Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 23
22 FÖSTUDAGUR 30. MA( 2008
Umræöa DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöifi-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, iontrausti@d».ls
og ReynirTraustason, rt@d».ls
FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Janus Sigurjónsson, janus@d».ís
FRÉTTASTJÓRI:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@d».ls
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Ásmundur Helgason, asi@birtingur.is
DREIFINGARSTJÓRI:
Jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is
DV A NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSlMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 70 40.
Umbrot: DV, Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins á stafraenu
formi og (gagnabönkum án endurgjalds.
Oll viötöl blaðsins eru hljóðrituö.
SA\I)IvOK\
■ Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra gerir hiklaust út
á kommagrýluna í málsvörn
sinni fyrir hönd þeirra sem létu
hlera síma
vinstri-
manna um
og eftir mið-
bik seinustu
aldar. Ráð-
herrann er
ekki á þeim
buxunum
að biðj-
ast afsökunar á því sem flestir
telja vera siðleysi stjórnvalda.
Björn hefur gjarnan átt skjól hjá
fréttastofu Sjónvarpsins sem
Össur Skarphéðinsson iðnað-
arráðherra kallar bláskjá. En nú
bregður svo við að ráðherrann
hundskammar höfuðvígið fyr-
ir að ættfæra ekki fórnarlömb
hlerananna.
■ Þingmennirnir Helgi Hjörv-
ar, Samfylkingu, og Álíheið-
ur Ingadóttir, VG, fara mest
fyrir brjóst dómsmálaráðherr-
ans sem kveinar undan atlögu
þeirra í þinginu þegar hlerana-
málið var
rætt þar.
Björn rétt-
lætir hleran-
ir á Inga R.
Helgasyni
heitnum,
föður Álf-
heiðar, með
því að hann
hafi á sínum tíma verið „innsti
koppur í búri kommúnista og
sósíalista á íslandi og kallaður
„gullkistuvörður" þeirra". Ljóst
er að dómsmálaráðherrann
hefur tekið að sér að styðja þá
aðferðafræði í stjórnmálum að
það megi hlera andstæðinga
svo þeir nái ekki völdum með
óeðlilegum hætti.
■ Grírnur Atlason, fyrrver-
andi bæjarstjóri í Bolungarvík,
situr ekki auðum höndum þótt
hann hafi verið sviptur emb-
ætti í bænum. Hann og Lýður
Árnason, læknir og listamaður,
halda úti hljómsveitinni Grjót-
hrun í Hólshreppi sem gefur
út sína fyrstu plötu í dag. Til að
fagna því efndu þeir til tónleika
á þeim stórhættulega stað, Ós-
hlíðinni. Heppnir vegfarendur
fengu plötu sveitarinnar að gjöf.
■ Lýður Árnason og kona
hans, íris Sveinsdóttlr lækn-
ir, eignuðust á dögunum sitt
þriðja barn,
dreng, en
þau eiga
fyrirtvær
stúlkur.
Fæðinguna
bar upp á
verkalýðs-
daginn, 1.
maí. Ungi
læknasonurinn hefur enn ekki
verið skírður en í Bolungar-
vík eru gárungarnir með það
á hreinu að einungis komi eitt
nafn til greina í ijósi fæðing-
ardagsins og hann fái nafnið
Verkalýður Lýðsson. Lýður, sem
er alkunnur gleðigjafi, tekur
ekki fyrir að sú verði raunin.
LEIÐARI
Þriú hundruð verkakonur
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR.
Þi’í midur er luegt ad likja þessu við það að skipstjóri á þrtelaskipi siglir milli skers og báru.
Það tekur Sigurð Einarsson, æðsta stjómanda Kaupþings, tvo
mánuði að vinna sér inn ævitekjur íslensks verkamanns. Árið
2006 fékk hann sömu laun og 321 verkakona í fullu starfi. ís-
land er ekki lengur iand sem getur státað af jöfnuði.
