Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Blaðsíða 2
Fréttir DV
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
A'k *-r
Þriggja ára
plan Olafs F.
Ólafur F. Magnússon borgar-
stjóri mun í dag halda blaða-
mannafund um rekstur Reykja-
víkurborgar. Á fundinum greinir
hann, ásamt Birgi Birni Sigur-
jónssyni, fjármálastjóra Reykja-
víkurborgar, frá helstu áherslu-
atriðum í rekstri borgarinnar á
næstu þremur árum. Fundurinn
fer fram á þriðju hæð í Tjarnar-
búð í Vonarstræti 4.
Torfæruhjól
fældu hest
Torfæruhjólaökumenn fældu
hest í Grindavík í gær með þeim
afleiðingum að knapinn, ung
stúlka, féll af baki. Frá þessu
var greint á vef Víkurfrétta í
gær. Vegna hávaða frá hjólun-
um fældist hesturinn og stúlkan
hlaut áverka á baki við fallið.
Lögregla og sjúkralið voru kölluð
á svæðið og mátti greina að bif-
hjólamennirnir héldu sig í hæfi-
legri fjarlægð. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu óku þeir á
endanum á brott með miklum
látum. Lögreglan óskar eftir vitn-
um að atburðinum.
„Ökumaður" í
30.000 fetum
Hann var hraðlyginn ölv-
aði ökumaðurinn sem lög-
reglan á Selfossi hafði afskipti
af um helgina. Eins og gjarnan
þegar menn aka undir áhrif-
um áfengis, lét bíllinn illa að
stjórn.Maðurinnókekkiþang-
að sem leið lá heldur rakleiðis
út af veginum. Athugull vegfar-
andi gerði lögreglu viðvart.
Þegar lögreglu bar að garði
þvertók maðurinn fyrir að
hafa ekið bílnum og kenndi
vini sínum um ófarirnar.
Lögreglan sannreyndi að
vinurinn kom hvergi nærri,
enda var hann í 30 þúsund
feta hæð á leið til kóngsins
Köben. Sá ölvaði játaði
greiðlega næsta dag.
Handleggsbrot í
Innri-Njarðvík
Karlmaður slasaðist seinni
partinn í gær þegar hann var
við vinnu í Dalshverfi í Innri-
Njarðvík. Maðurinn var að vinna
á þaki húss en honum skrikaði
fótur með þeim afleiðingum að
hann féll aftur fyrir sig.
Fallið var um þrír metrar og
var hann fluttur með sjúkrabif-
reið á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja. Hann handleggsbrotnaði
og hlaut einnig aðra áverka.
Þá voru fimm rúður brotn-
ar í Gerðaskóla en atvikið hefur
líklega átt sér stað aðfaranótt
mánudags. Talið er að skemmd-
arvargarnir hafi notað grjót við
verknaðinn.
Eigið fé ehf. hefur stofnað til vefverslunar með sauðkindur á vefnum kindur.is. Einar K.
Guðfinnsson landbúnaðarráherra er fyrsti formlegi viðskiptavinurinn. Hann veitti á
dögunum móttöku kindinni Grímu frá Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hann á þess
nú kost að heimsækja Grimu sex sinnum á ári, velja hvaða hrút hún fær til sæðingar og
að lokum fær hann afurðir Grímu beint heim í eldhús.
RÁÐHERRATEKUR
KIND í FÓSTUR
SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
blodamadur skrifar: sigtryggur^dv.is
Einar K. Guðfinnsson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, tók
á föstudaginn að sér kindina Grímu
frá Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Einar er fyrsti formlegi viðskiptavin-
ur fyrirtækisins Eigin fjár sem nú
býður upp á þann möguleika að fólk
taki að sér sauðfé, greiði fyrir það
áskriftargjald og fái í framhaldinu
að fylgjast með framgangi og vexti
þess. Þeir sem taka að sér sauðkind
með þessum hætti fá svo afurðirnar
af sinni kind, kjöt, ull og fleira.
Eigið fé er í samstarfi við bænd
urna á Fossi og Gaul á Snæfells-
nesi, sem báðir eru hættir form-
legum búskap en hafa báðir
leitað leiða til þess að halda
áfram sauðfjárrækt í smáum
stíl, fyrir utan íslenskt land-
búnaðarkerfi. „Upphaflega hug-
myndin var að bjóða fólki upp
á að fóstra fyrir það fé, en hefur
þróast alla þessa leið," segir Hlédís
Sveinsdóttir, sem er framkvæmda-
stjóri og eini starfsmaður Eig-
in fjár.
Enginn stopp-
aði mig
Hlédís hef-
ur nú komið á
laggirnar vef-
síðunni kindur.
is þar sem fólk
getur valið sér
hrúta og ær
frá bæjunum
tveimur til
þess að eign-
ast. „Það
er óhætt
að segja að
þarna sé
á ferðinni
vefverslun
með kind-
ur,“ held-
ur Hlédís
„Þetta miðast við að
sauðfjárunnendur geti
fylgst með sinni skepnu
allan lífsferilinn þang-
að til hún er komin í
neytendapakkningum í
ísskápinn"
áfram. Hún hyggst í framtíðinni fá
bændur víðar um landið til sam-
starfs við sig og er sannfærð um að
áhugi fólks á því að
eignast sauðfé á
fæti sé nægur.
