Kópavogsblaðið - 01.01.2007, Page 10
10 Kópavogsblaðið JANÚAR 2007
Félag í eigu Sparisjóðs Kópa-
vogs hefur keypt húsið sem er
í byggingu sunnan Hálsatorgs í
miðbæ Kópavogs. SPK mun eft-
ir sem áður vera með útibú að
Hlíðasmára 19.
SPK mun ekki nýta allt húsið,
heldur um helming hverrar hæðar
og verður sóst eftir leigjendum í
önnur rými. Ekki liggur fyrir hverjir
það verða en markmið SPK er að fá
þjónustu inn á neðri hæðina sem
muni virka jákvætt á viðskipta- og
mannlífið í miðbæ Kópavogs.
“Forsendur kaupa okkar eru þær
að okkar mat er að mikið tækifæri
sé í staðsetningu hússins. Einnig
mun aðgengi að húsinu vera til fyr-
irmyndar og hringtorg sitt hvorum
megin við brúnna í framtíðinni. Hús-
ið er auk þess nútímalegt, glæsilegt
og mun verða miðbæ Kópavogs og
SPK til mikils sóma. Uppbygging
miðbæjar Kópavogs hefur verið
aðdáunarverð og afar jákvætt að
mönnum hafi tekist það á sama
tíma og ný hverfi hafa risið.
Viðskiptavinir okkar hafa einnig
margir sagt okkur um alllangt skeið
að þeir vilji sjá SPK með höfuð-
stöðvar sýnar í miðbæ Kópavogs.
Markmiðið er umfram allt að geta
þjónustað viðskiptavini okkar enn
betur og stuðningur við framtíðar-
áform okkar en æ fleiri viðskipta-
vinir vilja njóta persónulegrar þjón-
ustu SPK,” segir Carl H. Erlingsson
sparisjóðsstjóri SPK.
Þann 20. desember voru braut-
skráðir nemar frá Menntaskól-
anum í Kópavogi, við hátíðlega
athöfn í Digraneskirkju. Alls 47
stúdentar, 17 iðnnemar og 12
nemendur af skrifstofubraut.
Þá brautskráðust 3 nemar úr
meistaraskóla matvælagreina.
Einnig útskrifuðust frá skólan-
um á þessu hausti 20 flugþjón-
ustunemar þannig að alls voru
brautskráðir 99 nemar frá
Menntaskólanum í Kópavogi á
þessu hausti.
Í máli Margrétar Friðriksdótt-
ur, skólameistara, kom m.a. fram
að á haustönn hefur verið í gangi
umfangsmikil vinna að undirbún-
ingi og innleiðingu á gæðastjórn-
unarkerfi skv. ISO 9001 sem er
alþjóðlegur staðall um gæða-
stjórnunarkerfi og þær kröfur
sem þarf að uppfylla. Stefnt er að
því að sækja um vottun á kerfinu
fyrir lok þessa skólaárs. Skólinn
hefur ráðið Þór Steinarsson sem
gæðastjóra og hefur hann störf
við upphaf vorannar 2007.
Upplýsingatæknin verk-
færi í öllum námsgreinum
Fimm ára áætlun skólans um að
gera upplýsingatæknina að verk-
færi í öllum námsgreinum er nú
að ljúka. Skólinn hefur sett sér
áframhaldandi stefnu til ársins
2010 um að vinna áfram á þessari
braut enda hafa flestir nemar skól-
ans nú yfir að ráða fartölvu og
kennarar hafa unnið mikið og óeig-
ingjarnt starf við að skipuleggja
áfanga í samræmi við upplýsinga-
stefnu skólans.
MK er aðili að Evrópusambandi
hótel- og ferðamálaskóla en árlega
er haldin Evrópukeppni á þessu
sviði. Dagana 7.-12. nóvember sl.
komu saman á Írlandi um 300 þátt-
takendur frá 33 Evrópulöndum til
að keppa sín á milli. Fulltrúar MK
og Íslands að þessu sinni voru
ferðamálaneminn Íris Jóhannes-
dóttir og bakaraneminn Ragnar
Th. Atlason. Þau sýndu bæði frá-
bæran árangur ok komu heim
með tvenn gullverðlaun.
Forseti bæjarstjórnar, Ármann
Kr. Ólafsson, afhenti útskriftar-
nemum viðurkenningar úr Viður-
kenningarsjóði MK sem stofnaður
var af bæjarstjórn Kópavogs árið
1993. Tveir nemar hlutu viður-
kenningu að þessu sinni, stúdent-
arnir Valgeir Tómasson og Rúnar
Helgason fyrir einstakan námsár-
angur en Rúnar var jafnframt að
ljúka iðnmeistaranámi í bakara-
iðn.
Menntaskólinn í Kópavogi tekur í
notkun nýtt gæðastjórnunarkerfi
Hverafold 1-5
Grafarvogi
Núpalind 1
Kópavogi
Reykjavíkurvegi 62
Hafnarfirði
Opnunartími:
Virka daga 16 - 22
Um helgar 12 - 22
Stór pizza
með 2 áleggjum
Fánar SPK eru þegar komnir við húsið, en verktakinn, byggingafyrir-
tækið RIS ehf., mun skila því á næstu mánuðum.
99 nemar útskrifuðust frá MK skömmu fyrir jól. Hér er hópurinn í Digraneskirkju eftir útskriftarathöfnina.
SPK á Hálsatorg
að vori
S.l. þriðjudag samþykkti bæjarstjórn Kópavogs eignarnám á hluta Vatnsendajarðarinnar við Elliðavatns,
eða 863 hektara lands, sem felur í sér að eigandi jarðarinnar, Þorsteinn Hjaltested, fær greiddar 2,2 millj-
arða króna auk þess að fá í sinn hlut 300 skipulagðar sérbýlislóðir auk 11% allra lóða sem skipulagðar
verða á svokölluðum H-reit. Minnihluti bæjarstjórnar taldi sáttina færa Þorsteini allt að 12 milljarða
króna, en bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson, taldi slíkar fullyrðingar fráleitar, en með sáttinni yrði ungu
fólki tryggt byggingarland til framtíðar. Myndin er tekin austan Elliðavatns.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti eignarnám á Vatnsendajörðinni