Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 25
DV Menning
FÖSTUDAGUR 30. MA( 2008 25
Útvarpsleikhús Rásar 2 hefur göngu sína í júní og skemmtir landanum á öldum
Ijósvakans í allt sumar. Á dagskránni eru meðal annars leikritin Hræðilega fjölskyld
an eftir Gunnillu Boethius, sem ríður á vaðið núna á sunnudaginn, Dauði trúðsins
eftir Árna Þórarinsson og Smá sögur eftir Kristinu Ómarsdóttur.
Komið er að leiðarlokum í Kommúnunni, sýningu Vesturports, sem
gert hefur það gott í Borgarleikhúsinu og Mexíkó undanfarna
mánuði. Vegna fjölda áskorana var brugðið á það ráð að setja upp
nokkrar aukasýningar hér á landi. Sú síðasta í röðinni er á morgun,
laugardag.
AFTUR Á SVIÐ Hilmar í
hlutverki sínu í Dubbeldusch
hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur.
árum áður. Hann gerði mistök en er
kannski svolítið sympatískur í þeirri
atburðarás sem dynur yfir hann."
Hvernig undirbýr maður sig fyr-
ir svona karakter? „Það liggur náttúr-
lega handrit til grundvallar og svo er
sjö vikna æfingatímabii," svarar Hilm-
ar og kímir. „Maður les í karakterinn út
ffá textanum og reynir að finna hans
veikleika og styrkleika. Það er kannski
tilhneiging hjá leikurum að fá ákveðna
sympatíu með þeim persónum sem
þeir eru að túlka. Og þó að hann sé
kannski gerandi og sökudólgur í at-
burðarás verksins, þá er hann náttúr-
lega bara mannlegur eins og við öll og
við gerum öll mistök. Hann tekur það
nærri sér að hafa ekki spilað rétt úr sín-
um spilum og fær það í hausinn með
afgerandi hættí."
Nauðsynlegt umframenergí
„Frábært" er orðið sem Hilmar not-
ar þegar hann svarar því hvemig það
hafi verið að lúta stjóm eftir öll þessi ár
í leikstjórastóinum. „Það er mjög gott
að vera hluti af atburðarás án þess að
þurfa að stýra henni. Og í raun mjög
hollt og lærdómsríkt fýrir mig sem
leikstjóra að rifja þetta aílt saman upp
aftur. Það er meira en segja það, þrátt
fýrir að maður hafi leikstýrt tugum
leikrita á undanfömum ámm," útskýr-
ir Hilmar en áður en hann kom Hafn-
arfjarðarleikhúsinu á koppinn árið
1996 hafði hann til að mynda leikið
mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu á sín-
um tíma.
Hilmar segist hafa treyst leiðsögn
Bjöms Hlyns og reynt að gera sitt
besta. „En þetta var mér alveg erfitt
að rifja upp þessa orku sem þarf til að
standa uppi á sviði, til dæmis í rödd og
líkamstjáningu. Bjöm Hlynur gegndi
lykilhlutverki í að hjálpa mér á fætur
að þessu leytí. Að leika er fag og það er
ákveðið umframenergí sem þú þarft tíl
að standa uppi á sviði. Þó nálægðin sé
mikil í þessu rými sem við lékum í fýrir
norðan er ákveðið energí sem þú þarft
í líkama og rödd og þína tjáningu sem
þarf að rifja upp eftir tólf ára hlé."
Og Hilmar neitar því ekki að gam-
an hafi verið að fá Grímutílnefningu
fyrir „upprifjun" sína á leikarastarf-
inu. „Gríman er leikur sem mörgum
finnst skemmtilegt að vera í og mað-
ur leikur bara þann leik með. Auðvit-
að er það mikilvægt þegar einhverjum
finnst til þess koma sem maður gerir.
En Gríman og Grímutilnefhingamar
segja miklu meira um Grímunefhdina
en íeiklist."
Þó svo langur tími hafi liðið á milli
sviðshlutverka Hilmars er ekki þar
með sagt að hann hafi ekkert bmgðið
sér í gervi hinna ýmsu persóna frá því
Hafnarfjarðarleikhúsið varð að vem-
leika. Hann hefur nefnilega gripið í
eitt og eitt hlutverk í kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum, til að mynda í 101
Reykjavöc, Stellu í framboði og Blóð-
böndum sem, talandi um verðlauna-
tílnefningar og -nefndir, Hilmar fékk
Eddutílnefningu fyrir.
