Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 15
DV Sport MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 15 Bouma48,Carew51,72,90 víti. *T( 43% MEÐBOLTANN 57% 18 SKOTAÐMARKI 6 7 SKOTÁMARK 3 2 RANGSTÖÐUR 0 7 HORNSPYRNUR 5 11 AUKASPYRNUR 21 2 GULSPJÖLD 1 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 42.640 Carson, Mellberg (Gardner 46), Laursen, Davies, Bouma, Petrov (Harewood 46), Reo-Coker, Barry, Young (0sboume90), Carew, Maloney. Given (Harper 54), Carr, Taylor, Caapa, Beye, Milner, Barton (Emre 74), Butt, DufF, Smith, Owen. MAÐUR LEIKSINS * JohnCarew,AstonVilla GRE YIÐ Tvö mörk í tveimur leikjum en aöeins eitt stig. John Carew skoraði þrennu í 4-1 sigri Aston Villa á Newcastle um helgina. Newcastle var yfir í fyrri hálfleik en veikleikar liðsins sýndu sig á seinni 45 mínútunum. Kevin Keegan segir að engum töfrasprotum verði veifað til að laga stöðu Newcastle-manna. Newcastle-stuðningsmenn hafa líklega ekki brosað jafnmikið í langan tíma og í hálfleik gegn Aston Villa. Þetta hrikalega slaka lið Newcastle var yfir í leiknum eftir að eini góði leikmaðurinn í hópnum, Michael Owen, hafði skorað á fjórðu mínútu leiksins. ÞráttJyrir að hinn vitgranni Joey Barton hafi átt að fá á sig víti í fyrri hálfleik yfirsást dómaranum það og gestirnir yfir á Villa Park. I seinni hálfleik sýndi Newcastíe svo allar sínu réttu hliðar og leyfði Villa-mönnum að rúlla yflr sig. John Carew skoraði þrjú af þeim fjórum mörkum sem áttu eftir að koma í seinni hálfleik í 4-1 sigri Villa. er tekið við deigi en ef það er ónýtt veður það ekki hnoðað, sama hver bakarinn er. Carew fór létt með Newcastle Það var við hæfl að eini maður- inn sem hefur sýnt einhvern stöð- ugleika undanfarin ár í Newcastle, Shay Given, ætti fyrsta orðið. Given rann þegar hann ætlaði að skutla sér á laflaust skot varnarmanns- ins Wilfred Bouma sem vart dreif á markið. Nægur var krafturinn til að boltinn rúllaði í netið því Given gat lítið annað gert en horft á hann leka í netið og plokka svo grasið undan skónum. Ekkert lið hefur skorað jafnmik- ið úr föstum leikatriðum og Aston Villa. Því var um að gera fyrir New- castle að passa hættulegasta mann Villa í þeim efnum, John Carew, nægilega vel. Hann þakkaði pent fyrir sig þegar hann sneiddi knött- inn eftir hornspyrnu í netið, beint í hornið sem Damian Duff átti að passa en hann fann sér annað betra að gera. Carew skoraði sitt annað mark þegar Newcastle varð um of að hreinsa boltann frá marki. Ast- on Villa fékk hvert tækifærið á eft- ir öðru til að koma skoti á mark- ið eftir hornspyrnu og endaði með að Carew skallaði hreinsun New- castle-manna í netið. Carew kór- ónaði svo frábæran leik sinn með marki úr vítaspyrnu eftir að Step- hen Carr hafði handleikið knöttinn í baráttu við hvern? Að sjálfösögðu John Carew. Einfaldlega lélegt lið Vinsældaráðningin á Kevin Keegan hefur engan árangur bor- ið. Eitt stig úr fjórum leikjum í deildinni og aðeins tvö mörk skor- uð og úr leik í bikarnum á sannfær- andi hátt. Hvað átti Kevin Keegan að gera þegar hann tók við New- castle-Iiðinu? Ekki hafa yfirmenn Newcastle horft