í þessu gaf Davíð Oddsson tóninn þegar hann tók 530 þúsund krón-
ur sínar úr Kaupþingi við kaupréttarsamninga Sigurðar Einarssonar og
Hreiðars Más Sigurðssonar síðla árs 2003. Gagnrýnt var að bankastjór-
amir myndu græða hundmð miiljóna við samningana, auk þess sem
þeir væru tryggðir gegn tapi. Kaupréttarsamningamir áttu að gera þeim
kleift að fá sex milljónir hluta á genginu 156 þegar það stóð í 210. Nú
stendur gengið í tæplega átta hundmð. Þeir hefðu verið búnir að græða
um Qóra milljarða króna á fjómm ámm, ef þeir hefðu fengið samning-
inn.
Rökin fyrir slíkum samningi vom þau að bankarnir
þyrftu að halda í hæfileikamenn í samkeppni við aðra
vinnuveitendur, þótt ekki væri Ijóst hvar viðlíka eftir-
spum væri eftir íslenskum bankastjórum. Sömu rök
voru notuð þegar laun seðlabankastjóra voru hækkuð
verulega árið 2005 í aðdragandanum að komu Davíðs í
bankann.
Hvaða dæmi eru um að erlendir bankar hafi söls-
að undir sig íslenska bankastjóra með gríðarlegum
gylliboðum? Það eru helst íslensku bankarnir sem yf-
irbjóða aðra á erlendum markaði. Þeir eru sumpart
leiðandi í hækkun ofurlauna í Vestur-Evrópu. Ójöfnuðurinn kemur
frá íslandi.
Á yfirstandandi valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefúr fyrirmynd ís-
lensks samfélags fremur verið Bandaríkin heldur en Norðurlöndin.
Ójöfnuður hefur snaraukist. Sama þróun hefur verið í Bandaríkjunum
frá þvi Reagan og Repúblikanaflokkurinn tóku við valdataumunum.
jírið 2005 jukust tekjur hins 1% ríkustu Bandaríkjamanna um 14% að
raunvirði, en tekjur 90% landsmanna lækkuðu. Frá 1979 til 2005 jukust
tekjur fyrmefnda hópsins um 176% en þess síðarnefnda aðeins um 6%.
Það er ókostur að þeir sem stjóma fyrirtækjunum sem ráða öllu um
afdrif okkar lands lifi ekki í sama raunveruleika og íbúar landsins. Þeir
em vellauðugir og tryggðir fyrir áhættu, en þorri fólksins er það ekki.
Því miður er hægt að líkja þessu við það að skipstjóri á þrælasldpi siglir
-) j ) j milli skers og bám. Hann getur stokkið í björgunarbát-
ÍLlXlJJLÍIí. inn allt um þrýtur, en þrælamir eru hlekkjaðir í lest-
inni og komast hvergi. Flestir fslendingar leggja ailt sitt
undir hér á landi. Auðmenn geta hins vegar dreift áhætt-
unni og eiga útgönguleið. f niðursveiflu krónunnar náðu
bankarnir til dæmis að græða stórfé á gengishagnaði á
meðan íslenskur almenningur hrapaði með krónunni.
Við viljum ekki koma í veg fyrir að menn geti grætt.
Við viljum bara ekki að moldríkir menn sem tryggðir
em gegn áhættu spili með sparifé okkar og steypi okkur í
glötun. Einfaldasta leiðin er evra og Evrópusambandið.
LJ0TIR K0MMAR
SVARTHÖFÐI
Skiiningsleysi ríkir á með-
al vinstrimanna um þá illu
nauðsyn að hlera síma þeirra
sem tengdust hinum grimmu öflum
kommúnista í austri. Allir vita að
kommarnir stefndu að heimsyfir-
ráðum á umræddum tíma og þess
vegna var eins gott að standa í lapp-
irnar og hafa skýra yf-
irsýn yfir það hvað
leikarar á borð við
Arnar Jónsson
og Þórhildi Þor-
leifsdóttur voru
að tala og hugsa.
Þetta vissi Bjarni
heitinn Benedikts-
son, einn fremsti
ráðamaður þjóðarinnar. Dómar-
ar héraðsdóms gerðu sér líka grein
fyrir þeirri hættu sem steðjaði að ís-
lendingum úr austrinu þar sem fólk
var kúgað undir alræði öreiganna.
Hleranir voru því eðilegar og sjálf-
sagðar og það kæmi Svarthöfða
ekki á óvart þótt á daginn komi að
okkur hafi verið forðað frá byltingu
og þvf að verða kommúnistaríki.
