Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 Sport DV N1 DEILD KARLA Stjarnan-Valur 27-28 Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 7, Arnór Gunnarsson 6, Kristján Karlsson 3, Sigurður Eggertsson 3, Ernir Hrafnsson 3, Elvar Friðriksson 2, Ingvar Árnason 2, Sigfús Sigfússon 1, Fannar Friðgeirsson 1, Varin skot: Pálmar Pétursson 12 Mörk Stjörnunar: Volodymyr Kysil 6, Vilhjálmur Halldórsson 5, Ólafur Ólafsson 5, Heimir Árnason 3, Ragnar Helgason 3, Patrekur Jóhannesson 3, Kristján Kristjánsson 2 Varin skot: Hlynur Morthens 14 Afturelding-HK 23-27 Mörk HK: Ragnar Hjaltested 8, Sergei Petraytis 5,Tomas Eitutis 4, Augustus Strazdas 3, Ólafur Ragnarsson 3, Árni Þórarinsson 2, Sigurgeir Ægisson 2, Mörk UMFA: Hilmar Stefánsson 8, Daníel Jónsson 4, Einar Guðmundsson 3, Haukur Sigurvinsson 3, Magnús Einarsson 2, Ásgeir Jónsson 1, ÞrándurGlslason 1, Attila Valaczkai 1 Akureyri-Fram 29-30 Mörk Fram: Halldór Sigfússon 6, Stefán Stefánsson 5, Jóhann Einarsson 4, Andri Haraldsson 4, Einar Hrafnsson 3, Haraldur Þorvarðarson 3, Rúnar Kárason 3, Hjörtur Hinriksson 1, Varin skot: Magnús Erlendsson 11 Mörk Akureyrar: Ásbjörn Friðriksson 11, Magnús Stefánsson 7, Hörður Sigþórsson 4, einar Friðjónsson 3, Heiðar Aðalsteins- son 2, Þorvaldur Þorvaldsson 1, Nicolaj Jankovic 1 Varin skot: Arnar Sveinbjörnsson 8 Haukar-fBV 32-28 Mörk Hauka: Kári Kristjánsson 7, Andri Stefan 5, Jón Karl Björnsson 5/3, Ellas Már Halldórsson 3, Gísli Jón Þórisson 3, Sigurbergur Sveinsson 3/1, Gunnar Berg Viktorsson 2, Arnar Pétursson 2, Freyr Brynjarsson 2. Varin skot: Gísli Guðmundsson 28, Aron Rafn Eðvarðsson 2. Mörk (BV: Sigurður Bragason 14, Sergey Trotsenko 6, Zilvinas Grieze 3, Nokilaj Kulikov 2, Leifur Jóhannesson 2, Brynjar Karl Óskarsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 17. Staðan Lið L U 1. Haukar 16 11 2. Fram 16 11 3. Stjarnan 16 10 4. Valur 16 9 5. HK 16 9 6. Akureyri 16 4 7. UMFA 16 2 8. IBV 16 1 J T M St 3 2 458:403 25 1 4 454:421 23 1 5 470:425 21 3 4 438:397 21 1 6 41:405 19 2 10 432:443 10 3 11 392:422 7 0 15 399:568 2 N1 DEILD KVENNA Valur-Stjarnan FH-Haukar Grótta-Akureyri Fylkir-HK 22-30 21-32 35-18 25-25 Staðan Liö L u J T M St 1. Fram 16 13 3 0 407:311 29 2. Stjarnan 16 12 1 3 427:326 25 3. Valur 16 12 0 4 433:336 24 4. Grótta 16 10 1 5 444:364 21 5. Haukar 16 8 2 6 436:391 18 6. Fylkir 16 5 1 10 339:393 11 7.HK 16 3 3 10 398:443 9 8. FH 16 3 1 12 340:464 7 9. Akureyr 16 0 0 16 285:481 0 ICE EXPRESS DEILD KARLA Grindavík-Tindastóll 108-78 Snæfell-Hamar 98-80 Þór A.-Stjarnan 89-84 Stigahæstir Þórs: Cedric Isom 31, Óðinn Ásgeirsson 24, Luka Marolt 13, Hrafn Jóhannesson 7 Stigahæstir Stjörnunar: Dimitar Karad- zovski 23, Jovan Zdravevski 23, Calvin Roland 11, Kjartan A. Kjartansson 11 Staðan Lið L U T Skor St 1. Keflavlk 16 14 2 1479:1316 28 2. KR 16 13 3 1461:1360 26 3.UMFG 16 12 41480:1390 24 4. Skallag 16 10 61342:1309 20 5. UMFN 16 9 7 1416:1292 18 6. Snæfell 16 8 81390:1343 16 7. ÍR 16 6 10 1349:1386 12 8. Þór A. 16 6 10 1377:1533 12 9. Tindastóll 16 6 101390:1474 12 10. Stjarnan 16 5 111316:1388 10 ll.Fjölnir 16 4 121261:1379 8 12. Hamar 16 3 13 1206:1297 6 Haukar þurftu að hafa mikið fyrir Qögurra marka sigri á