Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 30. MA[ 2008 Ættfræði DV RAGNARTH. SIGURÐSSON LJOSMYNDARI Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við MH og við Lýðháskólann í Kung- alv, lauk ljósmyndaraprófi hjá Sven Wingquists Fotoskola í Gautaborg, lauk einnig sveinsprófi í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykjavlk og öðl- aðist meistararéttindi í þeirri grein 1989. Ragnar var ljósmyndari við DB 1975-80, ljósmyndari á Vikunni 1980- 84 og hjá RTH ehf. sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari 1984-2000, ljós- myndari og framkvæmdastjóri hjá Ljósmyndasafni RTH ehf. frá 2000, útgefandi og ffamkvæmdastjóri fýr- irtækisins Artic bækur sf. frá 1996 og framkvæmdastjóri og eigandi ART- IC-IMAGES.com frá 1999. Ragnar er auk þess samnings- bundinn ljósmyndari hjá Tony Stone Images Ltd. og Getty Images frá 1994. Ragnar hefur ferðast víða á Græn- landi og heimskautasvæðum Kan- ada, m.a. á slóðum Vilhjálms Stef- ánssonar og var t.d. á Norðurpólnum 2.4.1995. Meðal bóka sem myndir hans prýða má nefna Blómalist, ásamt Uffe Balslev, útg. 1983; Jökulheimar - íslenskir jöklar, ásamt Ara Trausta Guðmundssyni, 1995; Vatnajökull - frost og funi, ásamt Ara Trausta, 1996; Reykjavík - á vit nýrra alda, ásamt Ara Trausta, 1999. Ljósmyndir í bók Ara Trausta, íslenskar eldstöðv- ar, 2001, og í bókunum North Ligh og íslenskur jarðfræðilykill, eftir sama höfund, 2002, sem og ljósmyndir í Jarðfræðivísi, 2002. Hann er höf- undur mynda í miklum fjölda bóka eftir ýmsa höfunda auk þess sem myndir eftir hann hafa birst í fjölda ársskýrslna, auglýsingabæklingum, auglýsingum og dagatölum, hér á landl og erlendis. Ragnar hélt einkasýningu í Gerð- arsafni, listasafni Kópavogs, 1995, í Katuak, menningarmiðstöðinni í Nuuk, 1996 og í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, 1999. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Gerður var heimildarþáttur um Ragnar og störf hans á hálendi íslands sem sýndur var í RÚV Sjónvarpi vor- ið 1997 og endursýndur þá um haust- ið. Ragnar er félagi í Ljósmyndarafé- lagi íslands og situr fyrir þess hönd í stjórn Myndstefs og Fjölíss. FJÖLSKYLDA Eiginkona Ragnars er Ásdís Giss- urardóttir, f. 5.4. 1958. Hún er dótt- ir Gissurar Elíassonar, f. 12.9. 1916, hljóðfærasmíðameistara, og Ragn- heiðar Magnúsdóttur, f. 24.8.1924, d. 5.6.1996, húsmóður. Börn Ragnars og Ásdísar eru Hilmar Þórarinn Hilmarsson, f. 16.11. 1976, kerfisfræðingur; Elías Ragnar Ragnarsson, f. 19.8. 1983; Ragnheiður Mekkín Ragnarsdóttir, f. 14.5.1987. Systkini Ragnars eru Hallgrímur Gunnar Sigurðsson, f. 22.11. 1959, rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík; Sigurður Árni Sigurðsson, f. 25.10. 1963, sagnfræðingur og kennari í Reykjavík. Foreldrar Ragnars eru Sigurð- ur Hallgrímsson, f. 25.5. 1920, fýrrv. skrifstofustjóri í Reykjavík, og Anna Ragnheiður Ragnarsdóttir Thorar- ensen, f. 6.1. 1935, iðjuþjálfi og hús- móðir. ÆTT Sigurður er sonur Hallgríms, b. í Látravík í Eyrarsveit Sigurðssonar, og Guðrúnar Bjarnínu Jakobsdóttur frá Kvíabryggju. Anna Ragnheiður er dóttir Ragn- ars Daníels Thorarensen, kaup- manns á Flateyri, sonar Bjarna Páls Thorarensen, skipstjóra í Flatey og Stykkishólmi, bróður Önnu Sigríð- ar, móður Helga Pjeturs, jarðfræð- ings og heimspekings. Önnur syst- ir Bjarna Páls var Guðrún, amma Brynjólfs Bjarnasonar, heimspek- ings og formanns Kommúnistaflokks fslands,og langamma Ingibjargar, móður Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra. Bjarni Páll var sonur Vigfúsar Thorarensen, sýslumanns Strandamanna og Ragnheiðar Páls- dóttur Melsteð, amtmanns í Stykk- ishólmi. Móðir Önnu Ragnheiðar var Ingi- björg Markúsdóttir, b. og sjómanns á Reyðarfirði Gissurarsonar, og Sig- rúnar Einarsdóttur, á Kappeyri á Fá- skrúðsfirði Bjömssonar. Á góðri stund Ragnar og eiginkona hans, Ásdís, sem varð fimmtug 5. apríl