Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 21 Watford endurheimti efsta sæti Championship-deildarinnar um helgina á meðan West Bromwich Albion tapaði. Bristol City og Stoke eru áfram í baráttu þeirra bestu. Fyrir leikinn hafði Ipswich ekki tap- að í nítján leikjum í röð á heimavelli. Tommy Smith og Nathan Ellington skoruðu mörk Watford en Jon Walt- ers mark Ipswich, seint í leiknum. „Við vörðumst lengi og tókst að halda leikinn út. Við skoruðum á réttum tíma og það var mikilvægt að við not- uðum góðu kaflana vel," sagið Aidri- an Boothroyd, stjóri Watford. Hann gerir sér grein fyrir að það er kalt á toppnum. „Við verðum að skotskífu hinna liðanna og við höfum ekki þolað það sérstaklega vel. Von- andi verður það öðruvísi núna." Ömurlegt hjá West Brom Tony Mowbray, stjóri West Brom- wich Albion, var æítír yfir frammi- stöðu sinna manna sem töpuðu 2- 1 fyrir Barnsley. Daniel Nardiello og Jon Macken, fyrrverandi unglinga- liðsmenn Manchester United, skor- uðu mörk Barnsley. James Morrisson skoraði fyrir West Brom. „Níutíu afleitar mínúmr eyði- lögðu daginn. Þetta var óviðunandi frammistaða. Trúlega verðskulduð- um við að tapa. Ég ædast til að leik- menn mínir standi sig betur á þriðju- dagskvöldið." Starfsbróðir hans hjá Barnsley, Simon Davey, gladdist. Fyrir viku tapaði lið hans 4-0 fyrir Coventry. „Vikan var skelfileg. Ég gerði þeim grein fyrir að frammistaða þeirra þar hefði verið óviðunandi. Við yfirspil- uðum West Brom ffá fyrstu mínútu og vorum óheppnir að vera bara 2-0 yfir í hálfleik." Bristol berst Bristol City er enn með í barátt- unni eftir 2-1 heimasigur á Sheffield Wednesday. Dele Adebola og Bardley Orr skoruðu mörk City en Lee Bullen fyrir Wednesday. „Við fengum nógu mörg færi tíl að vinna 5-2 en ég er ánægður með að við skyldum vinna eftir að hafa tapað um seinustu helgi," sagði stjóri City, Gary Johnson. Hjá Wednesday syrti enn frekar í álinn en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. „Þegar sjálfstraustíð er lítíð er það versta sem þú lendir í að fá á þig mark snemma," sagði stjór- inn Brian Laws. „Við eigum nokkra heimaleiki fram undan sem við verð- um að nýta. Sem stendur erum við í gapastokknum og eina leiðin til að komast úr honum er að vinna leiki." Mikilvægur sigur Stoke Stoke vann mikilvægan sigur á Úlfunum sem eftir tvö töp í röð hef- ur dregist aftur úr þeim liðum sem berjast um að komast í umspil um úrvalsdeildarsæti. Wolves komst yfir með mörkum Rob Edward og Andy Keogh eftir að Rory Delap hafði skor- að fyrsta markið fyrir Stoke. Liam Lawrance jafnaði áður en Leon Cort og Richardo Fuller tryggðu Stoke mikilvægan sigur. Mick McCarthy, stjóri Wolver- hampton, var æfur út í dómarann Andre Marriner fyrir að hafa snuðað lið hans um tvær vítaspyrnur. Hann var undrandi á lekri vörn. „Við týnd- um okkur eftir að hafa komist 2-1 yfir. Við vorum meðal þeirra liða sem fengið hafa fæst mörk á sig - það er liðin tíð." Tony Pulis, stjóri Stoke, segir að allt geti gerst. „Það eru fimmtán leik- ir eftir af leiktíðinni. Það er lítið sem skilur liðin í deildinni að. Ég hlakka til næsta leiks. Við misstum átta leik- menn í sumar og þurftum að byggja upp nýtt lið. Við högnuðumst veru- lega í sumar. Ég var gagnrýndur af stuðningsmönnunum fyrir að fjár- festa ekki í nýjum leikmönnum." GG Gary McAllister þarf að bíða eftir sínum fyrsta sigri eftir að liðið gerði jafntefli: LEEDS GERÐIJAFNTEFLI Leeds mætti Northampton í ensku 1. deildinni á laugardag en Leeds hefur verið á góðu skriði í vet- ur en liðið byrjaði með fimmtán mín- usstíg. Gary McAllister tapaði sín- um fyrsta leik sem stjóri Leeds gegn Tranmere og gerði hann þrjár breyt- ingar á liðinu, hann setti þá Casper Ankergren, Rui Marques og Tresor Kandol inn í liðið. Leikmenn Leeds voru sterkari í leiknum og fengu þeir Jonathan Hayes og Ryan Gilligan góð færi til að koma þeim yfir í fyrri hálf- leik en tókst ekki. Jonathan Howson kom Leeds hins vegar yfir á 38. mín- útu eftir góða sendingu frá Bradley Johnson og stóðu leikar þannig í hálfleik. Adebayo Akinfenwa fékk gott færi þegar 12 mínútur voru bún- ar af síðari hálfleiknum en náði ekki að koma knettinum í netið. Akin- fenwa gerði hins vegar engin mistök .