Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Side 4
4 Kópavogsblaðið JANÚAR 2007
Bláu húsin við Faxafen
Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík
Sími: 568 1800
gleraugad@simnet.is
www.gleraugad.is
Sjóntækjafræðingur með
réttindi til sjónmælinga og
linsumælinga
Greiðslukjör
í allt að 36
mánuði
(visa/euro) Engin útborgun
Árið 2006 var gott ár og hið nýja lofar góðu
Síðasta ár var var sérstakt ár
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópa-
vogi í ljósi þess að það var fyrsta
heila árið sem Sjálfstæðismaður
sat í stól bæjarstjóra Kópavogs.
Þetta var ánægjulegt fyrir okk-
ur Sjálfstæðismenn ekki síst þar
sem við höfum tekið þátt í upp-
byggingu bæjarins á mesta fram-
faraskeiði hans í ásamt Framsókn-
arflokknum frá árinu 1990. Þá
var það sérstaklega ánægjulegt
að eftir hálfs árs setu Gunnars
I. Birgissonar í stól bæjarstjóra
að Sjálfstæðisflokkurinn skildi
vinna sinn stærsta kosningasigur
í bænum frá upphafi.
Eitt heitasta málið kosningabar-
áttunni voru kaup bæjarins á Glað-
heimalandinu eða Gustsvæðinu
svo kallaða. Bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn lagði þá verðmat nokkurra
fasteignasala á landinu til grund-
vallar ákvörðun sinni. Nú er ljóst
ef mið er tekið af sölu á byggingar-
rétti á landinu sem samþykkt var
í bæjarstjórn fljótlega eftir áramót
að væntingar hafa gengið eftir.
Búið er að loka dæminu og hagn-
aður í samræmi við það sem gert
var ráð fyrir. Þá flýtir þessi gjörn-
ingur uppbyggingu á svæðinu sem
gefur miklar tekjur í bæjarsjóð. Þá
fá hestamenn lausn til framtíðar á
sínum málum.
Á árinu 2006 var að venju mik-
ið um framkvæmdir. Í upphafi árs
voru hafnar framkvæmdir við end-
urbætur á Sundlaug Kópavogs
og mun þeim ljúka síðar á þessu
ári. Óhætt er að segja að um gjör-
breytta sundlaug verður að ræða
þó svo að 50 metra laugin verða
áfram stollt Sundlaugar Kópavogs.
Nýir og glæsilegir búningsklefar
munu verða teknir í notkun, ný
innilaug sem er 25X15m mun
taka við gömlu lauginni auk þess
sem byggð verður til viðbótar ný
10x6 m yfirbyggð barnalaug fyr-
ir ungbarnasundið. Þá verða 2
nýir útipottar teknir í notkun auk
nuddpotts. Einnig verður bætt við
barnavaðlaug með leiktækjum.
Hér verður því um eina flottustu,
ef ekki allra flottustu, sundlaug
landsins að ræða og þótt víðar
væri leitað.
Verulega bætt aðstaða til
knattspyrnuiðkunar
Það var líka ánægjulegt á
síðasta ári að Kópavogsbær og
Knattspyrnusamband Íslands und-
irrituðu tímamótasamkomulag
um afnot og aðstöðu í knatthúsi
Kópavogsbæjar sem rísa mun í
Vallarkór í Vatnsendahverfi síðar á
árinu í tengslum við uppbyggingu
Knattspyrnuakademíu Íslands. Þar
með verður enn bætt svo um mun-
ar aðstaða til knattspyrnuiðkunar í
Kópavogi. Markmið samkomulags-
ins er m.a að tryggja að knatthús-
ið, sem uppfylla mun skilyrði sem
sett eru vegna kappleikja á alþjóð-
legum vettvangi, fái enn betri nýt-
ingu.
Það kemur kannski á óvart að
það sé þörf fyrir nýtt knatthús í
bæjarfélaginu þar sem þrjú sveit-
arfélög ætluðu að standa að bygg-
inu Fífunnar á sínum tíma og var
talið að það myndi anna allri þörf.
Að sumu leyti má líkja þessu við
áætlanir á notkun vegamannvirkja
þar sem allir útreikningar og spár
um notkun eru ávallt undir því
sem raun verður á. Þetta skýrist af
því að aukin gæði leiða til aukinn-
ar eftirspurnar og þar með meiri
notkunar og víst er að bæði knatt-
húsin munu verða full nýtt af íbú-
um og æsku Kópavogs fljótlega
eftir að Knatthúsið í Kórahverfi
verður risið.
Okkur Kópavogsbúum hefur öðl-
ast sá heiður að halda næsta lands-
mót UMFÍ. Af því tilefni var ákveð-
ið að reysa nýja stúku á aðal knatt-
spyrnuleikvangi HK og Breiðabliks
í Smáranum. Stúkan mun verða
tilbúin fyrir næsta keppnistímabil
enda verður landsmótið haldið
í byrjun júlí. Hér er um veglegt
mannvirki að ræða og er heildar-
kostnaður áætlaður 300 m. kr. og
mun hún að rúma 500 manns.