Fullkomnasta„black box"
á íslandi
Hafnarfjarðarleikhúsið er á góðum
stað að matí Hilmars, nú þegar styttíst
í fermingaraldur afkvæmisins. „Upp-
haflega vorum við í gamla frystihúsinu
í Hafnarfirði því okkur þótti það vera
grundvallaratriði til að starfa að okkar
frjálsu list að hafa aðstöðu. Þar hefur
Hafnarfjarðarbær náttúrlega lagt þung
lóð á vogarskálamar" segir Hilmar
en leikhúsið er nú til húsa að Strand-
götu 50. „Þetta er fullkomnasta „black
box" á íslandi í dag. Það er einfald-
lega þannig. Og okkur er mikið í mtm
að halda hér úti öflugri starfsemi tólf
mánuði á ári. Það tekst mjög vel, þrátt
fyrir naumt skammtaða fjármuni. En
hverjum hefði dottíð í hug fyrir tíu eða
tólf árum að hér væru fjórar tíl sex stór-
ar atvinnuleiksýningar á ári?"
Stofriendur leikhússins lögðu upp
með ákveðið manífestó í sex liðum í
byijun þar sem meðal annars kemur
fram að megináherslan skuli vera að
frumflytja sviðsverk eftir íslenska höf-
xmda. Hilmar segir vel hafa gengið að
ffamfylgja manífestóinu. Starfið sem
leikhúsið inni af hendi sé líka rosalega
mikilvægt.
„Og sérstaða Hafnarfjarðarleik-
hússins er algjör í leikhúsbransan-
um. Hér er frumsköpun grundvallar-
atriði. Það er unnið með ný verk og
menn gera ákveðnar tílraunir með
texta og umgjörð. Við viljum til dæm-
is gjaman tengjast ungum danshöf-
undum og hér hafa verið settar upp
mjög flottar danssýningar þar sem
ungir danshöfundar hafa stigið sín
fyrstu spor," segir Hilmar.
„Meðfram okkar listræna starfi höf-
um við skapað mjög flotta umgjörð.
Hér getur fólk komið með sín verk og
fullreynt þau í fullkominni umgjörð.
Það er grundvallarútgangspunktur
Hafnarfjarðarleikhússins að hér sé
ríkjandi sköpunargleði og vinnufriður
sem í rauninni ekkert annað leikhús
getur boðið upp á. Eðli málsins sam-
kvæmt lýtur starfsemi stóru leikhús-
anna öðrum lögmálum. Þar er ákveðin
maskína í gangi sem tekur mikið pláss
og leikhópar sem fá inni í þessum
stóru batteríum njóta ekki kosta þess
að vera í stóru atvinnuleikhúsi. Mála-
miðlanimar koma niður á frelsinu í
listsköpuninni. Mér finnst það skrít-
inn kokteill. f Hafnarfjarðarleikhúsinu
höfum við náð að skapa þær aðstæður
að fólk fær vinnufrið og forgang. Það er
aðal á meðan vinnu þess í leikhúsinu
stendur."
Ekki svaraverð gagnrýni
Leiklistargagnrýnandi DV lýstí yfir
mikilli óánægju með sýninguna Höllu
og Kára sem frumsýnd var í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu fýrr á árinu. Auk-
inheldur sagði hann að ef leikhúsið
ætlaði að halda áffarn að gera tilkall
til opinberra styrkja og viðhaldaþeirri
trúverðugu ímynd sem, að sögn gagn-
rýnandans, það hafi „eitt sinn" haft,
yrðu forsvarsmenn þess og listamenn
að taka sig á og gera miklu betur.
„Þetta er ekki einu sinni svara-
vert," segir Hilmar. „Hann vissi ekki
einu sinni hvað við vorum að gera á
síðasta ári, talaði um gestasýningu
og eitthvert bull. Á sfðasta leikári
vorum við með risastóra fjölþjóð-
lega danssýningu með danshöfund-
um frá þremur löndum. Við gerð-
um Draumalandið sem Jóni Viðari
[Jónssyni gagnrýnanda] fannst ein
athyglisverðasta sýning ársins. Við
vorum með Abbababb sem við þurft-
um að hætta með fyrir troðfullu húsi
miklu síðar en við ætluðum okkur,
sýndum frá febrúar fram í nóvember,
auk þess að hljóta viðurkenningu frá
Grímunefndinni sem besta barna-
sýning ársins.
Við frumsýndum nýtt, erlent leik-
verk á haustdögum í samstarfi við
kvenfélagið Garp og vorum svo aftur
með stóra danssýningu í nóvember.