Svarthöfði gerir sér fulla grein
fyrir því að fsland þarf á
bandamönnum að halda. Sú
var tíðin að stór hluti þjóðarinn-
ar trúði á þriðja ríki Adolfs Hitler.
Þýskir njósnarar fóru um fsland og
njósnuðu um óvini Þýskalands. Það
var á þeim tíma að það þurfti að
forða okkur frá því að lenda undir
hæl Breta og Bandaríkjamanna,
alræmdra heimsveldissinna. Svo
hailaði undan fæti hjá Þjóðverjum
og við uppgötvuðum að þeir voru
hinir verstu böðlar. Allir þeir sem
studdu þau illmenni hafa nú séð að
sér og svarið af sér þá hörmung. Svo
kom Bretinn, rjóður, ofsalega góður,
eins og segir í dægurlagatextanum.
Þá snerumst við á band með því
ágæta heimsveldi. En það var ekki
fyrr en Kaninn kom að við áttuð-
um okkur á því hverjir voru okkar
mestu og bestu
bandamenn. En
það skildu ekki
allir að Kan-
innvarmálið.
Örfáar listaspír-
ur og ritstjórar
með vinstri-
villu bjuggu yfir
skrýtnum og
þjóðhættuleg-
um skoðunum
um að við ættum ekki að elska Kan-
ann. Auðvitað varð að fylgjast með
því hvort þetta fólk væri að undir-
búa byltingu í landinu og þess vegna
var hlerað dag og nótt. Að vísu var
bandarískur her á íslandi og því erf-
itt fyrir Rússana að koma inn í land-
ið. En allur er varinn góður.
*
Islendingar hafa allar götur síð-
an lifað friðsælu og gefandi h'fi
í skjóh Kanans sem allir vita jú
að rekur heimsvaldastefnu sína af
mannúð. Einhver kvittur var um
fjöldamorð í Víetnam en það var
orðum aukið og í versta falli þannig
að einstakir bandarískir hermenn
höfðu misst stjórn á sér í því skiln-
ingsleysi sem ríkti í því landi á því
að þeir voru að bjarga þjóðinni en
ekld farga. í rúmlega 50 ár hefur
fsland notið góðs af vináttunni við
Bandaríkjamenn. Þegar ákveðið var
að ráðast inn í frak vegna þess að
Saddam Hussein réð yfir gjöreyð-
ingarvopnum og gat fargað stórum
hluta heimsbyggðarinnar skrifuðum
við okkur umsvifalaust á lista hinna
viljugu þjóða og staðfestum þannig
aðild okkar að stríðinu. Það tók Hall-
dór Ásgrímsson og Davíð Oddsson
örskotsstund að ákveða undirskrift-
ina og fullkomlega óþarft var að hafa
samráð við vitleysingana í utanríkis-
nefnd. Þetta var nú það minnsta sem
við gátum gert fyrir áratugavernd.
Meirihluti íslensku þjóðarinnar vissi
sem var að Bandaríkjamenn höfðu
gildar ástæður til að fara inn í landið.
Niðurrifsmenn hafa haldið því fram
að olíuhagsmunir hafi ráðið ákvörð-
un um innrás en ekki áhyggjur af
heimsfriði. Það er auðvitað kjaftæði.
Það varð Halldóri utanríkisráð-
herra gleðiefniþegar íslenskir
herUðar í frak fundu sinneps-
gas. Síðar kom á daginn að þetta var
eitthvað allt annað en það er önnur
saga. í framhaldi þess lokaði Kaninn
herstöðinni á íslandi og við erum nú
varnarlaus.
Víð fslendingar munum halda
áffarn að velja okkur heims-
veldi til að fá skjól frá nöprum
vindum illra afla. Þessa dagana er
vonandi verið að hlera þá sem dást
að Pútín og jafnvel þá sem vilja allt
fýrir Bush gera. Svarthöfði treystir
því að í dómsmálaráðuneytinu séu
menn ennþá á tánum og dómarar
hafi til þess vit að samþykkja njósnir
um þá sem líklegir eru til að svíkja
okkur í hendur óvina lýðræðisins.
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
EF ÞÚ FENGIR 500 MILLJARÐA, í HVAÐ MYNDIR ÞÚ EYÐA PENINGUNUM?