síðastliðinn. Myiid' Ragnoi Th. Siyurðusson Pálmi Blængsson markaðsstjóri hjá Suzuki bílum Pálmi fæddist á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Hann var í Gmnnskóla Borgar- ness, Framhaldsskól- anum að Laugum í Þingeyjarsýslu og lauk prófum í alþjóðlegri markaðsffæði frá HR í janúar sl. Pálmi hóf starfsfer- illinn hjá Hyrnunni í Borgarnesi, og starf- aði um skeið við golf- völlinn í Borgarnesi en hefur starfað hjá Suz- uki bílum frá 1999. Pálmi situr í stjórn körfu- í Borgarnesi og æfir af kappi körfu og golf. FJÖLSKYLDA Kona Pálma er Hel- ena Björk Guðmunds- dóttir, f. 27.10. 1980, grunnskólakennari í Borgarnesi. Sonur Pálma og Helenu er Elvar Daði Pálmason, f. 30.9.2001. Foreldrar Pálma em Blængur Alfreðsson, f. 19.8. 1958, hópferða- bílstjóri í Borgarnesi, og Sveinbjörg Fjóla Pálmadótt- ir, f. 17.4.1957, verslunarmaður knattleiksdeildar Skallagríms í Mosfellsbæ. Jens Fylkisson rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík Jens fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann var í Breiðholts- skóla, lauk stúdents- prófi sem semi dux frá MS 1988, stundaði nám í rafmagnsverkffæð við HÍ og lauk verkffæð- prófi þaðan 1992. Hann stundaði síðan fram- haldsnámvið háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi og lauk MA-prófi í raf- magnsverkffæði 1995. JensvannhjáHjarna sf. á sumrin á mennta- skólaárum. Að námi loknu starf- aði hann hjá EJS og síð- an hjá Hug en starfar nú hjá Hugurax. Fjölskylda Börn Jens eru Haukur Jensson, f. 27.12. 1996; Dagbjört Jensdóttir, f. 18.8. 2001. Foreldrar Jens eru Fylkir Þórisson, f. 8.10. 1941, lengst af starfs- maður RÚV - Sjón- varps, og Barbel Val- týsdóttir, f. 31.5. 1945, starfsmaður hjá Triton. UMSJON: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið I fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Islendinga. Lesendurgeta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Sonja Þórey Þórsdóttir fulltrúi hjá Árnason Faktor Sonja fæddist í Reykjavík en ólst upp á Kjalamesinu. Hún var í Klébergsskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1998, lauk BA-prófi í ís- lensku við HÍ og hefur diplomapróf í lögfræði ffáHÍ. Sonja hóf sumar- störf hjá Sorpu er hún var fjórtán ára og starf- aði þar með námi til 2004. Hún starfaði við þjóðgarðinn í Skaftafelli sumarið 2004, hóf störf hjá Árnason Faktor haustið 2004 og hefur starfað þar síðan. Sonja hefur starfað í Björgun- arsveitinni Kili á Kjalar- nesi frá því á unglingsár- unum og hefur setið þar ístjórnsl. sexár. FJÖLSKYLDA Maður Sonju er Jó- hann Guðbjargarson, f. 22.7. 1972, tölvunar- ffæðingur. Foreldrar Sonju em Þór Jens Gunnarsson, f. 30.11. 1947, kennari og nemi í rafvirkjun, og Áslaug Þorsteinsdóttir, f. 5.5. 1950, kennari og nemi í MA-námi við KHÍ. Sonja verður á tíu ára jubil- eum MR-nema á afmæliskvöldið. Jón Pétur Jóelsson rafvirki í Reykjavík Jón Pétur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garðabæ. Hann var í Flataskóla og Garða- skóla, stundaði nám við VÍ í tvö ár og lauk stúd- entsprófi á íþróttabraut frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Jón Pétur var örygg- isvörður í bandaríska sendiráðinu í Reykja- vík á sumrin með námi. Hann hefur unnið við rafvirkjun hjá Rafeflingu ffá 2005. Jón Pétur hefur æft og keppt í ólympískum lyftingum frá 2003. Hann varð íslandsmeistari í lyft- ingum í 94 kg flokki 2004 og 2005. Þá var hann kjörinn lyft- ingamaður Ármanns fyrir árið 2005. Hann sit- ur í stjórn Lyftingasam- bands íslands frá 2004 og er gjaldkeri sam- bandsins. FJÖLSKYLDA Foreldrar Jóns Pét- urs eru Jóel Friðrik Jónsson, f. 2.1. 1952, bólstrari og húsvörður á Laugarvatni, og Þóra Ólafsdóttir, f. 12.11. 1951, skrifstofumaður hjá Þykkvabæjar ehf. Stjúpfað- ir Jóns Péturs er Aad Groene- weg, f. 16.3. 1944, verslunar- maður. 50ÁRAÁFÖSTUDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.