Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 Fókus DV H3HDSU Aaaoa e auxpasNiAoaora vivas z Nosavaaoa aiaD sondviati :moas HVAÐVEISTU? 1. Hver er nýr leikhússtjóri BORGARLEIKHÚSSINS? 2. Hver samdi THE WIGGLE WIGGLE SONG, sem féll seinast út úr Laugardagslögunum? 3. Hver er talinn vera faðir filippseysku stúlkunnar JINKY JONG? ^ 1% ■ /’Nh' » LAUGARDAGSLÖGIN Ofgottlag sateltir Laugardagslögin voru á sínum stað um helgina og líkt og í undan- fómum þáttum var endurtekning uppi á teningnum. Þættirnir em að verða ansi langdregnir og þegar úrslitin verða er maður að heyra og sjá hvert lag í þriðja skipti sem er fullmikið. Það sem heldur hins vegar spennunni í þessu er að sjá breyttar útfærslur Ústamanna og höfunda á lögunum. Það hefur tekist mjög misjafrtlega hingað til horfði á Laugardagslögin um helgina en mjög vel í nokkrum tilvikum. Baggalút tókst það til dæmis vel og Fabúlu og Röggu Gröndal um helgina. Það var í raun eina atriðið sem bætti sig ífá því síðast. Því nú þegar Gillz og félagar þurftu að syngja lagið sjálf reyndist það þeim um of og krafturinn var ekki nálægt því jaJhmikill og þegar mæmað var í fyrra skiptið. Mercedez þarf að taka sig á fyrir úrslitin. Haffa Haff tókst ekki heldur jafnvel og síðast og búningamir vom eklá jafiitöff. En þrátt fyrir það er lag Svölu allt of gott til þess að sitja eftir og úrslit Laugardagslaganna verða ekki jafn- ^góð fyrir vikið. Þaðeralvegljóst ^ LOGIIBEHVNI Vandræðaleg stemning Það var vandræðaleg stemning sem einkenndi þátinn Logi í beinni síðastliðið föstudagskvöld. Kannski var það vegna þess að það vom þrumur og eldingar og þar af leið- andi örfáir gestir í sjónvarpssal til að klappa og hlæja þegar viðmæl- endur jafrit sem Logi sjálfur reyndu aðverafyndnir. Það vom sjálfúr poppprins lands- ins, Stebbi Hilmars og félagar hans í Sálinni sem hófu leikþetta kvöld- ið. Eftir eitt mjög vel gert lag settist /I horfði á Loga i beinni um helgina Stebbi í stólinn hjá Loga sem sagði eitthvað á þá leið að hann myndi ekki eftir Stebba í sjónvarpsvið- tali síðan árið 1993. Þegar leið á spjallið áttaði ég mig á því af hvetju Stebbi væri aldrei í viðtölum, hon- um finnst það örugglega örlítið óþægilegt, sem gerði vandræða- legu stemninguna enn verri. Því næst settist ieikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir í sófann hjá Loga og var hress og kát að vanda og þriðji og síðasti viðmælandi kvöldsins var Óskar Jónasson sem tróð matskeið í nefið, það var krípí en fyndið. í heildina fannst mér þetta frekar óskemmtilegur skemmtiþáttur. Mér finnst settið í sjónvarpssalnum líka óspennandi. Ég hef hins vegar horft á Logaþáttinn áður og fundist hartn alveg ágætur en í þetta skiptið held ég að óveðrið og vandræða- \lega stemningin hafi haft sitt segja. J LEIKDOMUR eftir Hugleik Dagsson Leikstjori Stefan Jónsson Leikmynd llmur Stefansdóttir Búningar Þórunn Elisabet Sveinsdóttir Lýsing Egill Ingibergsson Hljóðmynd Flis og leikhópurinn Jón Viöar Jónsson leiklistargagnrynandi Það er mikið um þjóðlegheit á leiksviðum borg- arinnar um þessar mundir. Á sviði Hafnarfjarðar- leikhússins ráða húsum sæmdarhjónin Halla og Kári. Eins og allir Sannir fslendingar (tilvitnun í Heimsljós) þrá þau að verða rík. f því skyni krækja þau sér í litháískan verkamann á leið til landsins og fylla hann dópi. Allur seinni partur leiksins (og ég er ekki að ýkja, þetta er dagsatt) lýsir því hvernig þau slátra honum til að ná úr honum innmatnum. Eru þær aðfarir að sjálfsögðu bókmenntaleg