ÍBV, 32-28, á Ásvöllum í gær. ÍBV kom mikið á óvart og allt annað er að sjá til liðsins eftir áramót. Sigurður Braga- son fór á kostum fyrir ÍBV með fjórtán mörk en hjá Haukum var það Gísli Guðmunds- son markvörður sem bar af með tæp þrjátíu skot varin. Sigurður var mjög ánægður í leikslok þrátt fyrir tap. ÍBV kom skemmtilega á óvart í gær þegar það sótti Hauka heim að Ás- völlum. Fyrirfram var búist við stór- sigri Hauka enda ÍBV langneðsta lið- ið í deildinni og hefur haft það að vana að tapa stórt í ár. Það var hins vegar allt annað uppi á teningnum og þurftu Haukar að bjóða upp á allt sitt besta til að leggja Eyjamenn, 32- 28, í fínasta leik. Aðeins Gísli Guð- mundsson, markvörður Hauka, kom í veg fyrir að ÍBV kæmist nær topp- liðinu. Eftir fimm mínútur var ÍBV þrem- ur mörkum yfir, 4-1, og vanmat- ið að fara með Haukamenn. Þeg- ar Haukarnir loks náðu áttum fóru þeir auðveldlega með að skora fjög- ur mörk í röð og breyta stöðunni í 5- 4. Haukar hefðu auðveldlega getað verið komnir mikið fyrr yfir en þeim var oft á tíðum algjörlega fyrirmun- að að skora. Kolbeinn Arnarsson átti ágætis dag í ÍBV-markinu en aðallega voru það stengurnar sem þvældust fyrir Haukum. Líklegt er að íslands- met hafi verið sett í stangarskotum í fyrri hálfleik. Skipt um bolta Eitthvað var boltinn að angra menn og voru Haukar guðs lifandi fegnir þegar skipt var um bolta. Þó boltinn hafi örugglega verið minnsta ástæða slæmu skotanna virtist þessi breyting hafa næg áhrif á heima- menn að þeir fóru að setja allt í net- ið. Þeir náðu upp almennilegu for- skoti í fyrsta sinn í leiknum og voru yfir í hálfleik, 15-10. Haukar héldu svo áfram þar sem frá var horfið í seinni hálfleik, skoruðu fjögur mörk gegn einu á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og breyttu stöðunni í 19- 11. Á þeim tímapunkti sást allt það slæma sem Eyjamenn hafa sýnt á tímabilinu, allt frá hrikalegum sókn- arleik í virkilega hægan og dapran varnarleik. Sigurður leiddi ÍBV til baka Það sem ÍBV hefur gert hingað til þegar í harðbakkann slær hefur verið að gefast upp. Það var þó allt annað uppi á teningnum í þessum leik og virkilega gaman að sjá Eyja- menn loks berjast til síðustu mínútu. Sigurður Bragason skoraði fjórtán mörk fyrir IBV og reif upp stemning- una hjá sínum mönnum sem fóru að saxa á forskot Hauka. Nýtt fagn Kári Kristjánsson skoraði sjö lagleg mörk f leiknum fyrir Hauka og bryddaði upp á nýju fagni. Aron Kristjánsson reyndi hvað hann gat að leyfa yngri leikmönn- um sínum að spila en hann hrein- lega hafði ekki efni á því. ÍBV spilaði sinn langbesta leik í ár og hefði það ekki verið fyrir Gísla Guðmundsson í Haukamarkinu er aldrei að vita hvað hefði getað gerst. Gísli fór á kostum og varði 28 skot, mörg hver úr dauða- færum, og hindraði IBV í því að kom- ast nær en fjögur mörk. Fjögur mörk voru svo munurinn þegar leik lauk og Haukasigur staðreynd, 32-28. ÍBV getur vel við unað enda bjóst enginn við þessum úrslitum í leik efsta og neðsta liðsins. Ánægður þrátt fyrir tap Sigurður Bragason fór á kostum í leiknum og skoraði fjórtán mörk. Þrátt fyrir tapið var erfitt að finna ánægðari mann. „Það munaði litlu en Gísli varði vel og hélt okkur í þægilegri fjarlægt þannig