Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 7 Asískt barnaklám Á vefnum mátti finna hlekk á asiska barnaklámsíðu. Hann hefur nú verið tekinn út. A segir heimsóknir á síðuna vera á bilinu eitt til tvö þúsund. Hann segist ekki halda skrá yfir þá notendur sem fara inn á síðuna né viti hann á hvaða aldri not- endur séu. Það eina sem hann gerir er að taka út ólöglegt efni þegar hann verður var við það, annars rekur síðan sig sjálf. Aðspurður hvort hann telji sig ekki ábyrgan fyrir því efni sem inn á síðuna fer þar sem allir notendur eru nafnlausir, segir Baldur: „Ef það væri til- fellið myndi ég halda að mogga- bloggið væri á ábyrgð Morgun- blaðsins." Svo öllu sé haldið til haga er Morgunblaðið ábyrgt fyrir bloggunum. Óeðlilegt að hóta „Það er ekki eðlilegt að hóta blaðamönnunum," segir Bald- ur um þær líflátshótanir sem blaðamenn DV hafa fengið undanfarið. Hann ber fyrir sig sömu rök og áður, hann geti ekki verið ábyrgur fyrir því sem gerist á síðunni. Núna er Bald- ur búinn að taka út hótanir auk þess sem hann kippti út mynd- inni af Tinnu Rut Bjarnadóttur en óprúttinn aðili setti nektar- mynd af henni á netið eftir að ræðulið Borgarholtsskóla sýndi myndina af henni í ræðukeppni gegn Fjölbraut í Breiðholti. Aðspurður hvort það komi til greina að loka síðunni segir Baldur: „Það hefur aldrei kom- ið til tals að leggja síðuna niður. Hún var sett upp sem tilrauna- starfsemi." Lögreglan er með sfðuna til skoðunar vegna barnakláms sem þar hefur mátt finna. Átökin í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins: GEIR HAARDE STYÐURVILHJ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leið- togi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst sitja áfram þrátt fyrir þrýsting um að segja af sér. Hann hefur not- að helgina til að funda með nánustu stuðningsmönnumsínum.Vilhjálmur sagði ósatt í Kastljósi um það að borg- arlögmaður hefði gefið honum það álit að hann hefði fúllt umboð á eig- endafundi Orkuveitunnar. Vilhjálmur mun, samkvæmtheimildumDV, meta stöðu sína þannig að mikill meirihluti borgarstjórnarflokksins styðji hann til áframhaídandi formennsku, þeirra á meðal Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Þá mun það vera skoð- un hans að fjölmiölar standi fyrir aðför að sér eft- ir að hann fór rangt með í Kastljósi. Stuðn- ingsmenn Vilhjálms telja að andstæð- ingar hans innan 14 manna borg- arstjómarflokks séu aðeins Hanna Bima Kristjánsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og varaborgarfulltrúinn Áslaug Friðriksdóttir. Þá telur hann sig njóta fulls stuðnings Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Hann er því alls ekki á þeim bux- unum að hætta sem borgarfulltrúi en mun væntanlega krefjast stuðningsyf- irlýsingar af borgarstjómarflokknum. Það kann þó að verða þrautin þyngri ef marka má að fæstir borgarfúlltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa treyst sér tU að lýsa opinberlega yfir stuðningi við Vilhjálm. Enginn þeirra fékst til að mæta í Silfur Egils í gær til að ræða þessi mál. Mikill ágreiningur er um Vilhjálm innan flokks- ins. Hópur sem kennd- ur er við Geir og Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra styður hann til áframhaldandi setu en aðrir sem tengjast Bimi Bjamasyni, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Davíð Oddssyni, fyrr- verandi formanni, vilja að Hanna Bima Krist- jánsdóttir, forseti borgar- stjómar, taki við leiðtogaembætt- inu af Vilhjálmi strax. Til þess mega stuðningsmenn Vilhjálms ekki hpgsa enda sé Hanna Bima í liði andstæðinganna. í umræðunum undanfama daga hefur á meðal þeirra bor- ið á góma að fá utanaðkom- andi borgarstjóraefni fremur T en að sitja uppi með andstæð- ing. Þar hefur borið á góma nafn Guðfinnu Bjamadóttur alþingis- manns. Vandinn sem upp kæmi með afsögn Vilhjálms er sá að þar með er óvissa um Ólaf F. Magnússon borgarstjóra. Stuðningsmenn Vilhjálms telja að samstarf- ið við Ólaf byggist á Vil- hjálmi einum og ekki verði hægt að treysta því að samstarfið haldi áfram þeg- ar að því kemur að Sjálfstæðis- flokkurinn fái borgarstjóra- stólinn. Hanna Birna Margir vilja fá hana sem borgarstjóraefni en hun mætir harðri mótspyrnu. Geir Haarde Aðhefst ekkert og er talinn styðja Vilhjálm. Betri heyrp Baett iífsg^ði Tímapantanir í síma 568 6880 Heyrmrtœkm Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | sími: 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Viltu heyra betur? Bjóðum upp á mikið úrval heyrnartækja með einstökum tæknibúnaði: • Þráðlaus tækni og gervigreind • Tenging við farsíma og aðra hljóðgjafa • Fullkominn ýlfurvarnarbúnaður • Innbyggt minni og lærdómskerfi • Stefnuvirkur hávaðadempari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.