Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöið-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaösins eru hljóðrituð.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORN
■ Andstæðingar
Þórðarsonararmsins í
Sjálfstæðisflokknum og þeir
sem standa
Birni
Bjarnasyni
dómsmála-
ráðherra
næst hafa
beint
spjótum
sínum að
Guðlaugi
Þór Þórðarsyni,
heilbrigðisráðherra og
höfuðfjanda Björns. Þykir
þeim sem Guðlaugur sleppi
vel frá REI-klúðrinu og
hafa sett í gang umtal um
ráðherrann. Þar er hann
jafnan skilgreindur sem teflon-
gaurinn sem sleppur ódýrt
frá málum. Þetta bendir til
þess að eftir fall Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar sé komið að
Guðlaugi.
■ Sú var tíðin að Guðlaugur
Þór Þórðarson gagnrýndi
Alfreð Þorsteinsson grimmt
fýrir að hafa staðið að stofnun
Línu.
net sem
stjórnarfor-
maður
Orkuveit-
unnar og
þannig sóað
almannafé
með rugli
en nú er
hann sjálfur óþægilega til
umræðu. Engan bilbug er
þó að flnna á Guðlaugi sem í
skjóli Geirs H. Haarde stefnir
til hæstu metorða. Hermt
er að hann hugsi sér gott
til glóðarinnar að komast í
varaformannsembættið á
næsta landsfundi og fella
sjálfa Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur.
■ Andríki.is sparar ekki
meldingarnar varðandi
frammistöðu Geirs H. Haarde.
Þeir hrauna yfir formanninn
fyrir að ausa úr ríkiskassanum.
„Það fer vonandi ekki á
milli mála hver leiðir í raun
ríkisstjórnarsamstarfið,"
segja andríkismenn í pistli
sínum. Vefurinn er gjarnan
kenndur við frjálshyggjuarm
Sjálfstæðisflokksins en
þar hafa haldið um penna
þau Þorsteinn Davíðsson,
núverandi dómari, Haraldur
lohannessen, ritstjóri
Viðskiptablaðsins, og Sigríður
Andersen alþingismaður.
Þetta fólk er væntanlega að
senda Geir skýr skilaboð þar
sem glittir í Davíð Oddsson og
Björn Bjarnason.
■ ÞóttSjálf-
stæðisflokk-
urinn logi
í innbyrðis-
deilum er
engan óró-
leika að
merkja hjá
Samfylk-
ingunni, enn sem komið er.
Þvert á móti hafa össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
utanríkisráðherra og formaður,
keppst við að dásama Geir
Haarde við hin ýmsu tækifæri.
Þjóð misskiptingar
LEIÐARI
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRISKRIFAR.
Þania liefur verkalýðshreyfingin brugðist eins og ifleiru.
Einhverjir standa á öndinni yflr því að lægstlaunaða
fólkið innan verkalýðshreyflngarinnar hefur fengið
18 þúsund króna launahækkun og að ríkið ætlar að
hækka persónuafslátt og
kanna hvort mögulegt sé að Iækka
matarverð í landinu. Ef miðað er
við ríkjandi ástand í launamálum
nú þegar skuggar kreppu læðast yfir
land og þjóð má segja að það sé gott
að gauka slíkri hækkun að hinum
lægstlaunuðu. Vandinn er hins
vegar sá að fólkið sem ber minnst úr
býtum í landinu er langt undir þeim
tekjum sem teljast vera viðunandi.
Á svæði þar sem ódýrustu húseignir
kosta ekki undir 20 milljónum
króna og lágmarksframfærsla
vísitölufjölskyldu kostar á fjórða
hundruð þúsund króna á mánuði er
vandséð hvernig hægt er að lifa með
reisn af mánaðarlaunum sem nema 140 þúsund krónum eftir
hækkun. Verkalýðsforystunni er hælt í hástert fýrir að hafa gert
góðansamningfyrirláglaunafólkmeðþvíaðkreistaframl8þúsund
krónur á mánuði. Það er hins vegar sök verkalýðsforkólfanna að
smánarlaun eru til staðar. Þeir sem stýra kjarabaráttunni eru
nefnilega ekki á sama stalli og umbjóðendur þeirra og lifa sjálfir
við margföld verkamannalaun. Þá er
Ijóst að launakerfíð í landinu er í raun
allt annað en það sem kj arasamningar
endurspegla. Erlendir verkamenn á
snærum starfsmannaleigna eru sumir
hverjir á þrælakjörum og búa við
lægri laun en þeir sem búa á íslandi.
Það leiðir til þess að þegar kreppir að
á vinnumarkaði er ódýrara að hafa
erlendu þrælana í vinnu en þá íslensku
sem fyrstir verða sendir heim. Þarna
hefur verkalýðshreyfingin brugðist
eins og í fleiru. Mennirnir sem valist
hafa til forystu fyrir launþega eru
fæstir starfi sínu vaxnir. Þeir eru stoltir
af því að viðhalda smánarlaunum og
ná að kreista fram dúsur fyrir fátæka.
