Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
Manuela Ramin-Osmundsen sagði af sér
ráðherradómi í Noregi eftir að uppgötvað-
ist að hún réð vinkonu sína i starf umboðs-
manns barna. Feluleikur ráðherrans með
vinskapinn kostaði hana starfið þó fæstir
efuðust um að nýi umboðsmaðurinn væri
hæfasti umsækjandinn. Fá dæmi eru um
að íslenskir ráðamenn segi af sér.
ráðherrann í ríkisstjórn lands-
ins. Stoltenberg studdi við bak-
ið á Manuelu til að byrja með, en
sá sér síðar ekki annað fært en að
fara fram afsögn hennar. Þá hafði
komið í ljós að hún hafði ekki sagt
honum allan sannleikann. Manu-
ela Ramin-Osmundsen undir-
strikaði að hún hefði haft hags-
muni barna að leiðarljósi þegar
hún skipaði Kraby sem umboðs-
mann barna, en sagði síðan: „En
þegar efasemdir hafa vaknað um
hana, verð ég að axla ábyrgðina
og taka afleiðingunum með því
að segja af mér."
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
bladamadur skrifar: kolbeimwdv.is
Manuela Ramin-Osmundsen,
ráðherra barna- og jafnréttismála
í Noregi, sagði af sér fyrir helgi
eftir aðeins fjögurra mánaða setu.
Ramin-Osmundsen braut blað í
sögu stjórnmála í Noregi með því
að verða fyrsti innflytjandinn sem
skipaður er í embætti í ríkisstjórn
landsins.
Manuela Ramin-Osmundsen
fæddist á Martiník-eyju í Kar-
íbahafmu og hefur búið í Noregi
síðan 1991 og varð norskur ríkis-
borgari síðla árs 2007.
Sök Ramin-Osmundsen var að
skipa í embætti umboðsmanns
barna Idu Hjort Kraby. Réttmæti
þeirrar ákvörðunar er strangt til
tekið ekki dregið í efa, enda var
Kraby talin hæfust þeirra sem
sóttust eftir stöðunni. Manuela
Ramin-Osmundsen hafði hins
vegar látið undir höfuð leggj-
ast að gera heyrinkunna þá stað-
reynd að þær hefðu verið vinkon-
ur til margra ára. Hún hafði látið
í veðri vaka að þær þekktust, en
væru ekki eins miklir vinir og síð-
ar átti eftir að koma í ljós. Ekki leið
á löngu áður en fjölmiðlar höfðu
grafið upp sögu vináttu sem rekja
mátti tuttugu ár aftur í tímann.
Forsætisráðherra í klípu
Málið einokaði norska fjöl-
miðla og spjótin beindust að
Manuelu sem og Jens Stolten-
berg, forsætisráðherra Noregs.
Hann hafði talið skipan hennar
í ráðherraembætti fjöður í hatt
sinn og verið stoltur af þeirri
skipan því hún var fyrsti þeldökki
Vinkonan fylgir í kjölfarið
En ekki voru öll kurl komin
til grafar og það sem hófst sem
skvaldur breyttist í háværar radd-
ir. Ida Hjort Kraby, sem hafði ver-
ið þögul sem gröfin og ekki gefið
færi á sér á meðan umræðan var
hvað háværust, hafði gegnt stöðu
umboðsmanns barna í nákvæm-
lega eina viku þegar hún tók þá
ákvörðun að taka pokann sinn.
f yfirlýsingu sem Kraby sendi
hvort tveggja fjölmiðlum og rík-
isstjórninni sagði hún meðal
annars að hagsmunum umboðs-
manns væri „best þjónað" með
afsögn sinni. Með afsögn sinni
gaf Kraby ríkisstjórninni svigrúm
til að skipa nýjan umboðsmann
og ná sátt í málinu. Kraby og
Ramin-Osmundsen höfðu báðar
staðið frammi fyrir gagnrýnum
spurningum af hálfu þingmanna
stjórnarandstöðunnar og ljóst að
trúverðugleiki þeirra hafði beðið
hnekki.