að þetta náði ekki að vera nógu spennandi í restina. Þótt við höfum tapað er ég mjög ánægður. Við erum með ein- hver 200 mörk í mínus og höfum ver- ið að tapa með tíu til fimmtán mörk- um í hverjum leik. Svo komum við hingað og mæt- um hörkuliði í Haukum og töpum einungis með fjórum. Það er allt annað að sjá okkur núna enda hefur alltaf loðað við okk- ur að vera betri eftir áramót. Það er ekkert að því að tapa í handbolta en að tapa alltaf með fimmtán til tut- tugu mörkum er skammarlegt. Við getum borið höfuðið hátt í dag. Ég sjálfur fann mig vel. Þetta var einn af þessum dögum sem allt gekk upp. Stundum er þetta bara svona að allt gengur upp hvort sem það er í skólanum eða handbolta og þá er um að gera að negla á markið. Ég er mjög ánægður og fer ánægð- ur í Herjólf í kvöld," sagði Sigurður kampakátur. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki nægilega sáttur við nýtingu sinna manna. „Við spiluð- um góða vörn í byrjun og keyrðum í bakið á þeim en það er ekki allt- af nóg. Það verður að koma boltan- um framhjá markverðinum og inn í markið. Nýtingin gerði það að verk- um að IBV hélst inni í leiknum. Það gekk svo sem allt upp sóknarlega og spilið eins og það átti að vera en við nýttum ekki færin." Sveinn Elías Elíasson bætti 36 ára íslandsmet í 400 metra hlaupi: ISLANDSMET MEÐ HALFRIFINN VOÐVA Sveinn Elías Elíasson, Fjölni Setti (slandsmet á öðrum fæti. Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni setti um helgina íslandsmet í 400 metra hlaupi karla á Meistaramóti fs- lands í frjálsum íþróttum innan húss þegar hann hljóp á 48,33 sekúndum. Eldra metið átti Bjarni Stefánsson, sett í Gautaborg árið 1972, 48,5 sek. Sveinn Elías bætti einnig persónu- legan árangur sinn um 67/100 úr sekúndu. Metið er enn merkilega því Sveinn Elías reif vöðva aftan í læri á Reykja- vík International fyrir þremur viíoim. „Ég skil ekkert í þessum tíma. Ég er 70% heill. Ég hef ekkert æft í þrjár vikur nema skokkað. Sjúkraþjálfar- inn lét mig vita með tveggja daga fyr- irvara að ég mætti keppa í 400 metra hlaupi. Ég undirbjó mig ekkert fyr- ir mótið og fór seint að sofa alla vik- una." Sveinn Elías hafði það ekki á til- finningunni að hann hefði bætt Is- landsmet þegar hann kom í mark. „Ég fór of hægt fyrstu 150 metrana og þurfti að rykkja til að komast í fyrsta sætið. Ég fékk næstum krampa við það og fannst ég skokka seinni hring- inn." Lengra er í íslandsmetið utan- húss. Það setti Oddur Sigurðsson árið 1984 þegar hann hljóp á 45,36 sek- úndum. „Ég á helling inni. Ég ætti að geta hlaupið niður á 47 sekúndum." Sveinn keppir næst í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins eftir tvær vikur. „Ég ætti þá að vera orðinn 95% heill og keppa í þeim greinum sem þjálfarinn minn vill." Aðaláhersla hans í sumar verður á 100 og 200 metra hlaup. „Ég stefni á að bæta íslandsmetin sem Jón Arnar Magnússon á í þeim." Sveit fR setti Islandsmet í 4x400 metra hlaupi karla og kom í mark á 3:22,91 mínútu. Sveitin bætti árs- gamalt Islandsmet sveitar Ármanns/ Fjölnis um rúma sekúndu. Sveitina skipuðu Börkur Smári Kristinsson, Brynjar Gunnarsson, Stefán MárÁg- ústsson og Einar Daði Lárusson. GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.