„Þótt land-
búnaðarráðherr-
ann sé fyrsti við-
skiptavinurinn
okkar höfum
bæði ég og vin-
ir mínir reynt
þetta fyrirkomu-
lag sjálf. Enginn
þessara
góðu vina minna hefur séð ástæðu
til þess að stöðva mig í þessum
áformum, þannig að hugmynd-
in fékk að þróast óhindrað," segir
Hlédís.
Jólakort frá kind
Með því að taka kind í fóstur
fær eigandinn jólakort frá kindinni
með ljósmynd þar sem farið er yfir
árið hjá henni. Eigandinn fær svo
aðgang að bænum þar sem kind-
in er til húsa og getur kynnst henni
nánar, allt að fimm til sex sinnum á
ári, að sögn Hlédísar. Hún segir að
gegn vægu aukagjaldi fái fólk svo
að nýta ull af kindinni og getur
fengið fullunna vöru á borð við
húfur og vettlinga.
Áhugasamir geta svo valið
sér dýrari áskriftarleið þar
sem hægt er að velja
hrút af hrútaskrá til
þess að sæða kind-
ina. „Þarna eru á
ferðinni helstu
kynbótahrút-
ar íslands," seg-
ir Hlédís. Eig-
andinn fær svo
kjötið af kind-
inni og getur
í samráði við
kjötvinnsluna látið; tvíreykja læri.
„Þetta miðast við ið sauðfjárunn-
endur geti fylgst með sinni skepnu
allan lífsferilinn þangað til hún er
komin í neytendapakkningum í ís-
skápinn," bætir Hlédís við.
Ég hef milligöngu
„Það hefur borið á því að fólk telji
að fyrirtækið mitt sé einhvers kon-
ar stöndugt fjárfestingafélag, sjálf-
sagt út af nafninu," segir Hlédís. „En
það er nú öðru nær, enda er ég sjálf
bæði stofnandi, framkvæmdastjóri
og eini starfsmaðurinn."
Hún segir að bændurnir á Fossi
og Gaul séu sérstakir áhugamenn
um sauðfjárrækt og kynbætur og því
séu kindurnar í góðum höndum.
Sveinn bóndi á Fossi er faðir Hléd-
ísar og hugmyndin þróaðist þegar
Hlédís varði tíma hjá föður sínum
á Snæfellsnesinu eftir að hafa lokið
námi. „Ég er í rauninni ekkert ann-
að en milligöngumaður á milli við-
skiptavinarins og bændanna."
Félagsmálaráðuneytið veitti Eig-
in fé hálfrar milljónar króna styrk í
fyrra svo hleypa mætti verkefninu
af stokkunum. Ekki náðist í Einar K.
Guðfinnsson í gærkvöldi til þess að
athuga hvað hann hygðist fyrir með
kindina Grímu.
Kenna án stúdentsprófs
Á yfirstandandi skólaári hefur
undanþágunefnd framhaldsskóla
samþykkt umsóknir 69 einstaklinga
um kennslu án tilskilinna réttinda.
Þar af fara sextán einstaklingar í
gegn á þeim lágmarksviðmiðum
sem nefndin hefur unnið eftir. Tveir
þeirra hafa ekki lokið stúdentsprófi
en eiga að baki kennslureynslu,
samkvæmt upplýsingum frá
menntamálaráðuneytinu.
„Mér fyndist eðlilegt að þeir sem
kenna í ffamhaldsskólum væru með
stúdentsmenntun eða langskólanám
að baki," segir Haukur Már Haralds-
son, varaformaður Félags framhalds-
skólakennara. „Það er áhyggjuefni að
ekki fáist fólk til starfa sem hefur til
þess tilskilda menntun. Slíkt hlýtur að
bitna á nemendunum og skólastarfinu
til lengri tíma," segir hann.
Undanþágunefnd framhalds-
skóla hefur unnið eftir þeirri megin-
reglu að til að kenna í bóklegum
greinum þurfi viðkomandi einstakl-
ingur að minnsta kosti að hafa 30
einingar á háskólastigi í þeirri grein
sem hann á að kenna. Frá haustinu
hafa tveir fengið undanþágu með
þær einingar að baki.
f starfsnámi miðast undanþága
við að sveinspróf sé nægjanlegt ef
um er að ræða kennslu í sömu grein
og sveinsprófið nær til. Á þessu
skólaári hafa sex fengið slíka und-
anþágu.
Þess utan eru tilvik þar sem um
kennslu í sérhæfðari greinum getur
verið að ræða. f þeim tilvikum hefur
nefndin skoðað hvert tilvik fyrir sig
og lagt mat á umsóknir með tilliti
til menntunar og annarrar reynslu
í viðkomandi kennslugrein. Síðan
skólarnir hófust í haust hafa fjór-
ir fengið undanþágu vegna þessa
ákvæðis; tveir þeirra eru með form-
legt nám umfram stúdentspróf en
tveir án stúdentsprófs.
Þaðmenntunarlágmarksemund-
anþágunefndin starfar eftir hefur
ekki breyst á undanförnum árum.
Þau lög og reglugerðir sem nefndin
starfar eftir eru frá árinu 1998.
erla@dv.is
Ahyggjuefni
Á þessu skólaári hafa tveir
fengið undanþágu og
mega nú kenna við
framhaldsskóla án þess að
hafa sjálfir stúdentspróf.
Leiöbeinendur hafa minni menntun en nemendurnir: