Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. MAl 2008
Helgarblað DV
Mikael Franson var fyrsti flóttamaðurinn sem skrifaði sig á lista til íslands í flóttamannabúðum í Austur-
ríki árið 1956. Hann predikaði yfir fleirum það sem hann vissi um ísland og bættist 51 Ungverji i hópinn
sem kom hingað til lands. Mikael var tvítugur hermaður sem flúði skálmöldina sem geisaði í Ungverja-
landi og var aðeins með skammbyssu og tvo sígarettupakka þegar hann kom í flóttamannabúðirnar.
BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON
bladamadur skrifar:
Það er lífsreyndur maður sem tek-
ur á móti blaðamanni í fallegri
íbúð í Breiðholti. Maðurinn er
Mikael Franson, fyrsti maðurinn
sem skrifaði sig á lista fyrstu flótta-
mannanna hingað til lands. Hann
kom hingað á Þorláksmessu 1956,
einn en með gleði í hjarta. Honum
hafði tekist að flýja frá Ungverja-
landi þar sem hann hefði verið
drepinn hefði flóttinn ekki tekist.
„Það var bara ekkert um ann-
að að velja fyrir mig en að flýja.
Annaðhvort hefði ég verið skotinn
eða að minnsta kosti fangelsaður
verandi á móti kommúnistum og
Rússum. Svo ég varð að fara."
Hafði lært aðeins um (sland
Mikael flúði í yfirgefinn rússn-
eskan herkastala í Austurríki þar
sem Austurríkismenn tóku á móti
flóttamönnum úr austri. „Ég ætl-
aði að fara til Kanada og langaði
þangað en svo kom í ljós að það
var þriggja mánaða bið til að kom-
ast þangað. Ég var frekar á taug-
inni eftir byltinguna, herþjónustu
og allt það. Þarna voru ömurlegar
aðstæður og sálarlíf mitt var einn-
ig ömurlegt. Þess vegna fannst mér
allt umhverfið vera ömurlegt. Ég
gat því ekki hugsað mér að bíða
í þrjá mánuði. Ef það hefði gerst
hefði ég gert eitthvað svakalegt við
sjálfan mig.
Þá kom doktor Gunnlaugur
ÞórðarsonsemvarformaðurRauða
kross Islands á þeim tfma. Akveðið
hafði verið að taka fulla flugvél af
flóttamönnum til fslands á vegum
Rauða krossins. Það var nú ekki
mikið sem ég vissi um ísland, það
voru tvær blaðsíður um landið í
landaffæðibókinni minni þegar ég
var í menntaskóla. Þar var aðeins
um veðurfar og atvinnumöguleika.
En það voru færð rök fyrir fslands-
ferð þarna en flestir vissu ekkert
um landið. Menn héldu að þar
byggju eskimóar í snjóhúsum.
Ég vissi aðeins betur en vildi
fá frekari upplýsingar," seg-
ir Mikael.
„Ég skráði mig því
fyrstur á listann. Þarna
var túlkur, ungverskur
prestur sem þjónaði í
Austurríki, sem hjálp-
aði mér að fá upp-
lýsingar um hvert
ég væri að fara og
hvað ég væri að ,
fara gera.
landsins. Fólkið var bara ekki nógu
vel upplýst. Ég gerði þetta og þó ég
segi sjálfur frá tókst mér vel upp.
Því morguninn eftir þegar átti að
skrá sig var fullt af fólki mætt til að
skrá sig til íslands. Þannig atvikað-
ist það að 52 voru valdir til að koma
hingað til lands."
Engin námskeið fyrir
flóttamenn
Mikael flúði frá Ungverjalandi
yfir landamærin til Austurrík-
is. Hann var einn á ferð, aðeins
með skammbyssu í hendi og tvo
sígarettupakka í vasanum. „Mað-
ur skríður ekki yfir jarðsprengju-
belti með ferðatösku. Ég var með
skammbyssu, sem ég skilaði nú
aldrei. Ég var bara með fötin sem
ég var í, engan pening og ekki
neitt."
