Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 30. MAl 2008
HelgarblaB DV
Sigrún Gréta segist búa í „Dýrakór"
þótt gatan heiti í raun „Baugakór".
Á heimilinu eru 4 yorkshire terrier-
hundar, Día sem er senegal-páfa-
gaukur, og mini loop-kanína. 4 ást-
argaukar eru í búri enda ræktar
Sigrún fugla. Ástargaukarnir heita:
Mundi, Skundi, Lundi og Dundi.
Næstu páfagaukar sem koma munu
fá nöfnin Gísli, Eiríkur og Helgi.
„Við Tóti, maðurinn minn, erum
bæði búin að vera í sveit og mik-
ið íyrir dýr. Ef það væri ekki svona
óhagstætt að vera bóndi værum við
bæði bændur í sveit. En það er alveg
vonlaust að byrja í þeirri grein," seg-
ir Sigrún Gréta þegar ég sest í kaffi
hjá henni. Stóri páfagaukurinn, Día,
leikur listir sínar á borðinu og hund-
arnir eru að leik í stofunni. Eini stað-
urinn þar sem dýrin fá ekki að koma
á er hjónaherbergið. Og hundarnir
fá ekki að koma að matarborðinu en
Día borðar við borstofuborðið með
mannfólkinu. Stóra, fallega kanín-
an er í búri úti í garði. Sigrún getur
vel sagt mér sögu sína á meðan hún
annast dýrin. Það truflar hana ekkert
þó fúglarnir syngi, hundarnir leiki
á als oddi og það sé handagangur í
öskjunni. Hún hrærir út dýramat og
annast ferfætlingana og segir sína
sögu.
„Ég er skilgreind með bipolar eða
manic depressive, geðhvarfasýki á
íslensku. Ég fer niður í þunglyndi
og upp í örlæti. Flestir sem eru með
þetta fara mikið niður í þunglyndi
og lítið upp. Ég er talin með geð-
hvarfasýki en það er erfitt að greina
þetta því manía þarf að vera með,
en hvað er manía? Ertu þá ofsakátur
eða í óstjórnlegri maníu? Ég er helst
þunglynd og með þráhyggju. Lítið
fer íýrir maníunni hjá mér."
Þunglynd 8 ára
„Eg var 8 ára þegar ég fann fýrstu
einkennin, þá var ég oft ofsakát og
ætlaði að gleypa sólina. Og ég fór líka
fyrst að hugsa um dauðann þarna 8
ára gömul. Það er óvenjulegt en ég
hugsaði um lífið eftir dauðann sem
kvöð og fannst vond tilhugsun að
þetta væri ekki bara búið þegar mað-
ur hefði puðað heilt líf. Þetta er klárt
dæmi um þunglyndi.
Og svona ung las ég helst dánar-
greinar í blöðunum. Mér gekk vel í
skóla og átti marga vini og það virt-
ist ekkert að utan frá séð, en ég lærði
fljótt að tala ekki um þungar hugsan-
ir mínar. Ég lærði að börn vilja ekki
tala um dauðann. Það var betra ráð
að leika margar persónur og ég skipti
um karakter eftir því með hvaða hópi
ég var.
Þarna strax í æsku fór ég í örlæti
og svo í þunglyndi á eftir, alveg eins
og í dag. En það sem er erfitt við
þetta er allt hitt sem fylgir. Og þá á
ég við að þessu fylgir svo mikil rösk-
un, eða árátta. Eg fæ til dæmis þá
áráttu að geta ekki svarað símanum,
finnst allir vera að baktala mig, ég
fer að vantreysta makanum, get orð-
ið sýklahrædd, hrædd við snertingu,
hljóð magnast upp, álagið verður
svo mikið og vanlíðanin svo mikil að
heilinn slekkur á sér og maður man
ekkert. Og þá hugsa ég skyndilega:
Hvað er ég að gera hér? Ég á það til
að fá víðáttufælni, eða mér finnst
umhverfið þrengja að mér, svo get ég
orðið hrædd að fara í sturtu því vatn-
ið verður vont en er líka sýklahrædd!
Þetta er svo fáránlegt - en svo raun-
verulegt. Þessar áráttur allar verða
svo sterkar þegar ég er í þunglyndi/
örlyndi að ég næ ekki að höndla
þetta, ræð ekki við mig."
Þar sem Sigrún Gréta situr í eld-
húsinu sínu með fulla íbúð af dýrum,
brosandi út að eyrum og með svo
mikla útgeislun og sjarma á maður
bágt með að ímynda sér hana í svona
ástandi.
