Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2008, Blaðsíða 32
Bruni í borgarhúsi Rannsókn á brunanum á Hverf- isgötu 34 í gær beinist að því hvort um ílcveikju hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum ír á lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu gekk vel og greiðlega að slökkva eldinn, en skemmdir vegna hans voru talsverðar. Húsið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hefur verið yfir- gefið í nokkurn tíma. »c Tæknideild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu fer nú yfir hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Landfylling við Ánanaust Framkvæmdasvið Reykjavík- urborgar hefur ákveðið þriggja hektara landfyllingu við Ánanaust og var íbúum boðið til kynningar- fundar í gærkvöldi. Á aðalskipu- lagi borgarinnar er heimild tíl þess að landfyllingin geti orðið allt að 35 hektarar. Göngustígar verða lagfærðir, en svæðið verð- ur oft fyrir hnjaski vegna ágangs sjávar. Framkvæmdaleyfi hefur þeg- ar verið afgreitt og verður efni í landfyllinguna sótt í grunn Tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. íbúar við mót Vesturgötu og Ánanausta hafa mótmælt landfyllingunni harð- lega. Samherji fundaði veqna sögusagna „Við héldum fund hér Iföstudag með stjórnendum Samherja og að- aleigendum til þess að ítreka það að ekki væri fótur fyrir þessum sögum," segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samheija á Akureyri, um þær sögusagnir að fyrirtækinu eigi að skipta upp og keppinauturinn Brim hyggist kaupa helming félagsins. Þorsteinn kveðst sjálfur hafa heyrt flugufregnir um þetta innan sjávarútvegsins en segist ekki átta sig á því hvernig þær séu til komnar. Engan æsing ••• Úr skúrum í skóla Börnin (Norðlingaskóla í Norðlingaholti fögnuðu þvt f gær að skóflustunga var tekin að nýju skólahúsnæði. Til þessa hafa þau lært f skúrum. Byggingin mun hýsa 450 grunnskólabörn og 110 leikskólabörn. Segir atvinnurekendur hagnast á hægagangi viöræðna: Græða milljónir vegna tafa „Það er ljóst að atvinnurekendur spara sér hundruð milljóna ef kjara- samningur gildir ekki ffá því að eldri samningur rann út og er varlegt að áætla að sú upphæð getí numið að minnsta kostí hálfum milljarði fyrir hvem mánuð sem samningar dragast á langinn," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði runnu út um áramót- in og hægt miðast í viðræðum verkalýðshreyfingarinnar og vinnu- veitenda. Vonast er til þess að við- ræðurnar þokist áfram í þessari viku þannig að launaliðir kjara- samninga verði ræddir til hlítar. Er síðustu kjarasamningar vom gerðir var ekki tekið tillit til þess hversu Vilhjálmur Birgisson Atvinnurekend- ur spara sér hundruðir milljóna. lengi viðræður stóðu yfir þannig að launaliður samninganna var ekki afturvirkur. Fyrir vikið miðuðust launahækkanir ekki við þann tíma sem eldri samningar mnnu út. Vilhjálmur er verulega ósáttur við hægagang viðræðnanna og segir ljóst að semja verði um afturvirkni samninga þannig að launahækkanir taki giidi um áramót. Hann telur þol- inmæði íslensks verkafólks algjörlega á þrotum. „Það er ekki hægt að bjóða íslensku verkafólki upp á það lengur hversu hægfara þessar viðræður hafa verið. Það kemur ekki armað til greina en að kjarasamningamir gildi frá 1. janúar eða frá þeim tíma sem síðastu samningar runnu út. Verkafólk minn- ist þess að þegar síðast var samið tók það rúma tvo mánuði, án þess að samningamir hefðu neina afturvirkni," segir ViUijálmur. trausti@dv.is Þrír skotnir yfir Superbowl Þrír menn voru sk