Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Hunsa tilmæli „Þetta er mjög dýrt fyrir björg- unarsveitina," segir lögreglan á Selfossi um tillitsleysi ökumanna síðustu daga. Þrátt fyrir hvert óveðrið á fætur öðru og allar viðvarirnar bæði í útvarpi og sjónvarpi heldur fólk áfram að keyra yfir Hellisheiðina að sögn lögregl- unnar. „Fólk virðist ekki gera sér neina grein íyrir því að Hellis- heiðin er fjallvegur en ekki hraðbraut. Fólk fer hreinlega ekki eftir fyrirmælum lögreglunnar, þetta er algjört athugunarleysi." Lögreglan á Selfossi segir að þrátt fyrir skilti þess efnis að heiðin sé lokuð ákveði fólk samt að keyra yfir. „í verstu tilfellunum hafa eigendur bíla eins og Toyota Yaris lagt af stað yfir ófæra heiðina." Talinn hálsbrotinn Tæplega þrítugur karl- maður er talinn vera háls- brotinn eftir að hafa stungið sér til sunds í grynnri enda sundlaugarinnar á Flúðum. Slysið átti sér stað um klukk- an sjö síðasdiðið laugardags- kvöld með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Maðurinn var í kjölfarið flutt- ur með sjúkrabíl á bráða- móttökuna í Reykjavík með viðkomu á heilbrigisstoinum Suðurlands. Ekki er vitað um Iíðan hans eins og stendur. Elísabet endur- greiðir kaskó „Elísabet endurgreiðir vá- tryggðum viðskiptavinum sín- um kaskótryggingu ef bílinn eyðileggst," segir Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísabetar. I helgarblaði DV kom fram aðhjáVerði, Sjóvá, VÍS og TM, sé reglum þannig háttað að iðgjaldið fáist ekki endurgreitt þegar kaskó- tryggður bfll verður fyrir altjóni. Tryggingahafi þurfi að greiða fyrir kaskótrygginguna út árið. Jón Páll segir sömu reglur gilda um kaskó- og ábyrgðartrygging- ar hvað endurgreiðslu varðar hjá Elísabetu, þær séu endurgreidd- ar í samræmi við það hve langt er liðið á árið. Rannsókn loks að Ijúka Tíðinda er að vænta innan skamms af rannsókn á dauða fjögurra ára drengs í Keflavík. Slysið átti sér stað í byrjun desember en grunur hefur leikið á um að ekið hafi verið á drenginn. Karlmaður, sem var í haldi Iögreglu í nokkrar vikur eftir atburðinn hefur undanfarið sætt farbanni. Eyjólfúr Kristjánsson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum, segir rannsóknina á lokastigi en leggur áherslu á að hún sé bæði flókin og erfið vegna hinna hræðilegu afleiðinga sem slysið hafði í för með sér. Bifvélavirkinn Jónas Jónasson frá Egilsstöðum missti sumarhús sitt á Borgarfirði eystra í íslenskum veðurofsa. Sumarhúsið hans splundraðist og stóð klósettið eitt eftir. Sjálfur stefnir Jónas á að byggja nýtt sumarhús og lætur ekki veðurofsa stöðva sig. Sterkt klósett Klósettið var það eina sem var eftir af sumarhúsi Jónasar Jónassonar bifvélavirkja. Minningar í fjörunni Jónas segir að mesta eftirsjáin að sumarhúsinu sé minningar sem hefðu getað orðið. Brjálað veður Sumarbústaður eyðilagðist í veðurofsa. KLÓSETT STÓÐST VEÐURHAM VALUR GRETTISSON bladamadur skrifar: „Það er fyrir mestu að engin slys urðu á fólki," segir Jónas Jónasson, bifvélavirki frá Egilsstöðum, eri veð- urofsi splundraði sumarhúsi hans við Bakkavör í Borgafirði eystra í síðustuviku. Veðrahamurinn var slíkur á fimmrndaginn að vindurinn feykti sumarhúsi Jónasar í næstu fjöru. Það eina sem var heillegt eftir veðr- ið var eitt klósett. Jónas segir miss- inn þó nokkum. Aðallega vegna þess að hann hafði hug á að dvelja meira í Borgarfirðinum. Hann vill þó ekki gefast upp, heldur stefriir á að reisa nýtt sumarhús. Sjálfúr segist Jónas ekki gráta missinn enda lítið hægt að gera. Feykti öllu nema klósetti Það var í veðurhamnum á fimmtudaginn sem sumarhús Jón- asar fauk. Upp úr hádeginu virð- ist vindurinn