Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 Sport DV Allir jafnir fyrir Capello David James er ánægður með stjórnunarstíl Fabio Capello, nýs landsliðsþjálfara Englands. Capello setti traust sitt á James með að velja hann sem aðalmarkvörð fyrir landsleik- inn gegn Sviss í seinustu viku. „Það sem hreif mig mest var að komiðvarfram við alla í hópnum sem jafningja. Capello sá ekki um gæludýrin sín og lét aðra afskipta. Okkur leið eins og við værum lið. Hann tekur virkan þátt í æfingum og hann ræðir við leikmennina. Hann hefur sínar hugmyndir en spyr leikmennina samt álits." Capello tilkynnti ekki byrjunarlið sitt fyrr en fimm mínútum áður en leikurinn hófst.„Spennan var rosaleg. Þeir einu sem voru ekki ánægðir með tímasetninguna voru blaðamennirnir. Einhverjum fannst að Capello hefði átt að gera eins og Slaven Bilic sem tilkynnti króatíska byrjunarliðið daginn fyrir leik. En hver er tilgangur- inn að hafa stjórnanda sem gerir bara það sem aðrirvilja?" Ensku leikmennirnir ekki nógu góðir Franco Baldini, aðstoðarmaður Fabio Capello, segir að ensku landsliðsmennirnir séu ekki nógu góðir með boltann.Til að bæta úr því hafi verið lagt í aukatækniæf- ingar hjá landsliðinu. „Við verðum að æfa, æfa, æfa. Því miður erum við bara með leikmönnunum í nokkra daga á tveggja mánaða fresti og að þessu sinni náðum við fjórum æfingum. Við verðum að halda boltanum betur. Enski leikstíllinn er þannig að eftir tvær eða þrjár þversendingar heimta áhorfendur að boltanum sé neglt fram. Við verðum að spila af meira sjálfstrausti því það er auðveldara að spila með boltann á fótunum." Dagblaðið The Times tiltekur sérstaklega leikmenn sem hafa sent eða tekið illa á móti boltanum undir lítilli pressu. Fremstur þar er Gareth Barry með sex, síðan Wes Brown með fjórar. Eini leikmaðurinn sem lék allan leikinn án slíkra mistaka var Steven Gerrard. Vilja Villa Chelsea og Tottenham eru sögð berjast um David Villa, framherja Valencia. Chelsea gæti séð á eftir Didier Drogba og Spurs á eftir Dimitar Berbatov.„Mig dreymir um að spila í ensku úrvalsdeildinni fari ég frá Spáni. Mér finnst ánægjulegt að ensk lið sýni mér áhuga." Villa, sem ertalinn kosta 25 milljónir punda, sendi umboðsmann sinn í seinustu viku til Lundúna til að hitta áhugasöm lið. „Við skoðum formleg tilboð sem berast," staðfesti Miquel Angel Ruiz, forstöðumaður hjá Valencia. Alves óttast akki rannsókn Afonos Alves óttast ekki rannsókn af hálfu FIFA. Hann er nýgenginn til liðs við Middlebrough frá Herenveen í Hollandi en annað lið þar, AZ Alkmaar, segir Alves hafa skrifað undir samning við það áður en hann fór til Boro. Ásakanir hafa einnig komið fram að umboðsmenn sem ekki eru löggiltir hafi liðkað fyrir því að Brasillumaðurinn færi til Englands. Hann heldurfram sakleysi sínu.„Ég ræddi við AZ en skrifaði ekki undir neitt. Mérfinnst leitt að hlusta á yfirlýsingar AZ en ég hef alltaf vitað að ég gerði ekkert rangt." Sunderland vann mikilvægan sigur, 2-0, á Wigan í fallbaráttunni. Steve Bruce, stjóri Wigan, horfði gáttaður á hvernig liðið tapaði leik þar sem leikmenn þess skutu tvívegis í tréverkið og fengu fleiri frábær færi. BARÁTTUHUNDUR DeanWhitehead stendur af sér atlögu leikmanns Wigan. Einkenni Roys Keane sem leikmanns var að hann skildi ekki tap. Hann og Sunderland-liðið virðast ætla að feta þá braut. Á laugardag var liðið yflr- spilað af Wigan á heimavelli en tókst samt að vinna. Ekki lifnaði yfir fyrri hálfleik fyrr en hann var að verða búinn. Þremur mínútum fyrir leikhlé komst Sund- erland yfir. Dean Whitehead sneri aukaspyrnu frá hægri inn á vítateig- inn. Þar kom Dickson Etuhu aðvíf- andi og skallaði boltann af afli í netið og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sund- erland. Leikmenn Wigan fengu fi'n færi og næst því að skora komst Roy O'Don- ovan sem skallaði í utanverða stöng- ina. Paul Scharner, Emilie Heskey og Wilson Palacions gerðu sig einnig lík- lega. Draumamark Daryls Sjúkraþjálfari Mohammeds Al- Fayed úrskurðaði að Marlon King væri ekki í nógu góðu líkamlegu ástandi til að leika fyrir Fulham. Varnarmenn Sunderland taka tæp- lega undir það mat þar sem þeir áttu fullt í fangi með hann. Craig Gordon varði frá honum Etuhu42,Murphy75. 