„Ég myndi skila þeim aftur því ég þigg
ekki þeninga frá ókunnugum."
Fríða Björnsdóttir, 20 ára
afgreiðsludama.
„Ég myndi kaupa mérglænýjan
Hummer og svo myndi ég kauþa ný
dekk og krómfelgur undir bílinn sem
ég á núna."
Claudia Sigurbjörnsdóttir,
36 ára aðstoðarverslunarstjóri
Samkaups Úrvals á Selfossi
„Ég myndi kaupa mér KTM-mótorhjól
því ég hef mikinn áhuga á mótorhjól-
um og langar í þannig mótorhjól."
Einar Knútsson,
12 ára grunnskólanemi
„ Því miður get ég ekki svarað því. Ég
hef bara ekkert spáð (þetta áður."
Magnús Friðfinnsson,
58 ára rafvirki
DV Umræöa
FÖSTUDAGUR 30. MAl 2008 23
MYNDIN
Ungviði á Alþingi Alþingi fer brátt í sumarfrí en áður tóku þingmenn þó á móti leikskólabörnum sem voru áhugasöm um störf ráðamanna
þjóðarinnar. DV-MYNDSigurður
_ Geir H. Haarde forsætisráð
herra fær minus fyrir að
fresta afgreiðslu á bæði
eftirlaunafrumvarpinu og
frumvarpi um bætur til handa
vistmönnum í Breiðavik.
SPURNINGIN
ER SKJÁLFTI f ÞÉR?
„Já, það er smá skjálfti I mér, en ég
vonasttil að komast heill heim," segir
Ragnar.skjálfti" Stefánsson, prófessor
við Háskólann á Akureyri. Sterkur
jarðskjálfti reið yfir Suðurland I gær.
Um moldvörpurog síma
Nú er sumarið rétt að koma og sól-
in mun skína á mig og þig og ríksis-
stjórnina sem er á leið í verðskuldaða
fríið sitt þar sem hún mun huga frek-
ar að eftirlaununum sínum um leið
og hún safnar orku fyrir næsta þing;
megi henni gefast að gera það og líka
hitt að greina bemr á milli stórra mála
og lítilla og alls þess sem bíður henn-
ar að betrumbæta þegar hún kemur
aftur með uppbrettar ermar og tilbú-
in í slaginn.
Hvert einasta sumar gefur íýrir-
heit og að gefnu tilefni minnist mað-
ur löngu liðins tíma á íslandi - sem í
þá daga var eiginlega ekki frægt íyr-
ir neitt nema fom skinnhandrit sem
forfeðumir lögðu sér til munns vegna
grimmilegs hungurs sem við þekkj-
um, sem betur fer, ekki lengur af eig-
in raun.
En umrædd minning er alls ekki
tengd því hvað íslendingar hafa étið
í harðindum og þaðan af síður hvað
þeir hafa skrifað á skinn. Hún tengist
sveitinni, þangað sem krakkar á öll-
um aldri vom sendir sumarlangt. Ég
var einn þeirra og ég var heppin með
pláss, fólídð á bænum var gott og ég
lærði að taka til hendinni og púlvinna
einsog hestur. Þetta var í lok sjöimda
áratugarins og í frítímanum hlust-
uðum við á útvarp, lásum bækur og
spjölluðum um daginn og veginn
og svo auðvitað um náungann. Sitt
sýndist hverjum þá einsog á blogg-
inu núna, en sá reginmunur var á að
menn töluðu saman augliti til aug-
litis en vom ekki þær gungur, einsog
margir bloggverjar, að þora ekki að
segja skoðun sína í björtu og undir
nafhi.
Það var sem sé nóg við að vera
alla daga en ég man ekki eftír mörgu
VIGDÍS
GRÍMSDÖTTIR
rithöfundur skrifar
„En vitimenn, ásama tíma
og við í sveitinni lágum
frjáls á línunni, vitandi
hvert um annars forvitni,
athafnaði lögregla lands-
inssig leynilega."
sem vakti jafnmikla eftirvæntíngu
og spennu og hinn símurrandi svartí
kassi sem hékk uppi á vegg á hentug-
asta stað í hverjum einasta bæ.
Þettavarsíminn.
