnis ný- verið gefið út yfirlýsingu um að fólk ætti ekki að eyða um efni fram þessa dagana. Bankaræningjar hugsa lflca út í fjárhagslega framtíð sína. Með milljón krónur ívasanum, eða 0,0035 prósent af árlegum hagnaði Glitnis, tók hann leigubfl suður í Garðabæ. Að venju reyndist íslensld bankaræn- inginn auðfundinn og vitorðsmenn- irnir, sem gerðu ekkert gagn svo vitað sé, fundust með. Hér búa þeir við mikið starfs- öryggi. Engir vopnaðir verðir eru á staðnum, lögreglan er ekki einu sinni vopnuð og gjald- kerum er beinlínis skipað af bankayf- irvöldum að afhenda þeim pening- ana umsvifalaust. íslendingar eru sérstaklega heppnir með bankaræn- ingja, þar sem þeir eru einstaklega heimskir. Enda myndu þeir eflaust annars geta fengið sér heiðvirða vinnu í landi þar sem atvinnuleysið er 0,9 prósent, eða um það bil hlutfall þeirra sem eru að skipta um vinnu hverju sinni. SVARTIIÖFÐI DÓMSTÓLL GÖTUINÍINÍAR I K REYKIAVÍK ÖIUKÍCÍ BORG? „Það fer algjörlega eftir því hvar maður er að þvælast. Maður er til dæmis ekki endilega öruggur niðri f bæ um miðja nótt." Arni Oddsson, 16 ára verslunarmaður „Já, Reykjavfk er blessunarlega örugg borg. Það þarf kannski helst að vara sig á miðbænum." ingibjörg Jónsdóttir, 64 ára ellilífeyrisþegi „Reykjavík er fremur örugg að mínu mati, en ég er alveg hætt aö fara niður f bæ um helgar öðruvfsi en að vera ( samfloti með vinahóp. Það er betra að vera ekki eln á ferli." Þorbjörg Steinarsdóttir, 41 árs markaðsfræðingur „Reykjavík er bara alls ekki örugg borg. Mér finnst hún vera orðin hreint stórhættuleg, sjáðu bara bankaránið sem varframiðfgær." Kolbrún Jóhannesdóttir, 20 ára móðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.