Þetta eru fimm rosalega stór verkefrtí
sem við erum með í húsinu, auðvit-
að bæði ein sér og í samstarfi við aðra,
fyrir fjörutíu milljónir króna. Þar af fara
fimmtán til tuttugu milljónir í að reka
þúsund fermetra hús með tækjabúnað
fyrir milljónir. Þannig að ég spyr, hvað
er hann að tala um? Þetta meikar eng-
an sens," segir Hilmar og hækkar að-
eins róminn.
Hilmar spyr líka hvers hægt sé
að ætlast til meira af Hafnarfjarð-
arleikhúsinu en að vera með eina
af athyglisverðustu sýningum árs-
ins og setja upp barnasýningu árs-
ins. „Hvaða viðmið vtill Jón Viðar
nota? Þýðir þetta ekki að við séum í
fremstu röð í okkar listsköpun? Bara
það að Hafnarfjarðarleikhúsið, þetta
litla leikhús, skuli vera nefnt þegar
verið er að fjalla um það fremsta sem
er að gerast í íslenskri leiklist? Hvað
ætlarðu að biðja um meira?"
Skjóta sig í fótinn
Daginn eftir að vtiðtalið fór fram,
á fimmtudaginn nánar tiltekið, fór
fram málþing þar sem velt var vöng-
um yfir því hvort starfsumhverfi
sjálfstæðra leikhópa væri í takt við
tímann. Að mati Hilmars fer mjög
öflugt starf fram hjá hinum sjálf-
stæðu leikhópum. Það sjáist á öllum
mælikvörðum.
„Þess vegna er auðvtitað ver-
ið að gera eitthvað rétt í þeim efn-
um. En það þarf að reyna að finna
meira fjármagn til að þetta starf sé
lífvænlegra. Það er alveg viðurkennt
að leikhópar sem vtinna undir þess-
um frjálsu formerkjum eru að gera
þetta af vanefnum og undirlaunað.
Þetta er að miklu leyti sjálfboðaliða-
starf sem fer fram í þessum leikhóp-
um og það þarf að bæta. Stór faktor
í milcilvægi Hafnarfjarðarleikhússins
er að meðfram okkar listræna starfi
höfum vtið komið okkur upp aðstöðu
sem vtið höfum opna fyrir hópa sem
fá naumt skammtaða fjármuni. Þeir
geta þá komið hingað og varið sínum
fjármunum í hið listræna starf, laun
og annað, í staðinn fyrir að reyna að
byggja leikhús í einhverjum kjallara-
holum úti á einhverjum gröndum.
En auðvtitað er þetta alltaf spurning
um peninga. Mitt svar vtið því hvort
starfsumhverfi sjálfstæðu leikhóp-
anna sé í takt vtið tímann er einfald-
lega að nauðsynlegt er að vetja aðeins
meiri fjármunum í þetta. Leikhús-
fólk er hins vegar að skjóta sig í fótínn
með því að halda uppi svona öflugu
starfi fyrir svona lítinn pening. Maður
skilur þá vel afstöðu þeirra sem með
peningamálin fara, af hverju ættu þeir
að fara að setja meiri peninga í starf-
semina þegar þeir fá svona mikið fyr-
ir lítið?"
Leikstýrir jólasýningu
Þjóðleikhússins
Ýmislegt er í bígerð hjá Hilmari
nú um stundir. Þar ber hæst leikgerð
sem hann vtinnur nú að upp úr bók
Jóns Kalmans Stefánssonar, Sumar-
ljós og svo kemur nóttin, sem verður
jólasýning Þjóðleikhússins. Hilmar
segir það vera mikla áskorun þar sem
bókin sé mjög sérstök, en auk þess
að vinna leikgerðina mun Hilmar sjá
um leikstjórn. Hann vill hins vegar
ekki tjá sig nánar um það verkefni að
svo stöddu þar sem það sé á vtinnslu-
stigi. Bók Jóns Kalmans kom út árið
2005 og hlaut meðal annars fslensku
bólcmenntaverðlaunin það ár.
Eins og sagði í byrjun er leikárinu
ekki lokið hjá Hafnarfjarðarleikhús-
inu þar sem Mammamamma er enn
í sýningum. Hún hefur gengið mjög
vel og mun halda áffarn á fjölunum
næsta haust. Á meðal þess sem einn-
ig verður í boði þá er nýtt verk eftir
Jón Atía Jónasson, sem Hilmar seg-
ir að megi líklega lýsa sem kómísku
fjölskyldudrama.