Með sanngirni er hægt að segja að mjakast hafi í rétta átt en mál
eru þó víðsfjarri því að vera í lagi. Við erum þjóð misskiptingar.
LANDSBYGGÐARAÐSTOÐIN
SVARTHOFÐI
Svarthöfði hefur löngum verið
þeirrar skoðunar að það sé þjóð-
þrifamál að þingmenn fái að
ráða sér aðstoðarmenn til að styrkja
þá við þingstörfin. Þessa skoðun
komst Svarthöfði á eftir að hafa fylgst
með ráðherrum beygja þingið trekk í
trekk. Þess vegna h'st Svarthöfða svo
vel á að þingmenn fái aðstoðarmenn
til að þeir geti betur barist við ráðherr-
ana sem hafa allt vald og öll ráð ráðu-
neytanna á bak við sig.
Svarthöfði skilur hins vegar
hvorki upp né niður í þeirri
ákvörðun þingheims að leyfa
landsbyggðarþingmönnum að
ráða sér aðstoðarmenn heima í
kjördæminu. Við höfúm vissulega
heyrt rökin: að það sé svo erfitt
fyrir þingmenn í víðfeðmum
landsbyggðarkjördæmum að vera
í tengslum við kjósendur sína. En
á ríkið endilega að borga fyrir þau
tengsl? Og eru þau mildlvægari en
að þingmennirnir fái aðstoð við
lagasemingu og annað það sem
kemur beint að starfi þeirra? Nú
ætlar Svarthöfði ekki að gera h'tið úr
mildlvægi þess að þingmenn þekki
aðstæður kjósenda sinna og geri sér
grein fyrir hvað hvflir á þeim. En er
ekki verið að bytja á vitlausum enda?
Hvemig eiga aðstoðarmenn
þingmanna svo að starfa? Eiga
þeir kannski að ferðast þangað
sem þingmennimir komast ekld? Eiga
þeir að tala við þá kjósendur sem ná
ekki tafi af þingmönnunum sínum?
Eiga aðstoðarmennimir kannski fyrst
og ff emst að vinna að því að tryggja
þingmönnum sínum endurkjör?
Nú bíður Svarthöfði því spenntur
eftir næsta skrefi. Nefnilega
því að samþykkt verði að
ráða aðstoðarmenn í fúllt starf til að
aðstoða þingmennina við þingstörfin.
Það er í sjálfu sér rökrétt næsta skref.
Vlð skulum heldur ekki gera h'tið úr
mikilvægi þess. Ráðherrar hafa alla
starfsmenn ráðuneytanna á bak við
sig og fjölda stofnana að auki. Þangað
geta þeir sótt sér ráðgjöf og látið vinna
mál fyrir sig. Ráðherramir njóta þess
líka að ráða ansi miklu í þingflokkum
sínum og geta þannig náð ýmsu fram
þótt ekki sé það án undantekninga.
Gegn þessu standa þingmenn
berskjaldaðir, kannski sérstaklega
stjómarandstöðuþingmenn. Þess
vegna er mikilvægt að þeir fái
notið einhvers sem þeir geta
leitað til, látið kanna mál fyrir
sig og undirbúa annað það
sem þeir þurfa að gera
vegna þingstarfanna.
Slfldr aðstoðarmenn
geta verið mikils virði.
Þeir aðstoðarmenn
sem nú em kynntir til
sögunnar virka hins
vegar ffekar vafasamir,
allavega htt þarfari
en þeir sem myndu
aðstoða þingmenn
við þingstörfin.
DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR
HVAÐ MWST ÞI R UM NÝGERÐA KJARASAMMNGA?
„Það sem ég hef heyrt af nýju samning-
unum finnst mér jákvætt. Ég hef ekki
kynnt mér þá til hlítar enda breyta þeir
litlu fyrir ellilífeyrisþega."
Eyjólfur Davíftsson, 83 ára
ellilífeyrisþegi
„Mér líst vel á þá. Ég held að þetta sé
hið besta mál, bæði fyrir vinnuveitend-
urog launþega."
Björn Ingólfsson, 50 ára
framkvæmdastjóri hjá Bílabúft
Benna
„Mér líst vel á nýgerða kjarasamninga
miðað við það sem ég hef heyrt í
fréttum. Það er gott að eigið neyslufé
verkafólks eigi að hækka um nærri 30
þúsund krónur á tímabilinu."
Hermann Gíslason, 27 ára
starfsmaður á plani
„Ég er ánægður með þá vegna þess að
í þeim er lögð áhersla á það að hækka
lægstu launin. Það er búið að tala um
það síðan ég var ungur, um miðja
síðustu öld. Loksins er eitthvað gert í
málunum. Þetta eru góðir samningar
að því gefnu að vöruverð hækki ekki
samhliða hækkunum verkafólks."
Sæmundur Karl Jóhannesson, 55
ára stöðvarstjóri hjá N1