2*0 46% MEÐ BOLTANN 44% 10 SKOTAÐMARKI 24 4 SKOTÁMARK 4 2 RANGSTÖÐUR 0 2 HORNSPYRNUR 8 13 AUKASPYRNUR 7 1 GULSPJÖLD 1 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 43.600 Gordon, Bardsley, Nosworthy, Evans, Collins, O'Donovan (Prica 26), Etuhu (Leadbitter 84), Whitehead,Murphy,Jones, Chopra (Reid 74). WIGAN IGrkland, Melchiot (Koumas46), Boyce,Schamer,IGIbane, Valencia, Palacios, Brown,Taylor (Olembe 56), Heskey (Bent 68), King. MAÐUR LEIKSINS Craig Gordon, Sunderland í tvígang eftir að hann hafði slopp- ið inn fyrir vömina. Michael Brown náði frákastinu og ætlaði að skjóta í autt netið en Whitehead bjargaði á línu. Kevin Kilbane, fyrrverandi leik- maður Sunderland, átti líka skot sem hrökk út af innanverðri stönginni. Heskey skallaði í þverslá. Korteri fyrir leikslok gerði Dar- yl Murphy út um leikinn. Hann fékk boltann úti á vinstri kanti í skyndi- sókn, lék inn á miðjuna og hamraði boltann af þrjátíu metra færi í þversl- ána og inn. Vill leikmenn með karakter Sunderland hefur seinustu vikur þokað sér upp úr fallsæti með mikil- vægum sigrum, fyrst á Birmingham, nú Wigan. Sunderland er í nágrenni við nágranna sína, Middlesbrough og Newcastle, í deildinni en Roy Keane segir að liðið eigi langt í land með að tryggja veru sína í deildinni. „Við verðum öruggir ef við höldum áfram að vinna. Það er tilgangslaust að horfa á stöðuna í deildinni og tapa leikjum." Keane gerði sér grein fyrir að lið hans slapp oft naumlega. „Það verð- ur að hrósa Wigan fyrir leik þess í dag. Við vorum stundum heppn- ir en við höfum kannski unnið fyrir því. Við skoruðum tvö mörk og héld- um hreinu - við erum ánægðir. Lykil- menn hafa meiðst en það er hluti af fótboltanum." Og Keane ítrekaði hver sé helsti kostur þeirra leikmanna sem hann sækist eftir. „Ég horfi fyrst á persónu- leika þeirra leikmanna sem vilja leika fyrir Sunderland." Quinton Fortune, sem var einn varamanna Keanes hjá Manchester United, skrifar ekki undir samning við Sunderland. Hann hefur verið þar til reynslu seinustu vikur. „Quinton fór frá okkur í seinustu viku. Okkur fannst ekki rétt að semja við hann því miðað við stöðu okkar væri ósann- gjamt að semja við leikmann sem ekki hefur spilað í rúmt hálft ár. Við óskum honum velfarnaðar því hann er frábær strákur." Hvað gerðist? Steve Brace hefur heila viku til að velta fyrir sér hvað fór úrskeið- is. Ekki er víst að það sé nógu lang- ur tími. „Fótboltinn er stundum svo grimmur. Mér fannst við standa okk- ur nógu vel til að vinna. Ég sldl ekki af hvexju dómarinn dæmdi aukaspyrn- una (sem varð að fyrra markinu) og seinna markið var ótrúlegt. í svona leikjum stendur mað- ur bara og klórar sér í höfðinu. Við klúðraðum hvetju færinu á eftir öðra. En við skoraðum ekki og föram því tómhentir heim. En ef við spilum jafnvel og við gerðum í dag er ég viss um að við björgum okkur." GG Mikil meiösli í herbúöum Arsenal: ELLEFU LEIKMENN TÆPIR Arsenal getur náð fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið tekur á móti Blackburn annað kvöld. Tölfræðin stendur með Arsenal, liðið hefur unnið ellefu heimaleiki, fleiri en Blackburn hefur unnið samtals í deildinni. Fyrri leik liðanna í deildinni lauk með 1-1 jafntefli. Ellefu leikmenn era fjarverandi eða tæpir hjá Arsenal: Emmanuel Eboue, Alex Song, Johan Djourou, Philippe Senderos, Robin van Per- sie, Abou Diaby, Mathieu Flamini, Manuel Almunia, Denilson og Tom- as Rosicky. Slíkt gæti orðið til þess að Arsene Wenger hendi Kolo Toure í byrjunarliðið, tveimur sólarhringum eftir leik með Fílabeinsströndinni í Affíkukeppninni í Gana. „Ég sé til hvort hann nái fluginu frá Accra til Lundúna. Ef Senderos nær sér ekki verða annaðhvort Gilberto eða Justin Hoyte í miðverðinum. En við höfum orðið fyrir miklum skaldca- föllum að undanförnu." I liði Blackburn er David Bentl- ey sem sló í gegn í landsleik Eng- lendinga og Svisslendinga í seinustu vilcu. Hann er alinn upp hjá Arsenal og Wenger segist stoltur af framgangi hans. „Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Það er oft erfitt að láta leik- mann fara þegar maður veit að það er tímaspursmál hvenær hann fari. Það er ekki hægt að halda mönnum enda- laust út á það eitt að það geti komið að þeim." Ástandið er h'tið skárra hjá Black- bum. Christopher Samba, David Dunn og Morten Gamst Pedersen era allir í leikbanni. Ryan Nelsen, Andre Ooijer og Steven Reid hafa verið meiddir en gætu spilað. Aaron Moko- ena er kominn aftur til Englands eftir Afríkukeppnina. Mark Hughes er ákveðinn í að spila þétta vörn til að tryggja stig á Emirat- es. „Arsenal er stórkostlegt lið með einstaklega hæfileikaríka leikmenn. Það má ergja þá með að loka svæðum svo þeir geti ekki spilað boltanum á milli sín. Fái þeir það getur verið erfitt að hafa taumhald á þeim. Efvið fáum á okkur mark snemma verður leikur- inn erfiður." GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.