Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 30. MA[ 2008 Ættfræði DV RAGNARTH. SIGURÐSSON LJOSMYNDARI Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við MH og við Lýðháskólann í Kung- alv, lauk ljósmyndaraprófi hjá Sven Wingquists Fotoskola í Gautaborg, lauk einnig sveinsprófi í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykjavlk og öðl- aðist meistararéttindi í þeirri grein 1989. Ragnar var ljósmyndari við DB 1975-80, ljósmyndari á Vikunni 1980- 84 og hjá RTH ehf. sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari 1984-2000, ljós- myndari og framkvæmdastjóri hjá Ljósmyndasafni RTH ehf. frá 2000, útgefandi og ffamkvæmdastjóri fýr- irtækisins Artic bækur sf. frá 1996 og framkvæmdastjóri og eigandi ART- IC-IMAGES.com frá 1999. Ragnar er auk þess samnings- bundinn ljósmyndari hjá Tony Stone Images Ltd. og Getty Images frá 1994. Ragnar hefur ferðast víða á Græn- landi og heimskautasvæðum Kan- ada, m.a. á slóðum Vilhjálms Stef- ánssonar og var t.d. á Norðurpólnum 2.4.1995. Meðal bóka sem myndir hans prýða má nefna Blómalist, ásamt Uffe Balslev, útg. 1983; Jökulheimar - íslenskir jöklar, ásamt Ara Trausta Guðmundssyni, 1995; Vatnajökull - frost og funi, ásamt Ara Trausta, 1996; Reykjavík - á vit nýrra alda, ásamt Ara Trausta, 1999. Ljósmyndir í bók Ara Trausta, íslenskar eldstöðv- ar, 2001, og í bókunum North Ligh og íslenskur jarðfræðilykill, eftir sama höfund, 2002, sem og ljósmyndir í Jarðfræðivísi, 2002. Hann er höf- undur mynda í miklum fjölda bóka eftir ýmsa höfunda auk þess sem myndir eftir hann hafa birst í fjölda ársskýrslna, auglýsingabæklingum, auglýsingum og dagatölum, hér á landl og erlendis. Ragnar hélt einkasýningu í Gerð- arsafni, listasafni Kópavogs, 1995, í Katuak, menningarmiðstöðinni í Nuuk, 1996 og í Norðurlandahúsinu í Færeyjum, 1999. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Gerður var heimildarþáttur um Ragnar og störf hans á hálendi íslands sem sýndur var í RÚV Sjónvarpi vor- ið 1997 og endursýndur þá um haust- ið. Ragnar er félagi í Ljósmyndarafé- lagi íslands og situr fyrir þess hönd í stjórn Myndstefs og Fjölíss. FJÖLSKYLDA Eiginkona Ragnars er Ásdís Giss- urardóttir, f. 5.4. 1958. Hún er dótt- ir Gissurar Elíassonar, f. 12.9. 1916, hljóðfærasmíðameistara, og Ragn- heiðar Magnúsdóttur, f. 24.8.1924, d. 5.6.1996, húsmóður. Börn Ragnars og Ásdísar eru Hilmar Þórarinn Hilmarsson, f. 16.11. 1976, kerfisfræðingur; Elías Ragnar Ragnarsson, f. 19.8. 1983; Ragnheiður Mekkín Ragnarsdóttir, f. 14.5.1987. Systkini Ragnars eru Hallgrímur Gunnar Sigurðsson, f. 22.11. 1959, rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík; Sigurður Árni Sigurðsson, f. 25.10. 1963, sagnfræðingur og kennari í Reykjavík. Foreldrar Ragnars eru Sigurð- ur Hallgrímsson, f. 25.5. 1920, fýrrv. skrifstofustjóri í Reykjavík, og Anna Ragnheiður Ragnarsdóttir Thorar- ensen, f. 6.1. 1935, iðjuþjálfi og hús- móðir. ÆTT Sigurður er sonur Hallgríms, b. í Látravík í Eyrarsveit Sigurðssonar, og Guðrúnar Bjarnínu Jakobsdóttur frá Kvíabryggju. Anna Ragnheiður er dóttir Ragn- ars Daníels Thorarensen, kaup- manns á Flateyri, sonar Bjarna Páls Thorarensen, skipstjóra í Flatey og Stykkishólmi, bróður Önnu Sigríð- ar, móður Helga Pjeturs, jarðfræð- ings og heimspekings. Önnur syst- ir Bjarna Páls var Guðrún, amma Brynjólfs Bjarnasonar, heimspek- ings og formanns Kommúnistaflokks fslands,og langamma Ingibjargar, móður Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra. Bjarni Páll var sonur Vigfúsar Thorarensen, sýslumanns Strandamanna og Ragnheiðar Páls- dóttur Melsteð, amtmanns í Stykk- ishólmi. Móðir Önnu Ragnheiðar var Ingi- björg Markúsdóttir, b. og sjómanns á Reyðarfirði Gissurarsonar, og Sig- rúnar Einarsdóttur, á Kappeyri á Fá- skrúðsfirði Bjömssonar. Á góðri stund Ragnar og eiginkona hans, Ásdís, sem varð fimmtug 5. apríl síðastliðinn. Myiid' Ragnoi Th. Siyurðusson Pálmi Blængsson markaðsstjóri hjá Suzuki bílum Pálmi fæddist á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Hann var í Gmnnskóla Borgar- ness, Framhaldsskól- anum að Laugum í Þingeyjarsýslu og lauk prófum í alþjóðlegri markaðsffæði frá HR í janúar sl. Pálmi hóf starfsfer- illinn hjá Hyrnunni í Borgarnesi, og starf- aði um skeið við golf- völlinn í Borgarnesi en hefur starfað hjá Suz- uki bílum frá 1999. Pálmi situr í stjórn körfu- í Borgarnesi og æfir af kappi körfu og golf. FJÖLSKYLDA Kona Pálma er Hel- ena Björk Guðmunds- dóttir, f. 27.10. 