i skotnir til dauða eftír að rifrildi braust út á veitingastað í Bandaríkjunum í tengslum við Superbowl-leikinn í mðningi sem þar var sýndur um helgina. Tveir mannanna vom skomir inni á veitingastaðnum en sá þriðji á bílastæði fyrir utan hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einungis um einn byssumann að ræða. Rannsókn lögreglunnar bein- ist meðal annars að því hvað olli deilum milli mannanna. Vitni að atburðinum segir að menn hafi farið að rífast eftir að annað liðið skoraði. Svo fór að New York Gi- ants vann New England Patriots með ömggum hætti. y-a gaj - Greniásvegi Opið alla daga 11:00 - 22:00 FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fýrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. DAGBLAÐIÐ VlSlR STOFNAÐ 1910 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 2008 Viöræður um aö Bob Dylan haldi tónleika á íslandi í vor eru á lokastigi: B0B DYLAN H0RFIR AFTURTILISLANDS ASGEIR JONSSON bladamadui skrifai: asaeino'clv.is Samkvæmt ömggum heimildum DV leikur tónlistargoðið Bob Dylan á tónlistarhátíðinni Vorblót eða Rite of spring í vor. Það er athafna- og tónleikafýrirtækið Hr. Örlygur sem stendur fýrir hátíðinni sem var haldin fýrst árið 2006. Starfsmenn Hr. Örlygs vilja ekki ekki tjá sig um málið en samningaviðræður vom komnar vel á veg fyrir helgi og ættu að klárast í dag eða á morgun. Þjóðlagatónlist og brasilískur djass Bob Dylan þarf varla að kynna fyrir neinum tónlistarunnanda en hann er einn þekktastí tóniistarmaður samtímans og hefur verið ffemstur meðal jafningja undanfama áratugi. Dylan hefur áður spilað á fslandi, árið 1990, og vaktí mikla lukku. Nýverið var gerð kvikmynd um kappann sem heitir I'm not there þar sem Dylan er sýndur í nokkuð óvanalegu ljósi. Dylan er meðal annars leikinn af Cate Blanchett í myndinni og hún hefur þegar hlotið Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn auk þess að vera tilnefnd til óskarsverðlauna. Samkvæmt heimildum DV er Dylan ekki eina sljaman sem mun koma fram á Vorblótinu heldur muni brasih'ski djasstónlistarmaðurinn Sérgio Mendes einnig troða þar upp. Mendes hefur gefið út einar 38 plötur á ferlinum og átt fjölmörg lög inni á Billboard-listanum í Bandaríkjunum. hátíðinni er lögð áhersla á djass, þjóð- laga- og heimstónlist. í fyrra var Gor- an Bregovic aðalnúmerið en það er greinilegt að mikill memaður er fyrir hátíðinni hjá Hr. Örlygi sem stendur einnig fyrir hinni heimsþekktu Iceland Airwaves-hátíð. Ekki er komið á hreint hvar hátíðin verður til húsa að þessu sinni en það liggur ljóst fyrir að stórlaxar eins og Bob Dylan og Sérgio Mendes kalla á töluvert stærra húsnæði en NASA. Vorblótið stækkar Undanfarin tvö ár hefur Vorblótið verið haldið á einni helgi á NASA en á Breytingar hjá Örlygi Hr. Örlygur stendur á tíma- mótum um þessar mundir því Eldar Ástþórsson sem hefur ver- ið framkvæmdastjóri fyrirtækisins um árabil er á faraldsfæti. Eldar yfirgefur stöðu framkvæmdastjóra til þess að taka við verkefninu Kraumur. Um er að ræða tónlist- arsjóð sem styður við ungt og efni- Bob Dylan Á í viðræðum um að spila á hátíðinni Rite of spring I vor. legt tónlistarfólk á Islandi. Eldar mun þó halda áfram sem fram- kvæmdastjóri Airwaves en ekki hefur verið ákveðið hver eftirmað- ur hans hjá Hr. Örlygi verður. Þá hefur fyrirtækið einnig selt húsnæði sitt á Skólavörðustíg og hyggst flytja sig um set innan mið- bæjar Reykjavíkur. Litlar samlakur 399 kr. + litiö gosglas 100 kr. = 499 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.