Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2008, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. MA[ 2008 Fréttir DV SA\DKOR\ ■ Prince Rajkomar, leikmaður Breiðabliks, er kominn á nýjan bíl. Sá er ekkert slor, hvítur Range Rover eins og forstjóramir eiga. Bíllinn kostar frá 8 milljónum nýr og upp í 20 milljón- ir, allt eftir aukahlumm og búnaði. Breiðablik er skipað mörg- um ungum og efriilegum leikmönnum sem enn búa á hótel mömmu og eiga Suzuki Swift eða áiíka náms- mannabQa. Þegar Prinsinn kem- ur snúa merm sér við. ■ Menn hjá Heklu eru ekki par hrifnir þessa dagana. Astæð- an er að frægasti Audi Q7-bíll landsins, bíll útvarpsstjórans Páls Magnússonar, var alltaf að bila. Er það hræðilegt afspurnar þegar lúxusbílar bila strax á fyrsta ári sínu. Audi Q7erflagg- skip Heklu, langdýrasti bfllinn en nýr getur hann kostað það sama og gott einbýlishús, allt eftir ósk- um eigandans. Mikið var skrifað og rætt um bfl Páls enda fara 72 afnotagjöld landans í að borga af bflnum. Sem reyndist svo eldd þola frægðina. ■ Bob Dylan trekkti margan manninn að. Ekki voru allir par hrifnir af frammistöðu hans og sögðu þetta mesta pen- ingaplott í kreppunni. Egill Helga- sonvar mættur og tók nokkur loftgítarsóló ásamt sínum manni. Björgvin Halldórsson var þar einnig og var með kfld. Sagan segir að hann hafi farið í þriðja lagi. ■ Það vakti athygli næturgesta í miðborginni á mánudaginn að þar var mættur einn landsliðs- maðurí knattspymu tveimur dögumfyrir landsleik- inngegn Wales. Var þar Theó- dór Elmar Bjarnason mættur hress og kátur. Theó- dór var ekki í byrjunarliðinu á miðvikudaginn heldur kom inn á sem varamaður. Töluverð umræða var í þjóðfélaginu um drykkjuskap landsliðsmanna eftir að nokkrir skriðu út um glugga til að geta fengið sér í tána fyrir nokkrum árum. ■ Enn bætist við fórnarlömb nýs ritstjóra Morgunblaðsins, Ólafs Stephensen. Hjálmar Jóns- son, fram- kvæmdastjóri Blaðamanna- félags Islands og blaða- maður, og Hjörtur Gíslason, sem skrifað hefur sjáv- arútvegsfréttir bættustíhóp manna sem Ólafur hefúr losað sig við. Ólafur ætlar að frfska upp á Moggann og mun Björn Vignir Sigurpálsson láta af starfi frétta- stjóra og fara á vefinn. Ágúst Ingi Jónsson og Sigtryggur Slgtryggs- son verða fúlltrúar ritstjóra og þá var einn reynslumesti íþrótta- fréttaritari landsins, Sigmundur Ó. Steinarsson, láúnn fara. í gær var fjórmenningunum í hraösendingarmálinu svokallaöa birt ákæra. Annþór Kristján Karlsson, sem kom í Héraðsdóm Reykjavíkur í fylgd fangavarða, neitar sök í málinu. Mönnunum er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um að flytja inn til landsins 5,36 kíló af amfetamíni og 594 grömm af kókaíni frá Þýskalandi með hraðsendingarfyrir- tækinu UPS. Létt var yfir Annþóri í dómsal þó fangaverðir fylgdu honum hvert fótmál. Annþór Kristján Karlsson neitar að hafa átt nokkurn þátt í innflutningi á rúmlega 5,36 kflóum af amfetam- íni og 594 grömmum af kókaíni frá Þýskalandi, en upp komst um mál- ið í nóvember á sfðasta ári. Ákæra gegn Annþóri og þremur öðrum mönnum var þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Mönnun- um er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á efnunum í þeim úlgangi að selja þau, en fíkniefn- in voru flutt til landsins með hrað- sendingarfyrirtækinu UPS. Toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin 15. nóvember síðastliðinn í bifreið fyrirtækisins utan við hús- næði þess á Keflavíkurflugvelli. Annþór er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn með Ara Gunnarssyni og hugðist taka við þeim hér á landi. Hann er sagð- ur hafa miðlað upplýsingum milli Ara og óþekkts sendanda efnanna í Þýskalandi um hvernig sendingin ætú að fara ffam. Annþór er sagður hafa greitt honum samtals rúmlega tvær milljónir króna í þóknun. Starfsmaður neitar sök Ari Gunnarsson er ákærður fyr- ir að hafa komið skilaboðum á milli Jóhannesar Páls Gunnarssonar og Annþórs um hvernig best væri að haga sendingu efnanna þannig að þau kæmust úl skila. f ákærunni segir að hann hafi ætlað að sjá úl þess að Annþór gæú nálgast þau hér á landi. Ari játaði sök í málinu fyrir dómara. Tómas