Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2008, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 14. APRlL 2008
Sport DV
N1 DEILD KARLA
Afturelding-Valur 18-23
Stjarnan-lBV 26-26
Haukar-Fram 41-30
Akureyri - HK 26-25
StaSan Lið L U J T M St
1. Haukar* 24 18 4 2 671:588 40
2. HK 24 14 2 8 640:582 30
3. Fram 24 14 2 8 655:629 30
4. Valur 24 13 4 7 643:581 30
5. Stjarnan 24 11 4 9 671:628 26
6. Akureyri 24 8 4 12 643:644 20
7. UMFA 24 3 3 18 562:627 9
8. IBV 24 3 1 20 597:803 7
* Haukar orðnir meistarar, Afturelding og
ÍBVeru þegar fallinn.
N1 DEILD KVENNA
Grótta-Fram 26-28
HK-Stjarnan 28-33
Fylkir-Haukar 22-36
Staðan
Lið L u J T M St
1. Fram 21 17 3 1 556:436 37
2. Stjarnan 20 16 1 3 543:407 33
3. Valur 20 16 0 4 566:432 32
4. Grótta 20 12 1 7 554:478 25
5. Haukar 20 10 2 8 554:513 22
6. HK 21 5 3 13 543:589 13
7. Fylkir 20 5 1 14 412:494 11
8.FH 21 5 1 15 467:593 11
9. Akureyri 21 0 0 21 401:654 0
ICE EXPRESS KK
(R - Keflavík 79-97
Stig (R: Nate Brown 17, Sveinbjörn
Claessen 14,Tahirou Sani 14, Hreggviður
Magnússon 11, Eiríkur Önundarson 9,
Ólafur Sigurösson 5, Steinar Arason 3,
Ómar Sævarsson 2, Þorstein Hunfjorð 2,
Davlö Fritzson 2.
Stig Keflavlkur:Tommy Johnson 28,
Þröstur Leó Jóhannsson 19, Bobby
Walker 16, Gunnar Einarsson 9, Sigurður
Þorsteinsson 9, Arnar Freyr Jónsson 8,
Jón Norðdal Hafsteinsson 4, Magnús Þór
Gunnarsson 4.
Jafnt er I einvfginu 2-2
Grindavík-Snæfell 90-71
Stig Grindavlkur: Þorleifur Ólafsson 20
(5 stoðs.),Helgi Jónas Guðfinnsson 14
(5 stoðs.), Jamaal Williams 14, Adama
Darboe 13 (7 frák., 6 stoös.), Páll Axel
Vilbergsson 12, Páll Kristinsson 11 (6
stoös.; 3 stolnir), Ólafur Ólafsson 4, Igor
Beljanski 2.
Stig Snæfells: Justin Shouse 16 (6 stoðs.),
Hlynur Bæringsson 10 (13 frák.), Árni
Ásgeirsson 8, Siguröur Þorvaldsson 7,
Anders Katholm 7, Slobodan Subasic 6,
Jón Ólafur Jónsson 5, Magni Hafsteinsson
4, Sveinn Davíðsson 3, Atli Rafn Hreinsson
3, Guðni Valentlnusarson 2.
Snæfell leiöir einvlgið 2-1. Liðin eigast við I
kvöld i Stykkishólmi klukkan 19:15
ATLANTIC BIKARINNN
Valur-NSf Runavik 5-2
1 -0 Birkir Már Sævarsson (33.), 2-0 Pálmi
Rafn Pálmason, vlti (39.), 2-1 Dejan
Stankovic (45.), 3-1 Baldur Aðalsteinsson
(48.), 4-1 Pálmi Rafn Pálmason (63.), 5-1
Dennis Bo Mortensen (65.), 5-2 Hjalgrím
Elttor, viti (82.).
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DVÁDV.IS DVer
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr.á
mánuði
ii i t,y|
í j ' . ' Vú ▼ \i / ImÍSBíl JjSF;
Keflavík jafnaði seríuna gegn ÍR í 2-2 með stórsigri í gær, 97-79, og
verður úrslitaleikur á miðvikudag um hvort liðið fer í úrslitin. ÍR-
ingar léku lengst af með hangandi haus enda leikurinn svo gott
sem búinn eftir tvo leikhluta. Keflavík TV gerði vídeóklippu eftir
fyrstu tvo leikina þar sem liðið var sýnt þungt og lélegt. Eftir að
hafa horft á sig svo slappa hafa leikmenn boðið upp á sýningu.
BENEDIKT BÓA5 HINRIKSSON
bladamaður skrifai: bennim'dv.is
Ekkert karlalið sem hefur lent 0-2
undir í einvígi hefur náð að tryggja
sér oddaleik, hvað þá að vinna
þrjá leiki í röð og komast áfram. En
Keflvíkingar eru á góðri leið með að
komast í sögubækurnar eftir 97-79
sigur í Seljaskóla í gær.