1980, grunnskólakennari í Borgarnesi. Sonur Pálma og Helenu er Elvar Daði Pálmason, f. 30.9.2001. Foreldrar Pálma em Blængur Alfreðsson, f. 19.8. 1958, hópferða- bílstjóri í Borgarnesi, og Sveinbjörg Fjóla Pálmadótt- ir, f. 17.4.1957, verslunarmaður knattleiksdeildar Skallagríms í Mosfellsbæ. Jens Fylkisson rafmagnsverkfræðingur í Reykjavík Jens fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann var í Breiðholts- skóla, lauk stúdents- prófi sem semi dux frá MS 1988, stundaði nám í rafmagnsverkffæð við HÍ og lauk verkffæð- prófi þaðan 1992. Hann stundaði síðan fram- haldsnámvið háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi og lauk MA-prófi í raf- magnsverkffæði 1995. JensvannhjáHjarna sf. á sumrin á mennta- skólaárum. Að námi loknu starf- aði hann hjá EJS og síð- an hjá Hug en starfar nú hjá Hugurax. Fjölskylda Börn Jens eru Haukur Jensson, f. 27.12. 1996; Dagbjört Jensdóttir, f. 18.8. 2001. Foreldrar Jens eru Fylkir Þórisson, f. 8.10. 1941, lengst af starfs- maður RÚV - Sjón- varps, og Barbel Val- týsdóttir, f. 31.5. 1945, starfsmaður hjá Triton. UMSJON: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kgk@dv.is Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið I fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Islendinga. Lesendurgeta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Sonja Þórey Þórsdóttir fulltrúi hjá Árnason Faktor Sonja fæddist í Reykjavík en ólst upp á Kjalamesinu. Hún var í Klébergsskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1998, lauk BA-prófi í ís- lensku við HÍ og hefur diplomapróf í lögfræði ffáHÍ. Sonja hóf sumar- störf hjá Sorpu er hún var fjórtán ára og starf- aði þar með námi til 2004. Hún starfaði við þjóðgarðinn í Skaftafelli sumarið 2004, hóf störf hjá Árnason Faktor haustið 2004 og hefur starfað þar síðan. Sonja hefur starfað í Björgun- arsveitinni Kili á Kjalar- nesi frá því á unglingsár- unum og hefur setið þar ístjórnsl. sexár. FJÖLSKYLDA Maður Sonju er Jó- hann Guðbjargarson, f. 22.7. 1972, tölvunar- ffæðingur. Foreldrar Sonju em Þór Jens Gunnarsson, f. 30.11. 1947, kennari og nemi í rafvirkjun, og Áslaug Þorsteinsdóttir, f. 5.5. 1950, kennari og nemi í MA-námi við KHÍ. Sonja verður á tíu ára jubil- eum MR-nema á afmæliskvöldið. Jón Pétur Jóelsson rafvirki í Reykjavík Jón Pétur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garðabæ. Hann var í Flataskóla og Garða- skóla, stundaði nám við VÍ í tvö ár og lauk stúd- entsprófi á íþróttabraut frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Jón Pétur var örygg- isvörður í bandaríska sendiráðinu í Reykja- vík á sumrin með námi. Hann hefur unnið við rafvirkjun hjá Rafeflingu ffá 2005. Jón Pétur hefur æft og keppt í ólympískum lyftingum frá 2003. Hann varð íslandsmeistari í lyft- ingum í 94 kg flokki 2004 og 2005. Þá var hann kjörinn lyft- ingamaður Ármanns fyrir árið 2005. Hann sit- ur í stjórn Lyftingasam- bands íslands frá 2004 og er gjaldkeri sam- bandsins. FJÖLSKYLDA Foreldrar Jóns Pét- urs eru Jóel Friðrik Jónsson, f. 2.1. 1952, bólstrari og húsvörður á Laugarvatni, og Þóra Ólafsdóttir, f. 12.11. 1951, skrifstofumaður hjá Þykkvabæjar ehf. Stjúpfað- ir Jóns Péturs er Aad Groene- weg, f. 16.3. 1944, verslunar- maður. 50ÁRAÁFÖSTUDAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.