mikið á það lið sem Newcastíe hafði í höndunum síð- ast þegar hann var við stjórnvölinn. Það er vægast sagt himinn og haf þar á milli og af sem áður var. Það er aðeins einn heimsklassa- leikmaður í Newcastíe og það er Michael Owen. Ef horft er á restina eru þetta varamenn annarra félaga sem komust ekki í liðið en virtust eiga góðan samastað í Newcastle. Newcastle langar á toppinn en fer ekki langt með þennan mannskap sem það hefur. Það getur hver sem Engum töfravöndum sveiflað Kevin Keegan er eldri en tvævet- ur í bransanum og áttar sig á stöð- unni. „Við erum brothættir, það verður einfaldlega að segjast eins og er. Ég trúi því að við höfum allt til að bera til að sleppa við fall en við þurfum allavega að ná 40 stigum til að byrja með. Það er mikil vinna fram undan og það er langt frá því að ég geti bara mætt og veifað ein- hverjum töfrasprota svo allt komist í lag," segir Kevin Keegan. Þó Newcastle hafi verið og sé lélegt má ekki gleyma hversu öfl- ugt Aston Villa er orðið. „Það virð- ist vera sem svo að ég hafi meiri trú á leikmönnunum en þeir hafa á sjálfum sér. Sem þjálfari get ég vart orðið stoltari af seinni hálfleiknum. Strákarnir sýndu allan þann kraft og vilja sem ég lagði upp með og þeir kláruðu leikinn eins og lið sem vill komast í meistaradeildina," sagði afar stoltur Martin O’Neill eftir leik. Tottenham átti ekki í miklum vandræðum með sinn leik: SANNFÆRANDITAP AÐ HÆTTIDERBY Hannvarlétturoglöðurmannlegur sigur Tottenham á Derby síðastíiðinn laugardag. Síðast þegar liðin mættust hafði Lundúnarliðið fjögur núll sigur en þeir sættu sig við þrjú mörk á Pride Park um helgina. Robbie Keane og Berbatov komust báðir á blað ásamt varnarmanninum Youness Kaboul í 3-0 sigri Tottenham á Derby. Derby er nú tíu stigum á eft- ir næsta liði í deildinni eftir tap- ið en þeir voru sprækir við upphaf leiks. Giles Barnes getur klórað sér í handabökin fyrir að hafa klúðrað dauðafæri því ekki leið á löngu fýrr en Robbie Keane hafði komið gest- unum yfir. Roy Carrol tókst þá ekki að koma boltanum frá marki þeg- ar hann varði skot og lá knötturinn fyrir framan markið og gat Keane lít- ið annað gert en skorað tuttugasta mark sitt á tímabilinu. 0 40% MEÐ BOLTANN 60% 10 SK0TAÐ MARKI 16 SK0TÁMARK RANGSTÖÐUR HORNSPYRNUR AUKASPYRNUR GULSPJÖLD RAUÐSPJÖLD AH0RFENDUR:33.058 Keane68, Kaboul 81, Betbatov 90vrti. Carroll, Leaœck, Stubbs, Moore (Todd 11), Edworthy (Jones 78), Fagan, Savage (Sterjovski 74), Pearson, Bames, Villa, Miller. Cemy, Hutton, Dawson (Kaboul 14), Huddlestone, Chimbonda, Lennon, Jenas, Malbranque, Boateng (0'Hara 46), Keane, Bent (Berbatov 58). MSÐUR LEIKSINS Robbie Keane, Tottenham Mark Keane kom ekki fyrr en á 68. mínútu og vel gert hjá Derby að halda hreinu fram að því. Mörkin virtust ekki ætía að verða fleiri og Derby gerðu hvað þeir gátu til að jafna en það var varnartröllið, Youness Kaboul, sem batt enda á vonir Derby í leiknum. Hann gerði þá vel í að losa sig frá varnarmanni með góðri snertingu og staðan orðin 2-0. Tottenham fékk svo vítaspyrnu í uppbótartíma sem stuðningsmenn Derby voru ekki ánægðir með og bauluðu á dómara leiksins þegar hann gekk af velli. Dimitar Berbatov skoraði auðveldlega úr spyrnunni og innsiglaði auðveldan sigur Tottenham. „Við gerðum allt rétt í klukkutíma. Við náðum að búa okkur til færi en það gerði Tottenham einnig enda er það frábært lið. Strákarnir mínir gáfú sig allan í leikinn en okkur var refs- að fyrir byrjendamistök," sagði stjóri Engin hætta Berbatov skoraði að hætti Heiðars Helgusonar úr vitaspyrnu sinni. Derby, Paul Jewell, eftir leik. Gus Poyet talaði við fjölmiðla að vanda eftir leik enda öllu betri í enskunni en Juande Ramos. „Þetta var meiri prófraun fyrir okkur en fólk heldur örugglega. Þegar leið á leikinn vorum við með ferskari fætur og um það munaði," sagði Poyet eftir leik. Pearson farinn frá Newcastle Nigel Pearson hefur yfirgefið Newcastle. Nigel var aðstoðarmaður bæði Glenn Roeder og Sam Allardyce og tók svo við liðinu þegar Big Sam var rekinn. Það var undirstjórn Pearsons sem Newcastle tapaði 6-0 fyrir Manchester United en vann svo sigur á Stoke í ensku bikarkeppn- inni. Sá leikur féll þó algjörlega í skuggann af endurkomu Kevins Keegan sem horfði á leikinn. Með komu Dennis Wise var orðið enn minna fyrir Person að gera og sá hann sig neyddan til að víkja. Dawson frá í þrjár vikur Miðvörðurinn sterki, Michael Dawson hjáTottenham, getur orðið frá í allt að þrjár vikur vegna meiðsla. SigurTottenham á Derby var dýrkeyptur fyrir strákinn sem reif vöðva í leiknum. Það var strax vitað að meiðslin væru alvarleg því hann þurfti að haltra af velli eftir aðeins fjórtán mínútna leik. Inn fyrir hann kom svo Youness Kaboul sem skoraði annað markTottenham í leiknum. Það er þvf Ijóst að Dawson mun missa af fyrsta leikTottenham í útsláttarkeppni Evrópukeppni félags- liða en Lundúnastrákarnir eiga leik gegn Slavia Prague á fimmtudaginn. Southgate svarar Woodgate Gareth Southgate hefur svarað ummælum Johnathan Woodgate um að Middlesbrough hafi engan metnað. Woodgate sagði við förina tilTottenham að Middles- brough skorti allan metnað til þess að bæta sig og að hann færi nú til mun betri þjálfara, Juande Ramos. „Ég er ennþá ungur þjálfari að læra þess vegna særðu þessi ummæli mig ekkert. Verra var þó að hann sagði að við hefðum engan metnað. Það er alrangt hjá honum," segir Southgate. Ekki háleit markmið hjá Derby Versta lið úrvalsdeildarinnarfrá upphafi er án efa Sunderland-liðið frá tfmabilinu 2005-2006. Þvf liði tókst að fá aðeins fimmtán stig í deildinni en Derby, með níu stig þegar tólf leikireru eftir, á á hættu á að bæta það met. Derby virðist algjörlega vera búið að sætta sig við fall og skal engan undra. Nýja markmiðið er að bæta ekki þetta met Sunderland.„Við vitum að það er ekki möguleiki á að við verðum áfram í úrvalsdeildinni. Þvf hlýtur okkar markmið að vera að setja ekki svartan blett á sögu félagsins. Þetta met Sunderland er ótrúlegt og enn verra er að við eigum þá hættu á að bæta það ef bæta skal kalla. Ég átta mig á að þetta hljómar neikvætt en staðreyndin er sú að við eigum ekkert erindi f þessa deild eins og er," sagði Paul Jewell og hló.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.