Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Blaðsíða 13
DV Neytendur
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 13
133,30
133,30
Orkan Spöng
137,40
N1 Gagnvegi
137,90
134,30
133,30
„Þú getur líka sparað peninga með breyttum aðferðum í
akstri," ráðleggur Stefán Ásgrímsson, ritstjóri fréttablaðs
FfB. Stefán er mörgum hnútum kunnugur þegar kemur
að rekstri bfla. Hann gefur lesendum DV tíu góð ráð sem
gott er að hafa í huga varðandi bflinn. Þess má geta að
Stefán keyrði hringinn í kringum landið sumarið 2006 á
Skoda Oktavia á aðeins einum tanki.
IEkki kaupa stærri bíi en þú þarft
Stærri bflar eyða meira eldsneyti. Veldu frekar bfl sem
er spameytinn. Allt sem gert er til að draga úr bensín-
eyðslu sparar peninga og dregur úr mengun.
2Vertu á góðum dekkjum
Hafðu í huga að hægt er að fá hjólbarða sem draga
úr núningsmótstöðu vegar. Minni núningsmótstaða,
minni bensíneyðsla.
3Aktu á jöfnum hraða
Hraðakstur eykur bensíneyðslu og veldur umhverf-
isspjöllum. Sparaðu inngjöfina og forðastu snögg-
hemlun. Með því sparar þú eldsneytið og dregur úr meng-
un. Stöðvaðu hreyfilinn ef bfllinn er í hægagangi meira en
eina mínútu. Hægagangur í eina mínútu er bensínfrekari en
gangsetning.
4Hafðu réttan loftþrýsting í hjólbörðum
Hafðu loftþrýsting í hjólbörðunum sem næst því há-
marki sem framleiðandi gefur upp. Það dregur úr
bensíneyðslu og eykur endingu hjólbarðanna. Loftþrýst-
ingstöflu finnur þú í dyrastainum undir bensínlokinu.
5Ekki vera með aukaþunga í bílnum
Aktu ekki með óþarfa hluti sem auka þyngd bflsins.
Hvert aukakfló í bflnum þýðir aukna bensínnotkun.
Forðastu að aka um með tóma farangursgrind eða opna
glugga, það eykur verulega loftmótstöðu og þar með bens-
íneyðslu og mengun.
6Notaðu bílinn rétt
Skipuleggðu útréttingar. Betra er að stoppa nokkrum
sinnum í einni ferð en fara margar smttar ferðir. Það
styttir ekna vegalengd og eykur virkni hreinsikúta (katalísa-
tora). Bfllinn notar eldsneytið best þegar hann er heitur.
7Hafðu bflinn rétt stilltan
Mjög mikilvægt er að stilla gang bflsins. Sá kostnaður
sem því kann að fylgja sldlar sér fljótt aftur með minni
bensíneyðslu og auðvitað heilnæmara umhverfi.
8Notaðu innspýtinguna
Flestir nýrri bílar eru með innspýtingu. Þegar keyrt er í
brekku er gott að setja bflinn í fimmta gír og láta hann
renna. Þá eyðir hann engu.
9Haltu bílnum við
Skipm reglulega um olíu, loft- og olíusíu í samræmi
við ráðleggingar ffamleiðanda. Vélin gengur léttar og
slimar minna. Þjónustaðu bflinn í samræmi við ráðlegging-
ar í eigendahandbókinni. Það er mikilvægt til þess að halda
mengun frá bílnum í lágmarki.
Gakktu eða hjólaðu þegar þú getur
|| | Gakkm eða hjólaðu styttri vegalengdir. Skipu-
B leggðu samflot í bfl með öðrum þegar hægt er
að koma því við. Notaðu strætó ef mögulegt er. Minni
mengun fylgir fullnýttum strætisvagni en ferð farþeg-
anna sömu leið í einkabflum - og hálftómur eða tómur
strætisvagn mengar meira en einkabfll!
Talsvert margir hafa þann sið að keyra
bensíntankinn „út," það er að keyra á síðusm
dropunum í bensíntanknum. Þetta er frem-
ur slæmur siður og þessar eru ástæðurnar:
IOfan í bensíntankinn liggur rör niður
undir botninn á tankinum. Bensíndælan
sogar eldsneytið upp úr tankinum um þetta
rör þegar bfllinn er í gangi. Rörið er tvískipt
þannig að þegar nóg bensín er á tankinum
sogast bensínið inn í rörið nokkuð frá
botninum. Þegar mjög lítið er orðið eftir af
bensíni lokast fýrir aðalinntakið og annað
inntak neðar í rörinu og nær botninum
tekur við. Um leið kviknar venjulega
viðvörunarljós í mælaborðinu sem segir að
bensínið sé að verða búið.
Með tímanum safnast óhreinindi og vam
fýrir í bensíntanknum og þar sem þessi efni
eru þyngri en bensínið falla þau til boms. Þeg-
ar farið er að keyra á síðusm dropunum er
hætt við að óhreinindin og vatnið sogist inn
í bensínkerfið og stífli síur eða það sem verra
er, berist inn í innsprautunarkerfið. Þetta lýs-
ir sér fýrst með gangtruflunum og getm hæg-
lega leitt til skemmda og mjög dýrra viðgerða.
2Í öðru lagi er óskynsamlegt að hafa lítið á
bensíntanknum vegna hins íslenska veð-
urfars. Það eykur hættu á að vamsgufa í hálf-
tómum tanknum þéttist og myndi dropa sem
falla til botns. Vatnið á það síðan til að frjósa
í botninum eða í bensínleiðslunni og síunni
svo ailt stíflast í næsta frosti.
Stefán Ásgrímsson gefur
sparnaöarráö:
10RÁÐTILAÐ
SPARA BENSÍN
Skeljungur
Gylfaflöt
Skeljungur
Suöurfelli
137,90
Atlantsolía
Bíldshöfða
N1
Bíldshöfða
ÓB Barðastaðir
N1 Ártúnshöfða
ÓB Grafarholt
Olís Gullinbrú
ÓB Starengi