Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 4
Fréttir DV 4 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 Breytingará fæðingarorlofi Breytinga er að vænta á reglum um fæðingarorlof á núverandi þingi samkvæmt upplýsingum frá félags- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Mikil óánægja hefur verið með þær breytingar sem gerðar hafa verið á fæðingarorlofinu undanfarin ár. Þegar fæðingarorlof er reikn- að út er tekið mið af Jaunum síðustu tveggja almanaksára. Þannig fá foreldrar sem eignast barn fyrir áramótin ekki laun sín af því ári reiknuð með. Þeir sem hins vegar eignast barn eftir ára- mótin fá allt síðasta ár reiknað inn í orlofið. Þar sem margir for- eldrar hafa nýlokið námi þegar þeir eignast sitt fyrsta barn, hefur verið bent á að kerfið sé óréttlátt. Málið verður tekið fýrir á yfir- standandi þingi. Litlar líkur á bótum Nær útilokað er að neyt- endur fái nokkrar bætur vegna ólöglegs samráðs olíu- félaganna meðan þeir geta ekki farið í hópmálsókn gegn olíufélögunum, að sögn Gísla Tryggvasonar, umboðsmanns neytenda. Hann bendir þar á að flestir almennir neytendur eigi engar kvittanir vegna viðskipta sinna við olíufélögin. Meðan ekki er gert ráð fyrir hópmálsókn f ís- lenskri löggjöf eiga neytendur því litla möguleika. Kaupum aðeins fleiri íbúðir Heldur fleiri fasteignir gengu kaupum og sölum á höfuðborgar- svæðinu í síðustu viku en vikuna þar á undan, þar munar mest um að nær tvöfalt fleiri einbýlis- hús seldust en í vikunni áður. Alls seldust 82 fasteignir í síðustu viku fýrir 3,3 milljarða króna, undan- farna þrjá mánuði hafa hins vegar selst 111 fasteignir á viku að með- altali. Mest var um eignir í fjölbýli, 57, en auk þess seldust 20 sérbýli og 5 annars konar eignir. Vikunni áður seldust 55 eignir í fjölbýli, 11 sérbýli og 6 ann- ars konar eignir fyrir samanlagt 2,4 milljarða króna. Í í'3 J J S * **<> i,.. »1 s r'» »■1* KS 18- ll »• i» * » U ísiH J1 0 ffl I' ;*:?!. ** Atvinnuleysi blasir við á haustmánuðum ef ekki verður viðsnúningur í íslensku viðskipta- lífi. Breskir Qármálaráðgjafar vara spariíjáreigendur við íslenskum bönkum og líkja þeim Northern Rock. Vilhjálmur Egilsson segir vaxtastefnu Seðlabankans eina af höfuðástæð- um þess hvernig komið er fyrir íslensku fjármálalífi. Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi segir stöðuna slæma og telur almenning ekki hafa gert sér grein fyrir hversu alvarleg hún er. BANKARNIR ERU HÆTTIRAÐLÁNA ERLA HLYNSDÓTTIR blaðamadur skrifar: erlaíádv.is íslensku bankarnir eru að skrúfa fyr- ir útlán. Nær vonlaust er að fá íbúða- lán og þegar hefur dregið verulega úr bílalánum. Viðmælendur DV telja er að næst komi að verulegum sam- drætti yfirdráttarlána. Skerðingar eru þegar orðnar á lánum til atvinnulíf- inu og ná byggingaverktakar ekki að hefja ný verkefni á meðan ekki fæst fjármagn. Samkvæmt heimildum DV eiga ís- iensku bankarnir lausafé tíl 490 daga, eða fram á árið 2009. Innan þess tíma þurfa þeir að endurfjármagna sig sem mun reynast þeim dýrt við nú- verandi aðstæður. Traust til íslensku bankanna vantar á alþjóðamarkaði og skuldaálag á þá er mun hærra en gengur og gerist. Langtímafjármögn- un bankanna er í óvissu og sömu- leiðis atvinna þúsunda íslendinga. Atvinnuleysi í haust Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir fyrir- tæki finna grimmt fyrir því hversu bankarnir hafa dregið úr útlánum til atvinnulífsins. Byggingariðnaður verður þar einna verst úti. Eins og staðan er nú hjá bönkunum mun smátt og smátt draga úr atvinnu landsmanna og fjár- festingum fyrirtækja. „Menn klára bara þau verkefni sem þeir eru í. Ef bankarnir lána ekki út fara engin ný verkefni af stað. Þetta gæti haft í för með sér að næsta haust og vetur yrði umtalsvert atvinnuleysi. Almenningur fer að flnna fyrir þessu af fullri hörku um leið og atvinnan minnkar," segir Vil- hjálmur. íslensku bönkunum líkt við Northern Rock Breskir fjármálaráðgjafar hvetja þarlenda sparifjáreigendur til að tak- marka fjárfestingar sínar í íslensk- um bönkum við 35 þúsund pund, eða um 4,5 millj- ónir íslenskra krónur. Þetta kom fram í The Sunday Times í gær. Ráð- gjöfln