Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 FoodandFun DV MATARBORGII Food and Fun-hátíðin fór fyrst fram árið 2002 og fer því nú fram í sjöunda sinn. „Þetta var hug- mynd sem Baldvin Jónsson fékk og bar hana undir mig. Mér fannst hún góð og við gengum með hana lengi. Svo fór að við leituðum með hugmyndina til Icelandair, þeim fannst hugmyndin frábær og þá varð Food and Fun að raunveru- leika. Þeir hjá Icelandair voru einmitt með hugmynd að því að gera eitthvað tengt mat hér heima svo þetta small allt saman," segir Siggi Hall matreiðslumeistari en hann hefur verið í forsvari fyrir hátíðinni frá 2002 ásamt Baldvini Jónssyni og Icelandair. Reykjavík er matarborg Hátíðin Food and Fun er við- burður sem fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt áhuga sem allt- af eykst ár frá ári. „f því er auðvit- að fólgin mikil landkynning sem gengur út á það að kynna Reykja- vík sem matarborg. Það má kannski líkja þessu við Iceland Airwaves nema við erum að kynna íslenskan mat og íslenskt hráefni en ekki ís- lenska tónlist," segir Siggi Hall. Að sögn matreiðslumannsins er það markmið haft að leiðarljósi að gera Reykjavík að heimsfrægri matar- borg, samanborið við borgir eins og til dæmis Bolonia, San Sebastian og Kaupmannahöfn. Unnið að norrænum matseðli „Hátíðin í ár verður sú stærsta frá upphafi," fullyrðir Siggi, „Það koma hingað um sextíu kokkar og þar af eru nokkrir heiðurskokkar. Hátíðina dæma tíu dómarar og fimmtán veitingastaðir taka þátt. Á Vox verður lögð áhersla á að kynna norræna matargerð og koma Siggi Hall Matreiðslumeist- arinn geðþekki er nú í óða önn að skipuleggja sjöundu Food and Fun-hátíðina. i 1 V - If •« ! \ hingað mjög þekktir kokkar frá Norðurlöndunum eins og Michael Björklund frá Álandseyjum, Sven ErikRenaafráNoregiog svo ég sj álfur sem vinnum að því. Við erum sem sagt að vinna að nýjum norrænum matseðli sem samanstendur af átta réttum. Þetta er svona okkar mótsvar við þekktum matarhefðum á borð við japanska matargerð, Miðjarðarhafsmatargerð og ítalska matargerð." Ekki bara matur Siggi Hall segir Reykjavík, sem matarborg, eiga alveg jafnmikið erindi á hinn alþjóðlega matar- Guðvarður Gíslason athafnamaður Segir Food and Fun-partíið verða áfram á Apótekinu þrátt fyrir að hann hafi selt staðinn á síðasta ári. „Þetta partí er on á Apótekinu. Þótt það sé ekki lengur matsölu- staður vildu menn samt halda ný- árspartíið þar því þar hefur það allt- afverið," segir Guðvarður Gíslason, veitingamaður á Gullfossi Restaur- ant, en hið víðfræga partí sem hann hélt alltaf á Apótekinu á Food and Fun-hátíðinni verður á sínum stað að þessu sinni. Guðvarður, eða Guffi eins og hann er gjarnan kall- aður, segir gleðina byrja um ellefu- leytið á fimmtudagskvöldið. „Svo er bara talið niður eins og í Amerík- unni, og stjörnuljós, hattar og gam- an. Svo er ekki verra ef einhverjir mæta í búningum," segir Guffi og bætir við að í íyrra hafi verið í fyrsta sinn sem þetta áramótaþema hafi verið. Að sögn Guffa var feikilega góð mæting í fyrra - um 250 til 300 manns. „Það hefur verið mjög góð mæting hjá erlendu kokkunum og blaðamönnunum. fslensku kokkarnir, þjónarnir og nemarnir hafa líka mætt auk annarra gesta." Guffi er hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður spyr hvort hann telji að partíið hafi mikið með það að gera að trekkja gesti á hátíðina. „Ég k held að það sé aðallega maturinn Pósað Um 250 til 300 manns mættu í partíið fyrir ári. sem gerir það. En á svona hátíðum þarf alltaf að hrista svolítið saman og þetta er náttúrlega svoleiðis „get together'" Þrátt fyrir að Guffi eigi ekki lengur Apótekið segist hann mæta galvaskur í geimið. „Já, já, alveg hiklaust. Og set upp einhvern áramótahatt. Svo er hins vegar „get together" kokkanna eftir vinnu á kvöldin hjá mér á Gullfossi." Kf'*1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.