Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 Sport DV ÞÝSKI BOLTINN W.Bremen-Bochum 1-2 Frankfurt-Bielefeld 2-1 Leverkusen-Hamburger 1-1 Stuttgart-Hertha B. 1-3 Bochum-E.Cottbus 3-3 Hannover-Karlsruhe 2-2 Nurnberg-H.Rostock 1-1 Wolfsburg-Duisburg 2-1 Dortmund-Schalke 2-3 Bayern M.-W.Bremen 1-1 Staðan Lið L u J T M St 1. Bayern M. 19 11 7 1 34:10 40 2. W.Bremen 19 11 4 4 44:27 37 3. Schalke 19 9 8 2 33:20 35 4. Leverk 19 10 4 5 36:19 34 5. Hamburg 19 9 7 3 26:15 34 6. Karlsruhe 19 9 5 5 23:23 32 13. Dortm 19 6 4 9 31:36 22 14. Rostock 19 5 3 11 18:29 18 15. Bielefeld 19 5 3 11 20:41 18 16. Nurnber 19 4 4 11 22:31 16 17. Cottbus 19 3 7 9 22:33 16 18. Duisburg19 4 2 13 18:31 14 ÍTALSKI BOLTINN Atalanta-Fiorentina 2-2 Roma-Reggina 2-0 Emil Hallfreðsson kom ekki við sögu fyrir Reggina. Sampdoria-Napoli 2-0 Livorno-Genoa 1-1 Udinese-Juventus 1-2 Empoli-Lazio 1-0 Torino-Palermo 3-1 Cagliari-Parma 1-1 Milan-Siena 1-0 Catania-lnter 0-2 Staðan l.lnter 22 17 5 0 46:13 56 2. Roma 22 14 6 2 40:22 48 3. Juventus 22 12 8 2 42:19 44 4. Fiorentina 22 10 8 4 34:21 38 5. Milan 21 10 6 5 33:16 36 6. Udinese 22 9 6 7 25:27 33 16. Siena 22 4 8 10 25:32 20 17. Parma 22 4 8 10 25:33 20 18. Empoli 22 4 7 11 16:29 19 19. Reggina 22 3 9 10 18:34 18 20. Cagliari 22 3 6 13 17:39 15 SPÆNSKI BOLTINN Murcia-Villarreal 0-1 La Coruna-Getafe 1-1 Sevilla-Barcelona 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen spilaði siðasta hálftíman. Osasuna-R.Zaragoza 1-0 A.Bilbao-Levante 1-0 Radng-A.Madrid 0-2 Mallorca-Almeria 0-0 Espanyol-Recreativo 1-2 Real Madrid-Valladolid 7-0 Valenda-Betis 3-1 Staðan Lið L U j T M St 1. Real M 23 18 2 3 53:18 56 2. Barcelona 23 14 6 3 42:15 48 3. Villarreal 23 13 3 7 41:34 42 4. A.Madrid 23 12 5 6 38:23 41 5.Espanyol 23 11 6 6 33:26 39 16. Betis 23 6 7 10 24:33 25 17. Recreat 23 6 7 10 20:31 25 18.Depor 23 6 6 11 24:34 24 19. Murcia 23 5 8 10 20:32 23 20. Levante 23 3 4 16 17:41 13 HOLLENSKI BOLTINN Sparta-NAC Breda 0-1 Twente-Herades 2-1 NAC Breda-Utrecht 1-0 PSV Eindh.-Heerenveen 1-1 Graafschap-Feyenoord 1-3 Vitesse-Groningen 2-1 Roda-Ajax 2-1 VW Venlo-Willem II 1-1 Sparta-Excelsior 0-1 NEC-AZ Alkmaar 5-2 Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leikfyrir AZ Staðan Lið L u J T M St 1.PSV 24 16 5 3 51:18 53 2. Heerenv 24 13 5 6 64:29 44 3. Ajax 24 12 8 4 61:33 44 4. Feyenoo 24 13 5 6 44:24 44 13. NEC 24 6 6 12 28:41 24 14. Herades 24 6 4 14 23:47 22 15. Sparta 24 5 6 13 33:51 21 16. Willem II 24 5 5 14 27:32 20 17.Venlo 24 4 8 12 26:52 20 18. Excelsior 24 5 4 15 27:57 19 Chelsea og Liverpool hafa eldaö grátt silfur í gegnum tíðina en þessi lið hafa mæst í ófá skiptin á undanförnum árum. Leikurinn var stál í stál þar sem dómari leiksins Mike Riley eyðilagði leikinn. HARKA Michael Ballackog Javier Mascherano berjast um boltann. HÖRÐUR SNÆVAR JÓNSSON blaðamadur skrifar: hordur@dv.is Liverpool sótti Chelsea heim á Stamford Bridge í Lundúnum. Liverpool var án Fernando Torres sem hefur einn og sér haldið sóknarleik Liverpool á floti og tók Dirk Kuyt sæti hans í liðinu. Frank Lampard kom aftur inn í lið Chelsea eftir meiðsli sem hefur verið á góðu skriði að undanförnu. Leikmenn Liverpool hafa verið í tómu basli eítir eigendur liðsins sögðu að þeir hefðu átt í viðræðum við Jurgen Klinsmann og hefur leikur liðsins farið hríð versnandi. Avram Grant hefur náð að gera góða hluti með Chelsea eftir að hann tókvið af Jose Mourinho. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 18. mínútu þegar John Arne Riise átti góða sendingu á Peter Crouch sem náði góðu skoti sem fór rétt framhjá stönginni, andartaki síðar átti Steven Gerrard fína fyrirgjöf á Crocuh sem skallaði að marki en beint í hendurnar á Petr Cech marverði Chelsea. Þegar 24 mínútur voru búnar af leiknum hefði Chelsea átt að fá vítaspyrnu, Ashley Cole gaf á nafna sinn Joe. Javier Mascheran braut á Joe Cole en arfaslakur dómari leiksins Mike Riley sá ekkert að þessu. Hættulegasti leikmaður Liverpool í leiknum, Peter Crouch fékk svo gott tækifæri þegar Dirk ICuyt gaf á hann en skalli Cruch var framhjá. Markalaust í hálfleik en leikmenn Liverpool hefðu verið sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn beggja liða voru stað- ráðnir í því að taka stigin þrjú en leik- urinn náði aldrei að fljóta og voru færi á báða bóga. Steven Gerrard var nálægt því að gefa Chelsea stigín þrjú þegar Claude Makelele vann bolt- ann af honum og gaf á Cole en Ste- ve Finnan náði að koma boltanum frá. Michael Ballack var nálægt því að hirða stigin þrjú þegar skot hans fór rétt framhjá. Jafntefli staðreynd á Stamford Bridge þar sem leikurinn náði aldrei upp hraða. Avram Grant mun fagna því að fá þá Didier Drogba, Michael Essien og Salomon Kalou úr Afríkukeppninni en sóknarleikur liðsins var á köflum skelfilegur að horfa á. Rafa Benitez saknaði Fernando Torres en Peter 0j=. 