Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 Slðast en ekki slst DV BÓKSTAFLega „íþróttahreyfingin er á móti þessu í sínu neima- héraðiá meðan sömu að- ilum finnst í góðu lagi að fá sér bjór á íþróttamótum í öðrum löndum." ■ Dagfinnur S. Ómarsson, forstöðu- maður skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði, um andstöðu við hugmyndir hans um að selja bjór. „Af einhverjum ástæðum, sem ekki verða ljósar fyrr en rannsókn lýkur, var ^ klefiAnn- þórs ekki læstur yfir nóttina." ■ Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn, i DV, um flótta Annþórs Karlssonar. Útskýrir margt. „Við unnum gríðarlega mikla vinnu, fyrir hlægi- leg laun." ■ Þorgrímur Þráinsson í DV, formaður faghóps sem lagði fram tillögur um hvernig væri hægt að bæta lýðheilsu fslendinga. „Þetta er besta áhorfs- mæling sem Stöð 2 hefur fengið mér vitanlega." ■ Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, i FBL um nýjar áhorfskannanir. Þessu eru RÚV-menn ekki sammála. „Ég vona að vinir þurrki sér um augun og all- ir hinir sem ég hef séð á netinu væla um Bubba ríka á Rovern- um. Hver einasta fucking króna sem ég hef þénað á ég skilið og er stoltur af.“ ■ Bubbi Morthens tónlistarmaður á spjallsvæði heimasiðunnar bubbi.is. Það held ég nú. „Ég greip þig hér glóð- volgan; sól- brúrian og sætan." ■ Egill Helgason við Stefán Jón Hafstein í Silfri Egils á sunnudag, en Stefán starfar við þróunaraðstoð í Namibiu og er í tímabundnu leyfi á [slandi. NU GETUR ÞU LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði MANVARLAEFTIR LOKAMÍNÚTUNUM Ertu mikill aðdáandi Lukku Láka? „Já mjög mikill, ég horfði mikið á Lukku Láka á mínum yngri árum * Hefur þú fylgst vel með REI-málinu? „Ekki jafnvel og ég hefði viljað, því miður." Mikið spennufali þegar sigurinn var í höfn? „Ég man nú bara ekkert voðalega mikið eftir þessu, við vorum í algjöru sjokki." Hvernig var fagnað eftir keppnina? „Við fórum heim til félaga okkar og fögnuðum saman þar." Hvað er fram undan? „Fram undan er næsta keppni og gífur- lega mikill undirbúningur." Hver er draumurinn? „Draumurinn er að allir draumamir rætist." Uppáhaldskvikmyndin þín? „Terminator 2 er mín uppáhalds." Uppáhaldsstaður? „Mér líður best á Akranesi. Það er minn heimabær." Ert þú búinn að vera lengi í Gettu betur-liði Menntaskólans við Hamrahlíð? „Bara þetta haustið." Hvernig komst þú í liðið? „Ég tók upphaflega þátt í spurninga- keppni með grunnskólanum mínum sem við unnum og þar var hann Snorri, einn liðsmanna okkar í MH, þjálfarinn okkar. Hann hvatti mig svo til að koma í MH og sækja um að komast í liðið. Ég dreif mig að sjálfsögðu í inntökupróf skólans og komst í gegn." Hvernig undirbýr liðið sig fyrir keppni? „Liðið hittist og les gífurlega mikið, einnig æfum við okkur að spyrja hinna ýmsu spurninga." Hvert er þitt sérsvið í keppninni? „Mitt sérsvið er mannkynssaga, bíó- myndir, dægurmenning og vísindi." Hver sá um fataval liðsins? „Þetta var bara eitthvað sem við strák- arnir ákváðum og völdum sjálfir." Ingi Þór Óskarsson, 16 ára nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð, er einn þremenn- inganna sem áttu þátt í naumum sigri liðsins á móti liðið Kvennaskólans í Reykjavík í Gettu betur sem fram fór á föstudaginn síðastliðinn. Hann segist lítið muna eftir lokamínútum keþpninnar enda önnur eins spenna sjaldan eða aldrei sést í þættinum. Hver er maðurinn? „Maðurinn er Ingi Þór Óskarsson." Hvað ert þú gamall? „Ég er sextán ára." Hvað drífur þig áfram? „Væntingar annarra." Hver eru þín áhugamál? „Að horfa á bíómyndir, vera með vin- um mínum og hlusta á góða tónlist." Hvernig leið þér í þessari svakalegu spennu í lokin? „Mér leið satt best að segja ekkert allt of vel, þetta tók rosalega á." SANDKORX ■ Í-Fréttablaði sunnudagsins voru tvær auglýsingar frá RÚV og Stöð 2 með stuttu millibili. f auglýsingu Stöðvar 2 kemur fram að á topp tíu vinsælda- listanum eigi Stöð 2 sjö vinsæl- ustu þættina samkvæmt nýlegri könnun Capacent Gallup. f auglýsingu RÚV stendur að Ríkissjónvarp- ið eigi 14 af 15 vinsælustu dag- skráriiðunum. Einhvern veg- inn getur þetta ekki samrýmst en þegar betur er að gáð sést að listi Stöðvar 2 nær bara yfir áskrifendur stöðvarinnar. Vart verður annað sagt en að nokkuð villandi sé að setja niðurstöður könnunarinnar fram á þenn- an hátt. ■ Á spjallborði heimasíðunnar bubbi.is skrifar Bubbi sjálfur undir nafninu Ásbjöm það sem hann kallar „Lokaorð um DNA". Bubbi segist ekki skilja þann æsing sem hafi orðið í kringum þau ummæli sem hann lét falla um blaðamann DV „Kommon hverskonar kerlingar eru þetta? Svo væla menn urn að maður eigi ekki að tala svona og allt þetta kjaftæði sem íylgir með. Við eigum að þola það að einhver segi þetta eða hitt," segir Bubbi en allt byrjaði þetta mál með því að honum mislíkuðu skrif blaðamanna DV og Fréttablaðsins. ■ Við pistil Bubba skrifar svo notandi athugasemd undir nafninu Jakob Bjarnar og má leiða að því líkum að þar sé Jak- ob Bjarnar Grétarsson, blaða- maður Fréttablaðsins, á ferð. „Ég man nú eftir manni sem var að reyna að vera fynd- —, m *nn' absúrd kómíknot- aði hann um fýrirsögn sem hann skrifaði, einmitt um Bubba! Kóngurinn tók nú ekki vel í það, dró þann djókara niðrí dóm og sannfærði dómara um að hann væri bæði svekktur og sár," segir Jakob. HINN DAGINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.