vísun með sterkum ádeilubroddi í hrossakjötsát útileguparsins fræga, Fjalla-Eyvindar og Höllu, í uppkasti Jóhanns Sigurjónssonar að fjórða þætti leikrits hans („hrossakets-endinn" svokallaða). í leik Hugleiks Dagssonar Baðstofunni, sem var frumsýndur í Þjóðleikhúskassanum síðastliðið laugardagskvöld, eru hinir innfæddu einnig að böðlast á útlendingi langtímum saman. Nýbúa væri þó líldega réttara að segja, því vísast er það sú samtímatenging sem skáldin ætla okkur að finna. Nema hér er nýbúinn ekki burðardýr heldur grænlitaður marbendill úr þjóðsögunum. Greyskinnið lendir í hvalskviði og berst úr honum inn á íslenskt sveitaheimili árið „sautjánhundruð og súrkál", svo vitnað sé í afar fróðlegt viðtal við leikstjóra sýningarinnar og leikmyndateiknara í leikslaánni. Afar fróðlegt, segi ég og meina það svo sannarlega, því að viðtalið gefur óvenju glögga mynd af tilurð þessa leilctexta. Hann er sem sagt orðinn til í hópvinnu „listrænna aðstandenda" sýningarinnar og textagerðarmannsins. Hlutverk hins síðarnefnda hefur aðallega verið að skaffa aðstandendunum gott hráefni, eða eins og leik- myndateiJcnarinn orðar það svo skemmtilega: „op- ið handrit". f svona hópvinnu er reyndar alls eldd nauðsynlegt að noklcurt handrit liggi yfirleitt fyrir þegar vinnuferlið hefst, hin „sameiginlega hug- myndavinna" (tilvitnun í leilcstjórann) en lfldega var þó Hugleilcur að þessu sinni búinn að setja eitthvað á blað þegar menn settust fyrst saman (samkvæmt viðtalinu var hann ekld búinn að skrifa neitt þegar sami kjarni listafólks hófst handa við snilldarverkið Forðist okkur sem vakti á sínum tíma mikla aðdáun á Litla sviði Borgarleikhússins og uppskar sjálf Grímuverðlaunin, hvorld meira né minna). Jæja, Hugleikur er sem sagt mættur með handrit, blessunarlega „noklcuð ómótað" (leikstjórinn) og þá er bara að pakka niður og drífa sig í „vinnusmiðju" upp í sveit. Þar er „hugmyndaheimur" verksins (enn sítat í leilcstjórann) ræddur á stífum vinnufundum, textinn greindur af mikilli elju og auðvitað umsaminn fram og aftur (ekkert leikstjórnar- eða höfundareinræði hér) og látlaust spunnið, spunnið og spunnið - enda spuni, sem kunnugt er, lykilatriði í ffamsæknu nútímaleikhúsi. Ein helsta niðurstaða hópeflisins er sú að best sé að gera úr þessu eins konar „hljóðverk", enda vill svo vel til að leikmyndateiknarinn hefur lflca sérhæft sig í því að ná ffljóðum úr alls kyns gripum sem fæstir eru gerðir til að gefa fr á sér hljóð. Nokkrar afurðir þeirra tilrauna getur svo að líta á sviðinu í Myrkraboxi Þjóðleilchússins: rokk sem er bassatromma, vefstól sem auðvitað heimtar að verða selló, taðkvöm sem ... ja, ég eiginlega veit ekki hvað. Á bak við gnauða vindar, baula beljur, garga mávar, og allt myndar það í sameiningu „hljóðheim" leflcsins. Og það var, satt að segja, reglufega notalegt að hlýða á þetta dáfagra draumspil, góð tilbreyting frá öllum hávaðanum sem hvarvetna dynur á manni, lflca - einstölcu sinnum - í leilchúsinu. í fyrmefndu viðtali greinir leikstjórinn frá því að menn hafi komist að raun um, að þær hugmyndir, sem skólakerfið hafi haldið að okkur um fortíðina, séu „talsvert rómantískari en veruleikinn" Halló, Stefán, á hvaða öld ert þú eiginlega staddur? Þú heldur þó ekld í alvöru að við séum fyrst að fatta þetta nú?! Ég veit að vísu ekld hvort þú varst eins og ég látinn lesa hina stórskemmtilegu og ugglaust hárómantísku íslandssögu Jónasar frá Hriflu, sem ég verð ævinlega þalddátur fyrir að hafa fengið að læra, en ég er viss um að þú last eins og ég bók sem heitir Islandskluldcan og sást leikgerð hennar á sviði. Þar var bóndinn á bænum ofstopafullur mddi, húsfreyjan útjöskuð, fáráðlingur, og bara ein stúUculdnd í svona sæmilegu lagi (ég er auðvitað að tala um hús Jóns Hreggviðssonar). Svo þetta er nú ekki beinlínis neitt nýtt sem þið Hugleikur og félagar emð að sýna okkur: að gamla sveitaþjóðfélagið hafi ekld verið annað en ofbeldi og óþrif, sálsýki og sóðaskapur og yfirleitt eirrn allsherjar íjóshaugui'. Má ég lflca minna á filmísk listaverk, eins og mynd Rósku, þar sem hokið fólk sönglaði rímur í moldarkofum, eða stórvirki Hrafns Gunnlaugssonar um blóðuga víldnga og sótkrímuga myrkrahöfðingja? Ekki ólfldegt að kvikmyndalcynslóðimar séu betur heima í þeim en textum Nóbelskáldsins. Nei, gott fólk, svo öllu gamni sé sleppt: við emm löngu búin að fá okkar skammt af svona paródíum. Ef það á að halda áfram að bjóða manni meira af slíku og þvflflcu er ég hræddur um að þið „Maður erstundum hreint ekki klár á því hvað Hugleikur og félagar hafa hugsað sér að paródera" verðið að búa til eitthvað frumlegra og fyndnara en svona naglasúpu. Ég efast ekki um að þið hafið notið ykkar vel í hópeflinu, að þið hafið verið afskaplega skapandi og ffjó, kafað djúpt og flogið með himinskautum, að þið hafið hlegið dátt að allri hnyttninni, öllum góðu bröndurunum sem ultu upp úr ykkur og að það, sem hefur ratað á sviðið, er aðeins rjóminn af því sem þið böðuðuð yldcur upp úr þarna í sveitasælunni. Þið emð nú búin að framleiða heila trílógíu um nútíð, framtíð og fortíð þjóðarinnar, þrjú „kröftug nútímaleikrit", eins og Magnús Geir mundi kalla það, og ég held þetta sé orðið gott hjá ykkur í bili. Hugleikur er víst fluttur til útlanda og ég óska honum alls góðs í myndlistinni; ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn - og það á maður víst að vera ef maður vill vera alvöm krítíker - þá er ég ekki viss um að leiksviðið verði nokkurn tímann hans heimavöllur. En auðvitað getur verið að mér eigi eftir að skjátlast í því, eins og svo mörgu öðm. Stjama sýningarinnar er í mínum augum Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir búninga sína. Hún kann sitt fag út í æsar og bregst ekki. Leikaramir kunna lflca sitt fag, nema hvað: Brynhildur, Stefán Hallur, Elma Lísa, Valur Freyr, Vignir Rafn og Dóra Jóhannsdóttir, og músíkantarnir, sem einnig fá að vera með og leika (þetta er jú hópefli), þeir gera eflaust allt sem leikstjórinn bað þá um. Stefán Hallur var sérstaklega flottur í marbendilsgervinu; þar sem hann steig nakinn upp úr hvalsmaganum minnti hann jafnvel á þokkafullan Afríkunegra - eða kannski hugmyndir Évrópubúa um Afrflcunegra á tímum heimssýningarinnar miklu í París? Maður er stundum hreint ekki klár á því hvað Hugleikur og félagar hafa hugsað sér að paródera. Stemningin á áhorfendabekkjunum var hins vegar þung. Oftast hafa frumsýningargestir í Kassanum verið vel stemmdir, einkum þegar ný íslensk verk hafa verið fyrir framan þá, og hlegið margir hátt og dátt. Ég skal ekki taka fyrir að það hafi stöku sinnum kumrað í sumum, jafnvel sjálfúm mér - á einum stað eða hæsta lagi tveimur. En margir voru áberandi hljóðir og einn gamall leikhúsreftu: var meira að segja svo dónalegur að hann var farinn að taka dýfur yfir leikritinu á meðan hann gekk út úr salnum. Eins gott að þjóðleikhússtjóri bauð fólki upp á léttvín og snittur í hliðarsalnum - sem ég sleppti að vísu að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.