'é 52% MEÐBOLTANN 48% 9 SKOTAÐMARKI 10 1 SKOTÁMARK 1 3 RANGSTÖÐUR 1 6 HORNSPYRNUR 4 17 AUKASPYRNUR 25 3 GULSPJÖLD 2 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 41,788 CHELSEA Cech, Beiletti, Carvalho, Alex, Ashley Cole, Ballack, Makelele, Lampard (Obi 71), Wright-Phillips (Malouda 64), Anelka, Joe Cole (Pizarro 86). UVERPOOL Reina, Finnan, Carragher, Skrtel, Riise, Gerrard, Mascherano, Luas,Babel(Pennant71), Crouch, Kuyt. MAÐUR LEIKSINS Jamie Carragher, Liverpool Crouch var ógnandi hjá Liverpool. Dirk Kuyt var enn og aftur farþegi í liðinu eins og svo margir aðrir leik- menn liðsins. Riley rústaði leiknum Mike Riley dómari leiksins átti arfaslakan dag, sumir dómar í leikn- um voru algjörlega óskiljanlegir og náði hann að drepa það að hraði kæmist upp í leiknum. Hann sleppti augljóslegri vítaspyrnu þegar Mas- cherano braut á Joe Cole. Riley virðist oft á tíðum æda að vera aðalmaður- inn á vellinum og virðist hafa gaman af því að eiga stóran þátt í leiknum. Benitez sátttur með sína menn Rafa Benitez stjóri IJverpool hefði viljað hirða öll stígin þrjú miðað við hvernig leikurinn þróaðist. „Undir venjulegum kringumstæðum hefði stig á útívelli verið gott en í fyrri hálf- leiknum fengum við færi til að vinna leikinn. í síðari hálfleiknum þurftum við að verjast meira en við gerðum vel og fengum nokkur færi inn í teignum. Við hefðum getað tekið þrjú stig en þetta var ekld auðvelt lið að spila við. Ég var ánægður með liðið, sérstak- lega í fyrri hálfleik af því að við vor- um að skapa nokkur mjög góð færi. Crouch fékk nokkur góð færi en lið- ið sýndi mikinn karakter og hvern- ig leikmennirnir lögðu sig fram var mjög jákvætt. Chelsea er mjög gott lið, með mjög góða leikmenn og Cech er frábær. Að skapa þau færi sem við fengum var mjög jákvætt fyrir mig, ef þú nærð ekki að nýta færin þá er það stundum munurinn á því að ná í stig- in þrjú eða fara bara með eitt stig. Það er gott að fá stig hérna en þú verður að skoða þau færi sem við fengum og þá ertu ekki sáttur. Planið var alltaf að vinna leildnn og við spil- uðum ekki uppá jafntefli, við vorum að sækja og gerðum nánast allt til að vinna leikinn. Við verðum að hugsa um það að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik, núna eru tveir mikflvæg- ir leikir í enska bikarnum og Meist- aradeildinni og við verðum að hugsa umþá. Miðað við stöðu okkar í deildinni verðum við að leggja hart að okk- ur eins og við gerðum í dag ef það er mögulefld, ef við spilum svona gegn hinum liðunum í defldinni er ég viss um að við munum vinna. Skrtel gerð vel í dag, hann er í góðu standi og ef enska hann verður betri þá erum við í góðum málum," sagði Rafa Benitez. Ennþá í titilbaráttu Avram Grant stjóri Chelsea segir sína menn enn eiga möguleika á því að vinna ensku deildina. „Við getum unnið deildina, það verður ekki auð- velt og við munum berjast þangað til að það verður ekki möguleiki. Hver einasti leikmaður sem kemur til baka gerir okkur sterkari, leikmenn sem eru að koma úr Afríkukeppninni munu hjálpa oklcur, Frank Lampard kom til baka og mér fannst hann komast vel ffá sínu. Auðvitað erum við ekki sátt- ir þegar við vinnum ekki leik, sérstak- lega þegar við erum á heimavelli. Við sköpuðum færi gegn Liverpool en þetta var leikur sem var með mikfl gæði og vel skipulagður. Við fengum tækifæri til að vinna leikinn en náð- um ekki að nýta færin, við reyndum að taka öll stigin með því að skipta inná en þetta var ekki góður leik- ur. Við fengum góð færi undir lokin. Þetta var víti þegar ég sá það og þegar ég sá þetta í sjónvarpi er ég 100 pró- sent viss um að þetta var víti," sagði Grant.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.