Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. MA[ 2008 Fréttir DV SA\DKOR\ ■ Prince Rajkomar, leikmaður Breiðabliks, er kominn á nýjan bíl. Sá er ekkert slor, hvítur Range Rover eins og forstjóramir eiga. Bíllinn kostar frá 8 milljónum nýr og upp í 20 milljón- ir, allt eftir aukahlumm og búnaði. Breiðablik er skipað mörg- um ungum og efriilegum leikmönnum sem enn búa á hótel mömmu og eiga Suzuki Swift eða áiíka náms- mannabQa. Þegar Prinsinn kem- ur snúa merm sér við. ■ Menn hjá Heklu eru ekki par hrifnir þessa dagana. Astæð- an er að frægasti Audi Q7-bíll landsins, bíll útvarpsstjórans Páls Magnússonar, var alltaf að bila. Er það hræðilegt afspurnar þegar lúxusbílar bila strax á fyrsta ári sínu. Audi Q7erflagg- skip Heklu, langdýrasti bfllinn en nýr getur hann kostað það sama og gott einbýlishús, allt eftir ósk- um eigandans. Mikið var skrifað og rætt um bfl Páls enda fara 72 afnotagjöld landans í að borga af bflnum. Sem reyndist svo eldd þola frægðina. ■ Bob Dylan trekkti margan manninn að. Ekki voru allir par hrifnir af frammistöðu hans og sögðu þetta mesta pen- ingaplott í kreppunni. Egill Helga- sonvar mættur og tók nokkur loftgítarsóló ásamt sínum manni. Björgvin Halldórsson var þar einnig og var með kfld. Sagan segir að hann hafi farið í þriðja lagi. ■ Það vakti athygli næturgesta í miðborginni á mánudaginn að þar var mættur einn landsliðs- maðurí knattspymu tveimur dögumfyrir landsleik- inngegn Wales. Var þar Theó- dór Elmar Bjarnason mættur hress og kátur. Theó- dór var ekki í byrjunarliðinu á miðvikudaginn heldur kom inn á sem varamaður. Töluverð umræða var í þjóðfélaginu um drykkjuskap landsliðsmanna eftir að nokkrir skriðu út um glugga til að geta fengið sér í tána fyrir nokkrum árum. ■ Enn bætist við fórnarlömb nýs ritstjóra Morgunblaðsins, Ólafs Stephensen. Hjálmar Jóns- son, fram- kvæmdastjóri Blaðamanna- félags Islands og blaða- maður, og Hjörtur Gíslason, sem skrifað hefur sjáv- arútvegsfréttir bættustíhóp manna sem Ólafur hefúr losað sig við. Ólafur ætlar að frfska upp á Moggann og mun Björn Vignir Sigurpálsson láta af starfi frétta- stjóra og fara á vefinn. Ágúst Ingi Jónsson og Sigtryggur Slgtryggs- son verða fúlltrúar ritstjóra og þá var einn reynslumesti íþrótta- fréttaritari landsins, Sigmundur Ó. Steinarsson, láúnn fara. í gær var fjórmenningunum í hraösendingarmálinu svokallaöa birt ákæra. Annþór Kristján Karlsson, sem kom í Héraðsdóm Reykjavíkur í fylgd fangavarða, neitar sök í málinu. Mönnunum er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um að flytja inn til landsins 5,36 kíló af amfetamíni og 594 grömm af kókaíni frá Þýskalandi með hraðsendingarfyrir- tækinu UPS. Létt var yfir Annþóri í dómsal þó fangaverðir fylgdu honum hvert fótmál. Annþór Kristján Karlsson neitar að hafa átt nokkurn þátt í innflutningi á rúmlega 5,36 kflóum af amfetam- íni og 594 grömmum af kókaíni frá Þýskalandi, en upp komst um mál- ið í nóvember á sfðasta ári. Ákæra gegn Annþóri og þremur öðrum mönnum var þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Mönnun- um er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á efnunum í þeim úlgangi að selja þau, en fíkniefn- in voru flutt til landsins með hrað- sendingarfyrirtækinu UPS. Toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin 15. nóvember síðastliðinn í bifreið fyrirtækisins utan við hús- næði þess á Keflavíkurflugvelli. Annþór er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn með Ara Gunnarssyni og hugðist taka við þeim hér á landi. Hann er sagð- ur hafa miðlað upplýsingum milli Ara og óþekkts sendanda efnanna í Þýskalandi um hvernig sendingin ætú að fara ffam. Annþór er sagður hafa greitt honum samtals rúmlega tvær milljónir króna í þóknun. Starfsmaður neitar sök Ari Gunnarsson er ákærður fyr- ir að hafa komið skilaboðum á milli Jóhannesar Páls Gunnarssonar og Annþórs um hvernig best væri að haga sendingu efnanna þannig að þau kæmust úl skila. f ákærunni segir að hann hafi ætlað að sjá úl þess að Annþór gæú nálgast þau hér á landi. Ari játaði sök í málinu fyrir dómara. Tómas Kristjánsson er ákærð- ur fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn með Jóhannesi og notað sér aðstöðu sína sem starfs- maður harðsendingarfyrirtældsins UPS á Keflavfkurflugvelli úl þess að miðla til hans upplýsingum um hvernig best væri að haga sendingu og móttöku efnanna. Tómas neitaði fyrir héraðsdómi að hafa átt nokk- urn þátt í málinu. Jóhannes Páll er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutnginn og miðlað upplýsingum milli máls- aðila um hvernig best væri að flytja efnin inn. Þá upplýsú hann Ara um að efnin hefðu verið haldlögð. Mennirnir hafa allir setið í gæslu- varðhaldi á meðan rannsókn máls- ins stenduryfir en Tómas hefur set- ið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Létt yfir Annþóri Sakborningarnir mættu all- ir fyrir dómara við þingfestingu málsins í gær. Annþór, sem komst í fréttirnar í vor fyrir að strjúka úr haldi lögreglunnar, kom í hér- aðsdóm í fylgd nokkurra fanga- varða. Annþór var ekki hafður í handjárnum, en fangelsismála- yfirvöldum er heimilt að gera það telji þau ástæðu til. Nokkuð létt var yfir honum og faðmaði hann meðal annars ónefndan fé- laga sinn vel þegar sá kom til þess að fylgjast með málinu í dómsal. Annþór gaf sér auk þess tíma til þess að heilsa blaðamanni sem sat við hliðina á honum. Hjá Fangelsismálastofnun eru fastmótaðar regiur í gildi um flutning fanga frá Litla-Hrauni, en ekki fengust upplýsingar um hvort sérstakur viðbúnaður hafi verið hafður í dómsal í gær. Hins vegar er það almennt svo að pass- að er betur upp á þá fanga sem hafa strokið eða reynt að strjúka. Fangaverðirnir fylgdu Annþóri hvert fótmál, en ekki var að sjá að nokkuð fararsnið væri á honum. Aðalmeðferð í málinu gegn fjór- menningunum fer fram á þriðju- daginn. SKALDIÐ SKRIFAR BLOÐRUFROSKARIBORGINNI KRISTJAN HREINSSON SKALO SKRIFAR. „Öll varþessi lílfiid vidhöfd vegna jiess eins aó ekkifékkst fjönnjólk ikaffid. Hvað ætli þeir eigi nú sameigin- legt Gfsli Marteinn Baldursson og Hannes Hólmsteinn Gissur- arson? Þegar stórt er spurt verð- ur fátt um svör. Ég varð vitni að því um daginn er þrír borg- arfulltrúar komu inn á kaffihús hér í borg. Þetta var á stað sem nefnist Te og kaffi og er f verslun Pennans f Austurstræti og gestirn- ir gáskafullu voru þau Hanna Birna Krist- jánsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Þessu fólki er náttúrlega tamt að eiga staðinn þegar það sér sér fært að líta upp frá aumingjaleikn- um f ráðhúsinu. Og f þetta skipti var engin undantekning gerð frá meginreglu sýndar- mennskunnar. Gfsli Marteinn bókstaflega réðst að afgreiðslumanni með óhróðri og aumingjalegum blammeringum. öll var þessi úlfúð viðhöfð vegna þess eins að ekki fékkst fjörmjólk f kaffið. í framhaldinu kvörtuðu þau þrjú einsog vannærðir vesa- lingar og sögðu verðlag kaffihússins með þeim hætti að ekki væri bjóðandi nokkr- um manni. (Að vfsu gleymdu þau að tíunda það hvaða stjórnmálaflokkur ber ábyrgð á ástandinu. En það er nú önnur saga.) Þessi þriggja krakka klíka ætti að skamm- ast sín í eitt skipti fyrir öll og í raun og veru á ég heimtingu á því sem borgarbúi að slfk andans ofurmenni, sem sitja í fínum emb- ættum, hagi sér allavega sæmilega á op- inberum stöðum, en séu ekki að blása sig út einsog blöðrufroskar. Og reyndar á ég heimtingu á því að embættismenn sem við- hafa svo skítlegt eðli á veitingahúsum borg- arinnar biðjist afsökunar. Það er ekki nóg með að þessi ungmenni bjóði okkur borgarbúum stjórnunarhætti sem varla gerast verri - tafsandi borgar- stjóri sem dregur að sér hottintotta og hálf- menni og hefur ekki annað að segja en: Við látum verkin tala - heldur þurfum við í of- análag að þola skftkast frá þessum skríl. Já, ffflaleikurinn hefði ekki náð frekari fullkomnun nema krakkarnir þrír hefðu kallað til, þá spaugilegu sprelligosana Jobba og Óla Maggadon. Ef frafár veraldar á að spretta frá umræðu um mjólk þurfum við fyrst að fá á hreint hvort mjólkin er búbót eða bagalegt eitur. Vísa dagsins er aftur á móti svona: Það er Ijóst að þettafólk þyrfti að vera i straffi og cetti aðfá sérfíflamjólk Jyrir mat og kaffi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.