„Já, lyfin hjálpa gríðarlega. Með
þeim er hægt að sigr-
ast á ótrúlegum
hlutum og halda
áfram. Vetur-
mér
FALLEG FJÖLSKYLDA
Sigrún, Þórarinn og Bjarmi ásamt
gæludýrunum sem eru tOalls.
svo erfiður og ég hugsaði um tíma að
hann hefði verið til einskis. Og þó, ég
var til í vetur. Það er nóg. Ég hef lært
að njóta stundanna þegar ég er góð,
þá nýt ég mín til fulls. Ég veit núna
að vondi tíminn kemur en hann líð-
ur hjá. Það er enginn mánuður sem
ég slepp alveg við geðhvörfin en það
eru svona um það bil 2-3 góðar vik-
ur á milli og svo erfiðir 2-5 dagar þar
sem mér líður illa. Þá vil ég ekki hitta
fólk, en það líður hjá."
Mamma bjargvætturinn minn
„Lífið er erfitt þegar maður fer
svona upp og niður og maður veit
aldrei hvernig maður verður um
næstu helgi. Þannig hefúr þetta ver-
ið hjá mér síðan í bernsku. Ég þurfti
snemma að halda andlitinu. Og ég
hélt sem unglingur að öllum liði
svona, lífið væri svona erfitt hjá öll-
um og að hinir væru bara svona dug-
legir að þrauka og lifa þessu erfiða lífi
en ég væri bara aumingi. Ástandið
var orðið verulega afvarlegt hjá mér
á unglingsárum og þegar ég fór djúpt
niður var mikið svartnætti. Þegar ég
kom upp aftur þurfti ég akkeri til að
geta haldið lífinu áfram og brá á það
ráð að skipta um háralit, skipta um
félagslíf, ég flutti til Ameríku... Gerði
alltaf róttækar breytingar á mínu lífi
til að geta haldið áfram eftir svart-
nættið.
Mamma mín, Ólöf Unnur Harð-
ardóttir, hélt mér gangandi á ungl-
ingaskeiði og barnsaldri og fyrir
hennar hjálp stóð ég uppi. Ég svelti
mig og var komin með átraskanir
og ýmsar aðrar raskanir. Ég leitaði í
það að drekka sem unglingur til að
fá einhverja lausn, til að lina sárs-
auka. Ég drakk og djammaði til að
SIGRlÐUR ARNARDÓTTIR sirryarnar@gmail.com
finna einhvern tilgang en drykkjan
var engin lausn. Ég fór lengra niður
eftir drykkju og lá í rúminu. Þetta var
gríðarlega erfitt fyrir mömmu. Hún
hélt mér frá innlögn í æsku. Ég hefði
ekki meikað þetta án hennar. Það eru
tuttugu ár síðan og samfélagið var
ekkert að tala um svona þá. Mamma
þurfti að berjast við mikla fordóma
og vanþekkingu í samfélaginu. Hún
vissi alltaf að eitthvað var að mér og
hún breytti ótrúlega rétt miðað við
umhverfið. I dag er viðurkennt að
krakkar geta verið þunglyndir og lið-
ið illa en þá var þetta ekid í umræð-
unni. Ég dáist að mömmu fyrir hvað
hún brást rétt við þessu. Alltaf vissi
hún hvað átti að segja eða hvernig
ætti að hressa mig við.
Mamma er langbesta vinkona
min. Ég segi í gríni að naflastreng-
urinn hafi aldrei slitnað, því ég verð
að tala við hana, get bara ekki lifað
án þess. Á tímabili reyndi ég að vera
minna háð henni en viðurkenndi
svo að ég er mömmustelpa. Ég elska
pabba minn líka en mamma veit
bara svo vel hvernig mér h'ður og
þekkir mig út og í gegn. Það hefur
verið hræðilegt tímabil fyrir mömmu
þegar ég var sem veikust. Hún var í
fullri vinnu og kom alltaf (heimsókn
til mín á geðdeildina. Það er ekki
hægt að setja sig í þessi spor.
En í dag eru mamma og maður-
inn minn bakhjarlarnir mínir og það
besta er að þau segjast ekki geta lifað
án hvort annars."
Taugaáfall um tvítugt
„Svo þegar ég var tvítug fékk ég
taugaáfall og var lögð inn á Klepps-
spítala. Þá var ég orðin það veik að
ég þekkti ekki fólkið mitt sem kom í
heimsókn, var í fjóra mánuði á deild-
inni og var sprautuð niður. Þáverandi
kærasta mínum var sagt að ég myndi
aldrei lifa eðlilegu lífi og aldrei kom-
ast út af Kleppi. Ég held að þetta hafi
verið erfiðara fyrir fólkið mitt en mig,
því ég var jú „lyfjuð niður". Ég man
að ég var stöðugt með marblett á
enninu eftir að berja hausnum við
eitthvað.