Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Qupperneq 3

Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Qupperneq 3
Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum 12. des- ember sl. fjárhagsáætlun Kópa- vogsbæjar fyrir árið 2007. Enn sem fyrr hefur Kópavogsbær sérstöðu meðal íslenskra sveit- arfélaga, fjárhagur bæjarins er traustur, rekstarafgangur mikill, íbúafjöldi vex jafnt og þétt og þjónustustig er hátt. Uppkaup lands voru forsenda þessa mikla vaxtar sem hefur ein- kennt Kópavog sl. 16 ár. Ný hverfi hafa risið í Vatnsenda síðustu ár og eru frekari landakaup í honum fyrirhuguð til að tryggja framtíðar- byggingarland bæjarins og áfram- haldandi vöxt hans. Fjárhagsáætlun Kópavogs- bæjar fyrir árið 2007 ber þessar- ar stefnu bæjaryfirvalda glöggt merki. Með byggingu nýrra íbúðahverfa vaxa tekjur sveitar- félagsins og jafnframt útgjöld. Hafa aldrei áður verið ráðgerðar jafn miklar framkvæmdir og fjár- festingar í byggingarlöndum af hálfu Kópavogsbæjar og á næsta ári, samtals 6,8 milljarðar króna. Umsvifamesti málaflokkurinn hvað framkvæmdir snertir eru íþróttamál sem fá í sinn hlut 1,7 milljarð króna, en framkvæmdir við nýjar og gamlar götur verða 1,2 milljarður króna. Tæpur millj- arður fer í framkvæmdir við leik- og grunnskóla og 1,5 milljarður í kaup á nýbyggingarlandi. Helsta vaxtarsvæði Kópavogs verður áfram í Vatnsenda, en ný hverfi rísa einnig í Fossvogsdal og á Kársnesi auk þess sem gert er ráð fyrir framkvæmdum og aukinni þjónustu við eldri hverfi bæjarins. Rekstrarafgangur, veltufé, skuldir, gjöld Þrátt fyrir mikinn vöxt sveitarfé- lagsins og auknar kröfur um meiri þjónustu við íbúa hefur rekstur Kópavogsbæjar gengið vel undan- farin ár. Samkvæmt fjárhagsáætl- un 2007 verður ekki breyting þar á. Gert er ráð fyrir að rekstraraf- gangur ársins, rúmir 2 milljarðar króna, verði 19% af skatttekjum bæjarins en þær eru áætlaðar 10,4 milljarðar króna. Veltufé frá rekstri er 15% af heildartekjum bæjarins. Heildartekjur Kópavogsbæjar árið 2007 eru áætlaðar rúmir 14 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að skatttekjur aukist um 1,2 millj- arða króna milli ára, ef miðað er við endurskoðaða fjárhagsáætl- un ársins 2006, eða um 13%. Gert er ráð fyrir að álagning útsvars og fasteignaskatts haldist óbreytt milli ára og íbúum fjölgi um 4%. Leikskólagjöld og önnur þjónustu- gjöld haldast óbreytt og er það raunlækkun um 7%. Laun og launatengd gjöld eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarsjóðs og stofnana hans og eru 52,3% af heildargjöldum. Áætlað er að útgjöld til rekstrar málaflokka A-hluta verði um 11,2 milljarðar króna sem er um 9% hækkun. Mest hækkun á sér stað á sviði fræðslu- og uppeldismála, eða alls um 700 milljónir króna. Heildarskuldir án lífeyrisskuld- bindinga í árslok 2007 eru áætl- aðar 11,1 milljarður króna, endur- skoðun 2006 gerir ráð fyrir 10,7 milljörðum og heildarskuldir 2005 á árslokaverðlagi 2006 (nv 266,1) eru 10,6 milljarður króna. Einn mælikvarði á fjárhagslega stöðu sveitarfélaga er sá árafjöldi sem það tæki að greiða niður skuldir þess ef engar framkvæmdir væru, hjá Kópavogi er hann áætlaður 4 ár. 3KópavogsblaðiðJANÚAR 2007 ��������� �������������� ��������������� �������� �������� ��������������� ������� ����������� ������������� ������������������ ���������������������������������������������� ������������������������� ��������������������������� ��� ����������������������� ��������������������� � � � � � � � � � � �� ��� ��������� �� ������� ���� � �� ������������� �������������� ���������������� �������� ���������� ��������� ���������������� �������� og Landsbankanum Smáranum Traustur rekstur Kópavogsbæjar Kópavogsbær hefur mikla sérstöðu meðal íslenskra sveitarfélaga, rekstrarafgangur er mikill og fjárhagsstaða sterk. Sterk fjárhags- staða endurspeglar gríðarmikla framkvæmda- getu. Þjónustustigið er mjög hátt. Hafnarstjórn Kópavogs er afar ósátt með það hvaða stefnu starf- semi Einingaverksmiðjunnar Borg- ar hefur tekið, en fyrirtækið er búið að breiða úr starfseminni, langt utan lóðarmarka fyrirtæk- isins. Hafnarstjóra og skrifstofu- stjóra framkvæmda- og tæknis- viðs var falið að ræða við forsvars- menn fyrirtækisins. Hafnarstjórn vill losna við bát- inn Storm SH-333 úr Kópavogs- höfn og var skrifstofustjóra fram- kvæmda- og tæknisviðs falið að skrifa eigendum bátsins bréf þar að lútandi. Hafnarstjórn vill að báturinn fari sem fyrst á brott úr Kópavogshöfn. Á síðasta fundi hafnarstjórnar voru einnig til umræðu málefni Hjálparsveitar skáta, en þau mál eru í vinnslu í skipulagsnefnd. Rætt var um umsókn um Listahús, en skipulags- vinna er í gangi á milli umsóknar- aðila og skipulagsstjóra. Það mál tengist að vissu marki kynningu á skipulagshugmyndum á hafnar- svæðinu, en sá fundur fór fram skömmu fyrir jól í Salnum í Kópa- vogi. Hafnarstjórn ósátt við starfsemi Einingaverks- miðjunnar Borgar Lista- og menningarráð Kópa- vogs hefur keypt fyrir Gerðarsafn á 630 þúsund krónur 7 verk úr myndaröðinni “Landlit” frá um 1967-1970 eftir Valgerði Briem. Verkin eru af stærðinni 55 x 88,5, litaduft, vatn og blönduð tækni. Jafnframt gefa börn Valgerðar Breim 10 myndir í sömu syrpu “Landlit” og myndröðina “Fuglar” - syrpa í heild sinni 14 myndir, frá árunum 1975-1078, tækni túsk. Stærð þeirra er 21 x 14,7. Einnig var samþykkt að þiggja boð um kaup á steindum glugga úr húsi Alberts Guðmundssonar, Lauf- ásvegi 68 Reykjavík, eftir Gerði Helgadóttur fyrir 1,4 milljónir króna. Landlit og steindur gluggi

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.