Æfingasvæði HK í Fagralundi
hefur verið í mikilli uppbyggingu
á undanförnum árum. Ekki aðeins
hefur æfinga og keppnissvæðið ver-
ið að taka stakkaskiptum síðustu
ár heldur hefur félagsaðstaðan ver-
ið bætt til muna með tilkomu nýs
félagsheimilis á Svæðinu. Síðasta
sumar var svo tekinn í notkun nýr
gervigrasvöllur á svæðinu sem nýt-
ist sem æfingasvæði bæði fyrir HK
og Breiðablik. Einnig var lokið við
að setja sparkvelli með gervigrasi
við alla grunnskóla í bænum ef frá
eru taldir nýjustu skólarnir sem
enn eru í byggingu. Vellir þessir
þjóna ekki aðeins vel í tengslum
við skólastarf og frístundir tengd-
ar skólastarfi heldur hafa þeir líka
sannað notagildi sitt þegar hlé er á
skólastarfinu hvort sem það er yfir
hátíðarnar, í vetrafríi skólanna eða
yfir sumarið.
Íþróttahús með tveimur
löglegum handboltavöllum
Iðkendur handbolta eiga líka
eftir að sjá mikla breytingar á næst-
unni. Íþróttahús sem rísa mun í
tengslum við nýja knatthúsið verð-
ur að öllum líkindum tvöfalt að
stærð. Þ.e.a.s. með tveimur lög-
legum handboltavöllum, en eldri
teikning gerði ráð fyrir einum velli.
Þá er í fjárhagáætlun gert ráð fyr-
ir að hafist verði handa annað
handknattleikshús þótt gerð þess
og endanleg staðsetning liggi ekki
fyrir.
Tennis íþróttinn fékk líka sinn
skerf á síðasta ári því í júlí s.l. var
tekin fyrsta skóflustungan að nýrri
tennisaðstöðu innanhúss, Tenn-
ishöllinni Kópavogi. Hún verður
staðsett að Dalsmára 13 við hlið-
ina á útivöllum TFK. Tennishöllin
mun hýsa þrjá tennisvelli auk þjón-
ustuaðstöðu.
Stórum áfanga var náð í uppbyg-
ingu gólfvalla GKG. Að vori síðasta
árs afhentu bæjarstjórar Kópavogs
og Garðabæjar Golfklúbbi GKG
nýtt golfvallarsvæði í Leirdal. Um
er að ræða 9 holu viðbót við golf-
völl klúbbsins við Vífilsstaði.
Golfvöllurinn var ekki eina sam-
starfsverkefni Kópavogsbæjar og
Garðabæjar sem var afjúpað rétt
fyrir kosningar, því bæjarstjórarnir
vígðu líka stíg sem liggur meðfram
Hafnarfjarðarvegi og brú yfir Kópa-
vogslæk. Stígurinn tengir saman
Garðabæ og Kópavog og gerir hjól-
reiðafólki og gangandi vegfarend-
um kleift að fara milli sveitafélag-
anna á greiðari hátt og án þess að
farið sé út á Hafnarfjarðarveginn.
En það er ekk i nóg að
byggja mannvirki, svo ekki sé
talað um íþróttamannvirki og
stunda íþróttir af kappi án þess
að sýna fyrirhyggju. Af því tilefni
gerðu Kópavogsbær og Vátrygg-
ingafélag Íslands, VÍS, með sér
tímamótasamning sem felur í sér
að VÍS slysatryggir öll börn undir
18 ára aldri sem stunda íþróttir
eða aðra skipulagða félagsstarf-
semi í Kópavogi. Þetta mun vera
í fyrsta sinn sem bæjarfélag trygg-
ir börn og unglinga með þessum
hætti og er það vel.
Nýir leikskólar
og grunnskóli
Margir nýir leikskólar hafa ver-
ið byggðir á undanförnum árum
enda hefur börnum í Kópvogi
fjölgað hvað mest sveitarfélaga
á landsvísu á meðan þeim hefur
fækkað t.d. í Reykjavík. Árið 2005
var tekinn í notkun nýr leiksskóli
í Vatnsendahvarfi og var gerður
sérstakur samstarfssamningur
við einkaaðila um rekstur hans. Á
árinu 2006 var svo reistur nýr leik-
skóli í Kórahverfi. Leikskólinn er
6 deilda og rúmar hann 120 börn.
Nýr grunnskóli var einnig tekinn
í notkun í hverfinu og hlaut hann
nafnið Hörðuvallarskóli.
Í upphafi síðasta árs voru niður-
greiðslur vegna daggæslu barna
hækkaðar umtalsvert. Markmið
hækkunarinnar var að gera þjón-
ustu hjá dagforeldrum fjárhagslega
samkeppnishæfa við leikskólaþjón-
ustu. Foreldrar allra barna sem
dvelja hjá dagforeldrum og eiga
lögheimili í Kópavogi eiga rétt á
niðurgreiðslum dvalargjalds. Þá
var síðar á árinu tekin upp sú
nýjung að greiða sömu upphæð,
30.000 krónur, til foreldra og fer í
niðurgreiðslu dagforeldra. Þetta
var gert til þess að gera foreldrum
auðveldara með að dvelja heima
á fyrstu mánuðum barna sinna ef
þeir kysu svo eða leysa mál sín
með öðrum hætti.