Keflavík TV klippti saman klippu
úr fyrstu tveimur leikjunum og var
haldinn fúndur meðal leikmanna
fyrir þriðja leikinn þar sem klippan
var sýnd. Leikmenn liðsins hafa sfð-
an þá rúllað upp fR-ingum. Sigurður
Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur,
vildi ekkert gefa upp hvað var á víd-
eóinu. Svarið var stutt og laggott. „Ég
skal segja þér það þegar við erum
búnir að vinna seríuna."
Leikurinn byrjaði reyndar ekkert að verja fyrsta skot liðsins upp í rjáfur
vel fyrir gestina. Tahirou Sani byrjaði og ÍR komst í 15-4. Keflvíkingar
bognuðu en brotnuðu ekki. Sigurður
setti Tommy Johnson inn á og hann
kom með baráttuanda og vilja, sem
var af skornum skammti. Hann fór
að rífa niður fráköst, dúndra niður
þristum, stela boltum og barði á
fR-ingum sem aldrei fyrr. Fyrsti
leikhlutinn snerist algjörlega eftir að
hann kom inn á og hann sá til þess
að Keflavík var þremur stigum yfir
eftir fyrsta leikhlutann, 20-17. „Fyrstí
leikhlutinn var ekki góður af okkar
hálfu. En þá trompast þjálfarinn
og við ákváðum að gera þetta eins
og í síðasta leik," sagði Magnús
Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur.
50% nýting í þriggja
stiga skotum
Sveinbjöm Claessen fór mikinn
í öðrum leikhluta og skoraði tíu
stíg í röð en Keflvíkingar sögðu þá
einfaldlega hingað og ekki lengra og
héldu skotsýningu að hætti hússins.
Hittu vel úr þriggja stiga skotum
eða 50%. Stemninginn var öll með
Keflavík, liðið leiddi í hálfleik, 48-39,
og Keflvíkingar sungu og trölluðu á
pöllunum. „Við byrjuðum vel en svo
misstum við dampinn og þeir hittu
alveg svakalega. Ég vissi eldci að það
væri hægt að hitta svona vel í þessu
húsi en það er greinilegt," sagði
Eiríkur Önundarson, fyrirliði fR. „Ef
íslandsmeistaramótið innanhúss í tennis:
Raj og Sandra meistarar
Raj Bonifacius og Sandra
Kristjánsdóttir urðu í gær
fslandsmeistarar í tennis innanhúss
en mótið fór fram í Tennishöllinni í
Kópavogi. Raj landaði sínum sjötta
íslandsmeistaratitli í röð þegar
hann sigraði Magnús Gunnarsson
í úrslitaleik í karlaflokki 6-0 og 6-
3. Raj, sem er landsliðsþjálfari og
þekkir Magnús vel, hafði ágæt tök
á leiknum. Magnús barðist eins og
hann gat og margar loturnar voru
spennandi. Arnar Sigurðsson, einn
sterkasti tennisleikari íslands, tók
ekki þátt í mótinu vegna meiðsla.
f kvennaflokki mættust hin 17
ára Sandra Kristjánsdóttir og hin 14
ára Eirdís Ragnarsdóttír í úrslitum.
Sandra vann 9-4. Nokkuð var dregið
af Eirdísi, hún var með hita og varð
fyrr um daginn fslandsmeistari í
flokki sextán ára og yngri.
„Ég hef verið tvisvar eða þrisvar
í úrslitum á innanhússmótinu og
tvisvar utanhúss en tapað þeim leikj-
um. Því var ótrúlega gaman og æð-
islegt að vinna þennan titíl," sagði
Sandra í samtali við DV Sport. Hún
þekkir því vel þá stöðu sem Eirdís er
komin í. „Hún spilaði rosalega vel.
Hún er mjög ung og þetta var fýrsti
úrslitaleikurinn hennar í meistara-
flokki. Ég hef staðið í þessu frá því ég
var á hennar aldri og vonandi gengur
henni jafnvel og mér."
Sandra nýtti sér reynsluna vel
gegn Eirdísi. Hún sendi boltann út í
hornin en Eirdís varðist vel. „Ég spil-
aði öruggt, hélt boltanum inni og
beið eftír að hún gerði mistök."
Sandra er í íslenska landsliðs-
hópnum sem heldur tíl Armeníu tíl
keppni á heimsmeistaramótinu um
næstu helgi. „Það er gaman að fá tit-
il. Það eflir sjálfstraustið fyrir heims-
meistarakeppnina."
'C. í f i i \ 111 ífjlfti i■ irw*iijlitllljiiKl*lil*[•'MBB aH»^^^^Ctfr*yBMÍl»^KMiTiTiT-T7>7»Til IVT711 fri m