Kristjánsson er ákærð- ur fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn með Jóhannesi og notað sér aðstöðu sína sem starfs- maður harðsendingarfyrirtældsins UPS á Keflavfkurflugvelli úl þess að miðla til hans upplýsingum um hvernig best væri að haga sendingu og móttöku efnanna. Tómas neitaði fyrir héraðsdómi að hafa átt nokk- urn þátt í málinu. Jóhannes Páll er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutnginn og miðlað upplýsingum milli máls- aðila um hvernig best væri að flytja efnin inn. Þá upplýsú hann Ara um að efnin hefðu verið haldlögð. Mennirnir hafa allir setið í gæslu- varðhaldi á meðan rannsókn máls- ins stenduryfir en Tómas hefur set- ið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Létt yfir Annþóri Sakborningarnir mættu all- ir fyrir dómara við þingfestingu málsins í gær. Annþór, sem komst í fréttirnar í vor fyrir að strjúka úr haldi lögreglunnar, kom í hér- aðsdóm í fylgd nokkurra fanga- varða. Annþór var ekki hafður í handjárnum, en fangelsismála- yfirvöldum er heimilt að gera það telji þau ástæðu til. Nokkuð létt var yfir honum og faðmaði hann meðal annars ónefndan fé- laga sinn vel þegar sá kom til þess að fylgjast með málinu í dómsal. Annþór gaf sér auk þess tíma til þess að heilsa blaðamanni sem sat við hliðina á honum. Hjá Fangelsismálastofnun eru fastmótaðar regiur í gildi um flutning fanga frá Litla-Hrauni, en ekki fengust upplýsingar um hvort sérstakur viðbúnaður hafi verið hafður í dómsal í gær. Hins vegar er það almennt svo að pass- að er betur upp á þá fanga sem hafa strokið eða reynt að strjúka. Fangaverðirnir fylgdu Annþóri hvert fótmál, en ekki var að sjá að nokkuð fararsnið væri á honum. Aðalmeðferð í málinu gegn fjór- menningunum fer fram á þriðju- daginn. SKALDIÐ SKRIFAR BLOÐRUFROSKARIBORGINNI KRISTJAN HREINSSON SKALO SKRIFAR. „Öll varþessi lílfiid vidhöfd vegna jiess eins aó ekkifékkst fjönnjólk ikaffid. Hvað ætli þeir eigi nú sameigin- legt Gfsli Marteinn Baldursson og Hannes Hólmsteinn Gissur- arson? Þegar stórt er spurt verð- ur fátt um svör. Ég varð vitni að því um daginn er þrír borg- arfulltrúar komu inn á kaffihús hér í borg. Þetta var á stað sem nefnist Te og kaffi og er f verslun Pennans f Austurstræti og gestirn- ir gáskafullu voru þau Hanna Birna Krist- jánsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Þessu fólki er náttúrlega tamt að eiga staðinn þegar það sér sér fært að líta upp frá aumingjaleikn- um f ráðhúsinu. Og f þetta skipti var engin undantekning gerð frá meginreglu sýndar- mennskunnar. Gfsli Marteinn bókstaflega réðst að afgreiðslumanni með óhróðri og aumingjalegum blammeringum. öll var þessi úlfúð viðhöfð vegna þess eins að ekki fékkst fjörmjólk f kaffið. í framhaldinu kvörtuðu þau þrjú einsog vannærðir vesa- lingar og sögðu verðlag kaffihússins með þeim hætti að ekki væri bjóðandi nokkr- um manni. (Að vfsu gleymdu þau að tíunda það hvaða stjórnmálaflokkur ber ábyrgð á ástandinu. En það er nú önnur saga.) Þessi þriggja krakka klíka ætti að skamm- ast sín í eitt skipti fyrir öll og í raun og veru á ég heimtingu á því sem borgarbúi að slfk andans ofurmenni, sem sitja í fínum emb- ættum, hagi sér allavega sæmilega á op- inberum stöðum, en séu ekki að blása sig út einsog blöðrufroskar. Og reyndar á ég heimtingu á því að embættismenn sem við- hafa svo skítlegt eðli á veitingahúsum borg- arinnar biðjist afsökunar. Það er ekki nóg með að þessi ungmenni bjóði okkur borgarbúum stjórnunarhætti sem varla gerast verri - tafsandi borgar- stjóri sem dregur að sér hottintotta og hálf- menni og hefur ekki annað að segja en: Við látum verkin tala - heldur þurfum við í of- análag að þola skftkast frá þessum skríl. Já, ffflaleikurinn hefði ekki náð frekari fullkomnun nema krakkarnir þrír hefðu kallað til, þá spaugilegu sprelligosana Jobba og Óla Maggadon. Ef frafár veraldar á að spretta frá umræðu um mjólk þurfum við fyrst að fá á hreint hvort mjólkin er búbót eða bagalegt eitur. Vísa dagsins er aftur á móti svona: Það er Ijóst að þettafólk þyrfti að vera i straffi og cetti aðfá sérfíflamjólk Jyrir mat og kaffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.