Stundum hefur verið talað um
að aldurinn frá 16-18 ára aldurs
sé hinn gleymdi aldur í lífi unga
fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn í
Kópavogi markaði sér því þá ste-
fnu á sínum tíma að koma skildi
sérstaklega til móts við þennan
hóp. Niðurstaðan varð sú að reisa
sérstakt unglingahús þar sem
starfsemi þess tæki mið af þörfum
þessa aldurshóps. Framkvæmdir
við húsið hófust á síðasta ári og
eru þær langt komnar. Húsið var
reist í nágrenni við Gerðarsafn og
Salinn, tónslistarhús Kópavogs.
Ekki er vafi á að sú starfsemi sem
þar mun fara fram á eftir skila sér
með sama hætti og önnur starf-
semi á þessu svæði. Í tenglsum
við byggingu Unglingahússins var
einnig reist nýtt bílastæðahús sem
mun þjóna svæðinu í heild sinni.
Húsnæði fyrir eldri
borgara
Skortur á viðeigandi húsnæði
fyrir eldri borgara var talsvert til
umræðu á síðasta ári. Kópavogs-
búar eru vægast sagt orðnir lang-
þreyttir á þeim biðlista sem nú er
eftir hjúkrunarrýmum í bænum.
Úthlutunarreglur ríkisins virðast
ekki taka miða af íbúaþróun í ein-
staka sveitarfélögum og er það í
raun alveg ólíðandi. Af þessum sök-
um var ákveðið að skipulegga og
hefjast handa við nýja byggð fyrir
eldri borgara í Boðaþingi. Þetta
var gert í samvinnu við Hrafnistu
og hefur undirbúningur tekið nokk-
ur ár. Þarna munu verða Hjúkrun-
arrými, svo kallaðar öryggis- eða
þjónustuíbúðir og loks gerir skipu-
lagið ráð fyrir að einkaaðilar geti
byggt þarna íbúðir í tengslum við
þjónustumiðstöð sem rísa mun á
svæðinu. Því miður hefur komið
bakslag í þessa uppbyggingu þar
sem hugmyndafræðin á bakvið
verkefnið hefur ekki hlotið náð hjá
heilbrigðisráðuneytinu.
Á á síðasta ári fengum við Kópa-
vogsbúar loks kirkjugarð í bæinn
en hann liggur á mörkum Linda- og
Salahverfis. Það fer svo að styttast
í að byggð verði kirkja fyrir Linda-
sókn við hlið garðsins.
Bæjarfélag í úrvalsdeild
Þrátt fyrir allar þær framkvæmd-
ir, bættu þjónustu og lækkun þjón-
ustugjalda hefur reksturinn aldrei
gengið betur. Skuldir hafa verið
að lækka og rekstrarafgangur hef-
ur gefið mikið svigrúm til fram-
kvæmda eins og sjá má af því sem
að framan er talið.
Í nýrri fjárhagsáætlun sem lögð
var fram á fundi Bæjarstjórnar
Kópavogs í desember voru megin
niðurstöður áætlunarinnar eftir-
farandi:
• Áframhaldandi mikill rekstrar-
afgangur Kópavogsbæjar á þessu
ári sem stefnir í að nema 30% af
skatttekjum á næsta ári.
• Álögur á bæjarbúa lækka um
560 milljónir króna.
• Hátt framkvæmdastig, þar sem
1,7 milljarðar króna fara í íþrótta-
mannvirki, 1,5 milljarðar króna í í
byggingu skóla og leiksskóla og 1,2
milljarðar króna í götur; bæði end-
urnýjun eldri gatna svo og nýjar.
• Áfram verður fjárfest í landi og
byggt upp af sama krafti.
• Skuldir bæjarins munu lækka.
Af öllu framansögðu má ljóst
vera að undir styrkri stjórn Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokks hef-
ur síðasta ár ekki aðeins verið
viðburðaríkt heldur hefur mikill
árangur staðfest að bærinn er í
úrvalsdeild þegar kemur að saman-
burði við önnur sveitarfélög.
Ármann Kr. Ólafsson
Forseti bæjarstjórnar Kópavogs
Kópavogsbúar eru
vægast sagt orðnir lang-
þreyttir á þeim biðlista
sem nú er eftir hjúkr-
unarrýmum í bænum.
Úthlutunarreglur rík-
isins virðast ekki taka
miða af íbúaþróun í
einstaka sveitarfélög-
um og er það í raun
alveg ólíðandi. Af þess-
um sökum var ákveð-
ið að skipulegga og
hefjast handa við nýja
byggð fyrir eldri borg-
ara í Boðaþingi.
Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs.
Auglýsingasími: 511 1188 - 895 8298