Minn bær átti hringinguna tvær
stuttar og eina langa og þegar hún
heyrðist var sko hlaupið tíl og svar-
að. En maður hljóp oftar en manni
bar vegna þess að í hvert skipti sem
hringt var á hina bæina, sem hver um
sig hafði auðvitað sína sérhringingu
líka, heyrðist glamrið á öllum öðrum
bæjum sveitarinnar og fleiri stukku
á fætur til að grípa tólið en þeir sem
áttu erindi. Þess vegna vissi maður
um allt sem gerðist á öllum bæjum
en það vissu hinir líka því þeir gerðu
nákvæmlega það sama; hlerunin var í
raun heldur aumleg, sífelldir skruðn-
ingar og óviðkomandi andardráttur
á línunni, en hún var viðurkennd og
glæpinn áttu allir sameiginlegan.
En viti menn, á sama tíma og við
í sveitinni lágum ffjáls á línunni, vit-
andi hvert um annars forvimi, athafri-
aði lögregla landsins sig leynilega,
hleraði andstæðinga stjórnvalda til
þess að geta haft hemil á þeim og hik-
aði ekki við að brjóta á þeim mann-
réttindi með fullum stuðningi dóms-
málaráðuneytisins.
Svona moldvörpugangur hlýtur
að kalla á spumingar um hversu lengi
hleranir í svipuðum leynistíl hafa við-
gengist og hvort þeim hafi kannski
aldrei verið að fullu hætt.
Þarna er enn einn efinn og menn
ættu að kveða hann í kútinn strax eftir
sumarfrí.
Sandkassinn
EINKENNf LEGUR finnst mér grátur
landsmanna um kreppuna. Við
fslendingar eru vellauðug þjóð
þrátt fyrir að við höfum stundum
haft meira lausafé á milli hand-
anna en akkúrat á þessum síð-
ustu mánuðum. Mér finnst þess
vegna hálfhallærislegt að heyra
sumar „kreppusögur" samlanda
minna. „Ég varð að hætta við
aðra utanlandsferðina mína í
sumar. Þetta er bara hræðilegt,"
heyrði ég ljóshærða, þybbna
skólastelpu um tvítugt segja við
vinkonu sína á frekar fínum veit-
ingastað í vikunni.
ÉG SATT BEST að segja dauðvor-
kenndi henni. Ekki vegna þess að
hún kemst ekki út, heldur vegna
þess að henni
fannst hún líða
skort vegna
þessa. Hún var
alveg eyðilögð.
Kunningi minn
sagðist um dag-
inn hafa hætt
við að kaupa
sér heimabíó
og sagðist ennfremur í auknum
mæli stunda það að versla í Bón-
us, þegar hann gerði stórinnkaup
fyrir heimilið. Svo mikil væri
kreppan orðin.
AFIMINN er að verða níræður.
Hann yrði líklega ekki eldri ef
hann heyrði svona væl. Við sem
fædd erum eftir miðja síðustu
öld vitum ekki hvað kreppa er.
Kreppa er
ástand þar sem
fólk virkilega
líður skort. Það
er ástand þar
sem brauð-
hleifur kostar
fullar hjólbör-
ur af seðlum
og allir bílar
standa kyrrstæðir vegna elds-
neytísverðs. Þegar fýrirtæki lam-
ast og fólk getur ekki séð fyrir sér
og sínum. Þá er komin kreppa.
uNUS
VISSULEGAeru ekki allir fslend-
ingar ríkir. Eins og víðast hvar
annars staðar er gæðum heims-
ins misskipt. Stækkandi hópur
fslendinga nær ekki endum sam-
an. Sumir af ástæðum sem þeir
geta lítið við gert, aðrir vegna
þess að þeir eyða um efni fram.
Mér finnst allt tal um að núna
sé kreppa, gengisfella það ágæta
hugtak. Spyrjið bara afa ykkur og
ömmur.
Vi3 g |efu ÞÚ GETUR UNNIÐ! m hundrað 1D.DDD l(P. inneignir hjá 1 Fylgstu med DV og dv.is á mánudaginn. Ps. því oftar sem þú tekur þátt. því meiri möguleika áttu á a3 vinna 3ónus í júní
Ej *2a , i IB is