Ekki í fyrsta skipti
Manuela Ramin-Osmund-
sen var yfirmaður útlendinga-
'■frvíí.
4
Manuela Ramin
Osmundsen
Sagði ekki allan
sannleikann og
sagði af sér
Mannréttindasamtök biöja galdranorn griða:
Ólæs norn bíður aftöku
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch höfða til miskunnsemi
stjómvalda Sádi-Arabíu í máli konu
sem dæmd var til dauða fýrir galdra.
Um er að ræða Fawza Falih, ólæsa
konu sem trúarlögreglan handtók
árið 2005 og sætti meintum bar-
smíðum áður en hún var neydd til
að setja fingrafar sitt á jámingu sem
hún gat ekki lesið og var ekki lesin
upp fýrir hana.
í bréfi til Abdúlla, konungs Sádi-
Arabíu, lýstu mannréttindasamtök-
in réttarhöldum yfir konunni og sak-
fellingu hennar sem réttarmorði og
henni yrði aðeins bjargað fýrir til-
stilli konungs, þar sem allar tilraun-
ir hennar til að áfrýja dauðadómn-
um hefðu mistekist. Á meðal þeirra
sem kærðu konuna var karlmaður
sem sakaði hana um að hafa valdið
getuleysi hans. Abdúlla konungur er
beðinn að ógilda dóminn yfir Fawza
Abdúlla konungur
Er sá eini sem getur
bjargað lífi Fawza Falih.
1
Falih og leggja fram ákærur á hend-
ur trúarlögreglunnar vegna með-
ferðarinnar sem konan fékk af henn-
ar hálfu. 1 bréfinu til Abdúlla segir
ennfremur að konan hafi verið ákærð
fýrir óskilgreindan glæp tengdan
göldrum og sakfelling hennar hafi
byggst á skriflegum framburði vima
sem sögðu að hún hefði hneppt við-
komandi í álög. Mannréttindasam-
tökin gagnrýna réttarkerfi Sádi Arab-
íu fýrir að hafa meinað Fawza Falih
og fulltrúum hennar að vera við-
stödd stærstan hluta réttarhaldanna.
Þegar áffýjunardómstóll úrskurð-
aði að konan skyldi ekki líflátin kvað
dómstóll upp líflátsdóm að nýju og
rökstuddi álwörðun sína með því að
segja að hún þjónaði hagsmunum
almennings.
Mikil reiði ríkir í Serbíu
Mikillar reiði gætir meðal Serba
vegna sjálfstæðisyfirlýsingar yfir-
valda í Kosovo-héraði. Serbar mót-
mælm sjálfstæðisyfirlýsingunni
víða á Balkanskaga í gær. f Belgrad,
höfuðborg Serbíu, komu um sjö
þúsund manns saman á götum
borgarinnar, veifuðu serbneska
þjóðfánanum og hrópuðu slagorð
gegn Albönum. Sló þar í brýnu
milli lögreglu og ungra Serba við
bandaríska sendiráðið. f Kosovo
komu fimm þúsund Serbar
saman og sungu „Þetta er Serbía"
og gengu um með borða með
hjálparbeiðni til Rússa.
Elstíheimi
Mariam Amash frá bænum
Jisr az-Zarqa í Palestínu segist
hafa fæðst árið 1888. Ef það
reynist rétt er hún elsta kona í
heimi, 120 ára. Skilríki hennar
renna stoðum undir fúllyrðingu
hennar en ísraelsk yfirvöld fengu
upplýsingar um fæðingarár
hennar frá Tyrkjum, en þeir ríkm
þar um þær mundir. Mariam
Amash segist vera við hestaheilsu
og vonist til að eiga að minnsta
kosti tíu ár eftir. Mariam Amash
á tíu börn, 120 barnabörn, 250
barnabarnabörn og þrjátíu
barnabarnabarnabörn.