hafa komist inn í húsið. Ein vindhviðan splundraði húsinu og feykti brakinu ofan í fjöru þar nálægt. Inni í húsinu voru persónulegar eigur fjölskyldu Jónasar sem lágu eins og hráviði. Mönnum til nokkurrar furðu, varð klósettið eitt eftir. Svo virðist sem það hafi verið fest á traustum grunni. Húsið hafði þá staðið á sama stað í tæpt ár. Fjölskylda Jónasar dvaldi þar síðasta sumar og hafði gaman af, enda fallegt um að litast í Borgarfirðinum. Vill byggja aftur „Ég reikna með að ég byggi eitthvað í staðinn," segir Jónas sem segir missinn ff ekar tilfinningalegan heldur en fjárhagslegan. Hann segir að fjölskyldan hafi ætlað sér að dvelja í Borgarfirðinum fleiri sumur. Hann gerir sjálfur h'tið úr verðmæta- tapi vegna ofsans, segir engu um að kenna nema veðrinu, og það sé nokkuð sem menn verði bara að sætta sig við búi þeir hér á landi. „Það var nú samt mikið hlegið að klósettinu sem eftir stóð," segir Jónas sem telur það heldur spaugilegt að klósettið hafi verið það eina sem komst heillegt frá íslenska storminum. Engin skjólgirðing „Húsið er búið að standa þama síðan í fýrravor, ég átti eftír að setja skjólgirðingu og svoleiðis," segir Jónas pollrólegur vegna veður- hamsins. Hann segir eðlilegast að byrja upp á nýtt. Hann lætur ekki svona lagað slá sig út af laginu. Sjálfur er Jónas Héraðsmaður eins og hann kallar það og er búsettur á Egilsstöðum. Hann segir ekki mikið fjármagn í bústaðnum sem var mjög lítfll eða taldi um 30 fermetra. „Maður grætur þetta ekki enda lítíð hægt að gera," segir Jónas sem stefnir á að byggja nýtt sumarhús í framtíðinni. Óveður um allt land Á fimmtudaginn var óveður útí um allt land og meðal annars féll snjóflóð í Súðavík. Ung kona lentí í snjóflóðinu á bíl sínum en varð ekki meint af. Björgunarsveit þurfti að koma og sækja hana. Þá var mikið um fok á þakplötum auk lausamuna. Bj örgunarsveitir úti um allt land voru í viðbragðsstöðu vegna veðurofsans. Þá var einnig gríðarlegur stormur á föstudagskvöldinu. Borgarfulltrúi VG lét Orkuveituna greiða málskostnað sinn: Svandís lét Orkuveituna borga „Það var hlutí af sáttinni að Orkuveitan greiddi málskostnaðinn," segir Svandís Svavarsdóttír, borgarfúlltrúi vinstri-grænna. Orkuveitan borgaði málskostnað, alls um 800 þúsund krónur, vegna málsóknar Svandísar gegn Orkuveitunni. Málskostnaðurinn kom til vegna þeirrar kröfu hennar að eigendafundur Orkuveitunnar, þar sem ákvörðun var tekin um samruna REI og Geysis Green Energy yrði dæmdur ólöglegur. Svandís segir að það sé alvanalegt þegar slík sátt sé gerð að samið sé um greiðslu málskosmaðar. „Dóms- krafan fól í sér að eigendafundur- inn hafi verið ólögmæmr og allar þær ákvarðanir sem þar voru teknar þar með. Það var því fallist á að þeir greiddu málskosmað. Það er bara það sem gerist þegar aðilar komast að sátt um niðurstöðuna að sá sem fellst á kröfuna greiðir málskosmað- inn," segir hún. Aðspurð hvorthúnhafi vitað af álití Svandís Svavarsdótt- ir Borgarfulltrúi vinstri grænna lét Orkuveituna borga átta hundruð þúsund i málskotnað vegna máls sem hún höfðaði gegn OR vegna REI-málsins. Andra Árnasonar sem sagði að fundurinn væri löglegur áður en hún gerði sáttina við Orkuveituna segir Svandís að hún hafi vitað það. „Ég vissi það á þessum tíma. Ándri var bara einn þeirra sem gáfu álit og hans skoðun var sú að fundurinn væri löglegur. Lára Júlíusdómr taldi hins vegar að hann væri ólögmætur. Þetta var bara ein af þeim spurningum sem honum var falið að svara. í dómsáttínni er skorið úr um að fundurinn hafi verið ólögmætur og þetta var því bara leið tíl að klára málið." einar&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.