Hann kom hingað til lands 2]
árs gamall. Hann hafði lokið stúd-
entsprófi sem og tveggja ára her-
skyldu í Ungverjalandi. Mikael
kom til landsins á Þorláksmessu
og var byrjaður að vinna
strax 7. janúar. „Ég lærði til
loftskeytamanns í sambandi
við flugvélar og nefndi að mig
langaði að gerast loftskeyta-
maður á togara. En ég rann á
rassinn með það því ég talaði
ekki málið.
Maðurinn sem ég talaði
við vann hjá bæjarsímanum
og hann var mjög góður við
mig. Ég var frekar niðurbrot-
inn þegar ég kom og hann út-
vegaði mér starfhjá línumönn- . I,
um hjá bæjarsíma Reykjavíkur.
Ég var svokallaður línumaður,
við reistum símastaura og ég var
í stálskóm og skrúfaði króka og
setti línur. Þetta var ágætt. Ég var
í góðu formi og kallaði ekki allt
ömmu mína, búinn að vera tvö
ár í hemum.
Mér var ekkert kalt
og það var -
»1 W " '
W
Ásamt Kristjáni Eldjárn Mikael er hér árið 1977
ásamt þáverandi forseta Islands, Kristjáni Eidjárn.
áH
allt
Þeir báðu
mig í ljósi þess-
ara upplýsinga
að færa rök .
fyrir fslands-
för í búðun-
um vegna
þess að
það vildu
engtr
fara til
(fM
lagi. Ég lenti með dásam-
legum félögum og ég
lærði þetta fljótt. Svo
bara spurði ég og spurði
því það var ekkert nám-
skeið eða neitt fyrir
flóttamenn á þessum
tíma. Við vorum ekk-
ert umkringdir sykur-
púðum. En það var allt
í lagi. Þetta var bara nýr
7 heimur og þetta hjálp-
aði manni. Það var
ágætt að mæta svolítið
hörðu umhverfi, mér Uk-
aði það vel að vera úti."
Var aleinn í heiminum
Mikael segir að sér hafi strax
verið tekið vel hér á landi. „Við
fórum beint úr flugvélinni í
rigningu og roki nið-
ur í miðbæ. Það var
að vísu myrkur
og maður
sá lítið
H r -\.C i -3>í|<
JMmm
TSKi,
MÆm'
‘ÍB'Mií
’-fÍ'
„Maður skríður ekki
yfirjarðsprengjubelti
með ferðatösku"
nema dropana á rúðunni. Eftir
flugið var maður hálfkvíðinn en
glaður að maður yrði að minnsta
kosti ekki skotinn eða myndi ekki
stígaájarðsprengju. Enþettabless-
aðist vel að mínu mati."
Mikael kom einn hingað til
lands, móðir hans og systir urðu
eftir í Ungverjalandi en faðir hans
var látinn þegar Mikael flúði. „Syst-
ir mín er enn á lífi en móðir mín er
löngu dáin. Ég missti föður minn
1944 og ég var í raun aleinn í heim-
inum. Allavega svona til að byrja
með, áður en ég eignaðist góða
vini, svo ég tali nú ekki um yndis-
lega konu." Mikael segir að Reykja-
vík hafi breyst mikið frá því þegar
hann kom hingað. „Við erum að
tala um 52 ár. Reykjavík var mjög
vinalegur bær og það var hægt að
fara að heiman með opnar dyr
og opinn glugga. Ekkert læst. Það
voru engir glæpamenn eða þjófar
eða neitt. Það er því miður ekki
svoleiðis í dag."
Erfið spurning
Eftir að Mikael aðlag-
aðist íslensku þjóðfélagi
og fékk íslenskan ríkis-
borgararétt hefur hann
oft í gegnum tíðina ver-
ið spurður hvort hann
telji sig íslending eða
Ungverja. „Þetta er dá-
lítið erfið spurning. Það
er ekki hægt að svara
henni já eða nei. Ég er
fæddur Ungverji og
mun deyja sem slíkur.
En í millitíðinni mun
ég reyna að vera eins
góður íslendingur og
ég get."