# Áhyggjufullur McAllister Hefur ekki unnið í fyrstu tveimur leikjunum. þegar hann náði að jafna leikinn fyr- ungur var eftir af leiknum. Jafntefli ir Northampton þegar stundarfjórð- varð niðurstaðan í þessum leik en Leeds er i áttunda sæti með 45 stig. Northampton er fjórum sætum neð- ar og hefur fimm stigum færra. Gary McAllister þarf því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri með liðið en hann tók við af Dennis Wiise sem fór úr öskunni í eldinn þegar hann tók við sem yfirmaður knattspyrnu- mála hjá Newcastle. „Þetta er fyrsta stigið sem við fáum eftir að ég tók við og þetta er fyrsta markið sem skor- um svo það er jákvætt. Mér fannst við vera sterkari aðilinn. Framherjar Northampton voru stórir og stæði- legir og ollu usla en mér fannst við ná tökum á þeim þegar líða fór á leik- inn. Við sóttum hratt á þá en við töp- uðum tveimur stigum, við náðum ekki í stig," sagði McAllister en liðið er sextán stigum á eftir Swansea sem er í efsta sætinu. HSJ Brown hugsar um stuðnings- mennina Breski forsætisráðherrann, Gordon Brown, er meðal þeirra sem fordæmt hafa áform ensku úrvalsdeildarinnar um að spila heila umferð íjanúar utan Englands. Talið erað deildin gæti hagnast um 100 milljönir punda með því. „Stuðnings- mennirnirverða að fá forgang. Það verður að hlusta á viðhorf þeirra Ef peningarnir sem græðast fara í að lækka miðaverðið eiga fleiri áhorfendur möguleika á að mæta leiki. Það gæti verið nokkuð sem menn myndu taka með í reikninginn." Ekki bara græðgi Richard Scudamore, framkvæmda- stjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir tillögur um að leika lelki í ensku úrvalsdeildinni erlendis vera leið að skynsömustu niðurstöðunni. „Heimurinn stendurekki í stað gerum við ekki eitthvað sem öll liðin tuttugu eru hluti af. Það eru fjögur eða fimm lið sem gera þetta hvort sem er. Ég segi ekki hver þau eru. Þetta er leið til að halda í við hnattvæðing- una. Það er skylda mín að horfa ekki framhjá tækifærinu. Ég yrði gagnrýnduref ég léti deildina malla í hægagangi meðan hinar settu í fluggírinn." Chelsea eða West Ham? Hugmyndin hlýtur lítinn hljómgrunn meðal dálkahöfunda ensku sunnudagsblaðanna. Hatched Man í Mail on Sunday segir að forsvarsmenn úrvalsdeildarinnar hafi þegar gengið nógu langt með ofurlaunum, tímasetningum stórleikja sem séu í þágu sjónvarpsáhorfenda en ekki stuðningsmanna og háu miðaverði. Enska úrvalsdeildin sé ekki besta deild í heimi fýrir stuðningsmann sem vilji fylgja liðinu sínu.„Græðgisvél ensku úrvalsdeildarinnarvill bara meira." Dálkahöfundurinn bendirá það óréttlæti að sum liðin þurfi að mæta sama andstæðingnum þrisvar. „(myndaðu þér að liðið þitt sé í fallbaráttu og mæti Chelsea hinum megin á hnettinum. Á sama tíma mætir annað lið í fallsæti liði um miðja deild. Aukaleikur Wigan yrði gegn Manchester United á meðan Fulham spilaði gegn West Ham. Hvað varð um heima og heiman?" Wenger opinn Skoðanir framkvæmdastjóra liðanna eru líka misjafnar. Arsene Wenger segir rétt að skoða hugmyndirnar með opnum hug.„Mérfinnst ánægjulegtað einhverskuli hugsa hvernig við getum kynnt deildina og enskan fótbolta. En ef þetta er bara til að græða nokkrum milljónum meira er þetta ekki þess virði. í dag er það svo að 10% stuðningsmanna okkar komast á leiki okkar, 90% ekki. Viljum við koma til móts við þá? Ég tek undir það. En er þetta besta leiðin til þess?" Ferguson reiður Sir Alex Ferguson er ekki hrifinn af því að hugmyndin hafi verið opinberuð áður en hún var fullrædd innan félaganna.„Forstjórinn bað mig ~ v Æ umað,haldf ■ þessu leyndu ■*"" ’■■■"*— þarsemvið þyrftum að ræða málið. Síðan er það komið í blöðin. Þeirkunna ekki að þegja! Fyrst hefði átt að ræða við leikmenn og framkvæmdastjóra. Þar til ég hef rætt viö David Gill hefég ekkert meira um málið að segja."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.