Og Hilmar segir ekkert fararsnið
á sér úr stóli leikhússtjóra. „Við erum
að skila mjög öflugu og góðu starfi.
Á meðan það er tílfinningin held ég
áfram." kristjanh@dv.is
Bjartar
sumarnætur
Tónlistarhátíðin Bjartar
sumamætur verður haldin í
Hveragerðiskirkju um helgina
í áttunda sinn. Tónleikarnir
verða þrennir, föstudagskvöld,
laugardag og sunnudag. Á
meðal þeirra sem koma ffarn
eru Tríó Reykjavíkur, Diddú og
píanóleikarinn Anna Guðný
Guðmundsdóttir. Á efhisskrá
allra þrennra tónleikanna er
fjölbreytt og aðgengileg tónlist
þar sem allir ættu að geta fund-
ið eitthvað vtið sitt hæfi. Nánari
upplýsingar um dagskrá er að
finna á hveragerdi.is.
V-
V'
á* J'A Htu.
Dáðst að
ferfætlingum
Sýningin Princes of Roy-
al Blood verður opnuð með
pompi og prakt næstkomandi
laugardag klukkan 17 í The
Lost Horse Gallery að Skóla-
strætí 1. Dást hinir ýmsu lista-
menn þar að hinum hljóðláta
förunauti okkar, hundinum,
sem jafnffamt er mannskepn-
unni svo lcær; hver með sínum
hætti. Meðal listamanna sem
eiga verk á sýningunni eru
Jonsí Birgisson, Alex Somers
og Jared Flaming. Þess má geta
að á opnuninni verður einnig
gefin út handbundin fylgibók í
takmörkuðu upplagi, svo það
er til mikils að kíkja, sýna sig og
sjá aðra.
Gaukshreiörið á fjölum Þjóðleikhússins:
Fatlaðir leika geðsjúka
Á hverju leikári stendur Þjóðleik-
húsið fyrir vali á athyglisverðustu
áhugaleiksýningu leikársins. Fyr-
ir valinu f ár varð sýning Halaleik-
hópsins á Gaukshreiðrinu, leikgerð
Dales Wasserman byggðri á skáld-
sögu Kens Kesey. Að venju verður
sýningin sem fyrir valinu varð sýnd
í Þjóðleikhúsinu en Gaukshreiðrið
verður sýnt á Stóra svtiðinu næst-
komandi miðvikudag, 4. júní. Leik-
stjóri sýningarinnar er Guðjón Sig-
valdason.
Markmið Halaleikhópsins er að
„iðka leiklist fyrir alla'' en meðlimir
hópsins eru allir fatlaðir. Hópurinn
hefur sett upp sýningar ár hvert sem
margar hverjar hafa vakið mikla at-
hygli.
Gaukshreiðrið fjallar í víðu sam-
hengi um vald og valdbeitíngu and-
spænis dirfsku einstaklinganna og
samtakamætti hinna kúguðu. En
um leið fjallar verkið um stöðu geð-
sjúklinga, hvaða augum samfélagið
lítur þá og hvað felst raunverulega í
því að vera geðveikur. Þetta er ógn-
vekjandi en um leið sprenghlægi-
legt verk sem notíð hefur gífurlegra
vinsælda víða um heim um árabil.
Eins og flestir muna var gerð fræg
kvtikmynd byggð á bókinni með Jack
Nicholson í aðalhlutverki.
f umsögn dómnefndar Þjóðleik-
Óstýrilátur gaukur Gunnar
Gunnarsson í hlutverki sínu
sem McMurphy.
r ■ »JC1«; ÍÆ» :al. •
hússins kemur ffam að verkefna-
val leikhópsins beri vott um mikinn
metnað, kjark og stórhug. Fötlun
leikenda standi engan veginn í vegi
fyrir túlkun á verkinu, heldur þvert á
móti auðgi hana og styrki.
Miðasala fer ffam hjá Þjóðleik-
húsinu og á midi.is.
Innsýn
Sjafnar Har
Listakonan Sjöfn Har sýnir
um þessar mundir ný verk sín
í listhúsi Ófeigs að Skólavörðu-
stíg 5. Sýninguna nefnir hún
Innsýn og reynir þar að leita
nýrra leiða í sköpun sinni og
nálgast landið frá meiri nálægð
en áður hefur verið. Sjöfn Har
hefur lagt stund á listsmíð um
margra áratuga skeið og má
finna málverk, glerverk, skúlpt-
úra og veggmyndir hennar í yfir
30 löndum, auk þess sem hún
hefur sýnt verk sín hér heima.