Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Page 15
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 15 Þriðjudagur 5. febrúar 2008 íslenska landsliöiö í knattspyrnu tapaði fyrir Möltu á æfingamóti í gær: Það vantar sigur og það vantar mark - íslenska landsliðið í knattspymu tapaði fyrir því maltneska í þriðja skiptið í knattspymusögunni, 1-0, . á æfingamóti á Möltu í gærkvöldi. Ólafurjóþannes.sonlaadsliðsþjálfari gerði átta breytingar á liðinu sem tapaði fýrsta. leiknum á mótinu gegn Hvíta-Rússlandi, 2-0. Cleavon Frendo skoraði eina mark leiksins fyrir Möltu með góðu skoti í fyrri hálfleik. Nánast var skipt um lið fyrir leik- inn enda Ólafur að skoða marga --menn. Þeir sem héldu sætum sín- um frá leiknum gegn Hvíta-Rúss- lándi voru Valsmennirnir Birkir Már Sævarsson og Atíi Sveinn Þór- arinsson ásamt Skagamanninum Bjarna Guðjónssyni sem var fyrirliði í leiknum. Bjarni lék í sinni stöðu á miðjunni gegn Möltu en í hin- um leiknum hafði hann spilað sem rniðyþrður. _ ísland hafði lítil tök á leiknum til að byrja með og gekk illa að byggja upp almennilegar sóknir. Heima- menn á Möltu voru skeiniíhættari og tókst að komast yfir á 18. mín- útu þegar hinn lítt þekkti Cleavon Frendo skoraði af vítateigslínunni með góðu skoti. fslenska Uðið barð- ist en átti erfitt með sóknarleikinn og voru það Maltverjar sem áttu annað hættulegt færi í fyrri hálfleik en nú tókst Fjalari Þorgeirssyni, markverði . ^Fylkis, að verja. Ólafur Jóhannesson gerði tvær breytingar í hálfleik og setti inn Stefán Gíslason.og Helga Sigurðs- son. Lítið gerðist fyrsta korterið af seinni hálfleik en þegar líða fór á leikinn tóku fslendingar öll völd. Síðasti hálftíminn var eign íslands og náði íslenska liðið að skapa sér góð marktækifæri en inn vildi bolt- inn ekki. Næst komst ísland því að skora þegar Malta hreinsaði knött- inn af sinni eigin marklínu. Fleiri urðu mörkin því miður ekki og ann- að tap íslands á mótinu staðreyntí. Þetta er þfiðji leikurinn sem Ólafur Jóhannesson stjómar ís- lenska liðinu og hefur honum ekki enn tekist að innbyrða sigur. Fyrst var leikið gegn Dönum á Parken í undankeppni Evrópumótins, næst Hvíta-Rússlandi á sama móti og leikurinn gegn Möltu var í gær. Það sem meira er að í þessum þremur leikjum hefur íslandi ekki enn tekist að skora mark. Ekki náðist í Ólaf né neinn landshðsmann eftir leikinn. * , 0-3 Island hefur enn ekki unnið leik og ekki skorað undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.