kemur í kjölfar álits alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody's sem í síð- asta mánuði gaf út að staða íslensku bankanna væri viðkvæm. Landsbankinn heldur úti starf- semi í Bretlandi undir nafninu Ic- esave og útibú Kaupþings heitír Kaupthing Edge. Báðir bankarnir njóta tryggingar íslenskra og breskra stjórnvalda upp á 35 þúsund punda inneignir. Meðal inneign í Kaup þing Edge er þó 38 þúsund pund og dæmi eru um að fjölskyld- ur eigi allt að milljón punda í bankanum. í grein The Sunday Ti- mes segir að gríðarlegur vöxtur bankans á stuttum tíma hafi leitt til samanburð- ar við Northern jtock. Eftir að spár gerðu ráð fyrir að leið bank- ans væri niður á við mynduðust biðröðir fyrir utan útibú Northern Rock og fólk tók út innistæður sínar með þeim afleiðingum að bankinn varð gjald- þrota. Óttast er að breskir sparifjár- eigendur láti verkin tala á ný eftír að varað er við íslensku bönkunum. Ásgeir Jónsson hjá greiningar- deild Kaupþings segir ekki raunhæft að líkja þeim við Northern Rock þar sem starfsemin er gjörólík þó í báð- um tilfellum sé um banka að ræða. Starfsemi Northern Rock hafi verið sérhæfð á meðan Kaup- *:> þing dreifir' áhættunni, er með + ~j) breiðan > starfsgrund- völl í mörg- um lönd- um. Einnig er lausafé Kaup- þings Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson lieldur stýrivöxtunum háum. Almenningur áttar sig ekki á þessu Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi telur að almenningur hafi ekki áttað sig á stöðunni Bitnar á atvinnulífinu Vilhjálmur Egilsson segir atvinnulífið munu líða fyrir minni útlán mun meira. Þó segir Ásgeir að erfið- ir tímar séu fyrir íslenska banka. „Ég held að almenningur hafi ekki gert sér grein fyrir stöðunni," segir hann. Seðlabankinn skaðar íslensku bankana Bæði Seðlabankinn og íslenska ríkisstjórnin hafa hingað til skellt skollaeyrum við ákalli bankanna um að koma þeim til hjálpar. „Peninga- stefna Seðlabankans á þarna stóran hlut að máli. Vextirnir hafa hækkað svo mikið að þeir hafa stórskaðað íslensku bankana," segir Vilhjálmur Egilsson. Honum finnst mikilvægt að ríkisstjórnin grípi inní og treysti ímynd bankanna á erlendri grundu. Nauðsynlegt er að snúa þróuninni við. Vandinn íslensku bankanna end- urspeglast í háu skuldaálagi þeirra erlendis sem enn fer vaxandi. Vil- hjálmur segir áhættuálag bankanna allt of hátt miðað við styrk þeirra. Skuldaálag Kauþings er 478 punktar, hjá Glitni er álagið 435 punktar en 251 hjá Lands- bankanum. Samanborið við erlenda banka er þetta gífurlega hátt en skuldaálag Bank of Ireland er 113 og Roy- al Bank of Scotland 88 punkt- ar. Ásgeir segir álag- ið sýna hversu ótraust íslenskt fjármála- kerfi er í augum erlendra banka. Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Fanginn sem lést á Litla-Hrauni lést af völdum lyfjaeitrunar: Aðstandendur íhuga kæru Sigurður Júlíus Hálfdánarson, sem fannst látínn í klefa sínum á Litla- Hrauni síðla september í fyrra, lést af völdum meþadoneitrunar. Eng- in merki fundust um sjálfsvíg og því var beðið niðurstöðu krufningar til að skera úr um dánarorsöldna. Meþadon er notað á Litla-Hrauni til að draga úr fráhvörfum þeirra fanga sem eru langt leiddir í fíkni- efnaneyslu. Ættingjar Sigurðar skilja eklci hvers vegna honum hafi ver- ið gefið lyfið því hann hafi ekki átt í fíkniefnavanda. Þeir telja fullvíst að mistök starfsfólks hafi orðið Sigurði að bana í klefa sínum og ætla að öll- um líkindum að stefna íslenska rík- inu. „Mér er það eðlilega mikið í mun að þetta verði rannsakað tíl hlítar. Við töluðum við hann kvöldið áður en þetta gerðist og þá var hann hress. Þá voru alls engar vísbendingar um að eitthvað bjátaði á," segir Hálfdán Guðröðarson, faðir Sigurðar. Sigurður var nýlega orðinn 35 ára er hann lést. Tveimur vikum áður hafði hann strokið af áfangaheimilinu Vemd þar sem hann átti innan við hálft ár eftir af 10 ára fangelsisdómi fyrir manndráp. Sigurður áttí því stutt eftir af afplánun sinni er hinn voveifl- egi atburður áttí sér stað. Fangelsis- málayfirvöld og heilbrigðisyfirvöld hafa lofað ítarlegri rannsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.