Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 10
þess hvernig við stundum okkar útgerð, og þá notkun á orku og sparnað. Enginn er lengur í þessu villta veiðimannaumhverfi þar sem hver og einn reynir að ná eins miklu og hann mögulega getur. Þú ert að horfa á markaðinn og kostnaðinn við veiðarnar sem gjörbreytir umhverf- inu þegar kemur að orkunýtingu,“ sagði Kolbeinn en ef aðeins er horft til uppsjávarveiðanna þá kemur vel í ljós hversu mjög hefur dregið úr olíunotkun flotans. Fyrir hvert tonn af uppsjávarfiski eru í dag notaðir fimmtán lítrar fyrir hvert hráefnis- tonn sem kemur í land en þeir voru fjörutíu fyrir aðeins áratug. Öfgarnar í þessu birtast þegar haft er hugfast að í uppsjávarfiski eru að koma á land 500.000 til milljón tonn á ári. svavar@frettabladid.is Ársfundur 2016 Dagskrá 1. Fundur settur. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Gerð grein fyrir ársreikningi. 4. Tryggingafræðileg úttekt. 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. 6. Önnur mál. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl 2016 kl. 17:00, að Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Reykjavík 15.03.2016 Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda umhverfismál Íslenskur sjávarút- vegur er langt kominn með að upp- fylla markmið loftslagssamningsins sem Ísland og flestallar aðrar þjóðir heims settu nafn sitt við á loftslags- ráðstefnunni í París í desember. Á næstu fimmtán árum, gangi allt eftir, mun losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenska flotanum að öllum lík- indum minnka töluvert umfram það markmið sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir – eða að draga úr losun um 40 prósent miðað við árið 1990. Kolbeinn Árnason, fráfarandi framkvæmdastjóri Sambands fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS), kom inn á þessi atriði og fleiri á vorfundi Lands- nets í síðustu viku. „Staðan á okkur í dag er sú, ef við tökum markmiðin frá París sem segja 40 prósent frá 1990, að við erum eig- inlega nánast komin þangað. Sam- drátturinn í sjávarútvegi frá 1990 er nú þegar 29 prósent, og okkar spá er, ef áfram heldur sem horfir, að við eigum tiltölulega auðvelt með að klára þessar lágmarkskröfur sem gerðar eru til okkar – að fara niður í 40 prósent. Spáin gerir ráð fyrir því að við náum að draga þetta saman um 50 prósent fyrir árið 2030,“ sagði Kolbeinn en rakti að vissulega væru losunarspár háðar óvissu. Það er mat Kolbeins að þessi árangur hafi náðst í íslenskum sjáv- arútvegi vegna þess að rétt hafi verið staðið að nýtingu auðlindarinnar. Að veiða hvern fisk útheimti miklu minni orku en áður var, enda auðvelt að sækja fisk þegar jafn mikið er af honum í sjónum og raun ber vitni. Nefndi hann sérstaklega að hagræð- ing í sjávarútvegi hefur verið mikil – nú eru skjólstæðingar SFS að gera út 49 skip til veiðanna en þau voru 111 árið 1990. Á síðustu þremur árum hefur meðalaldur flotans lækkað að meðaltali um þrjú ár árlega og er nú 26 ár – en hann er hins vegar aðeins 18 ár í Noregi svo dæmi sé tekið. „Það er mikið breytt viðhorf til Nú þegar komin nærri loftslagsmarkmiði Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki losa 29 prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en árið 1990. Þau munu að óbreyttu uppfylla Parísarmarkmiðið og gott betur árið 2030. Gæðahugsun en ekki magnveiði skilar miklum verðmætum. Bylting í fiskimjölsiðnaði l Fiskimjölsverksmiðjur skýra árangur í loftslagsmálum ekki síður en breytingar á sókn og nýrri skip - ekki síst með raf- væðingu verksmiðjanna. l Fjárfesting fyrirtækjanna við að færa fiskimjölsiðnaðinn til nútímans er 50 til 60 milljarðar á fáeinum árum, en verksmiðj- unum hefur fækkað úr 22 árið 2000 í ellefu árið 2015. l Sjö verksmiðjur geta keyrt á raf- magni alfarið, en búa við tíðar skerðingar með orku. Undanfarin ár hafa verið stigin stór skref við að yngja fiskiskipaflotann upp. Frétta- blaðið/Vilhelm Kolbeinn Árnason, fráfarandi framkvæmdastjóri Sambands fyrir- tækja í sjávarútvegi (SFS) Árið 1981 – 460.000 þorsktonn veidd – skila 43 milljörðum Árið 2015 – 180.000 þorsk- tonn veidd – skila 86 millj- örðum 1 2 . a p r í l 2 0 1 6 Þ r i Ð J u D a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð WWW.BÍLALAND.IS GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI SANTA FE III PREMIUM Nýskr. 10/12, ekinn 62 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ! 5.890 þús.Rnr. 170420 FRÁBÆR KAUP ÚRVAL BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI! NOTAÐRA BÍLA NISSAN JUKE ACENTA Nýskr. 09/14, ekinn 11 þús km. bensín, sjálfskiptur Rnr. 143339 VERÐ kr. 3.090 þús. FRÁBÆR KAUP PEUGEOT 3008 Nýskr. 02/15, ekinn 16 þús km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 283578 VERÐ kr. 3.890 þús. FRÁBÆR KAUP RENAULT CLIO EXPRESSION Nýskr. 06/15, ekinn 31 þús km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 143325 VERÐ kr. 2.690 þús. FRÁBÆR KAUP SUZUKI GRAND VITARA Nýskr. 06/14, ekinn 60 þús km. dísil, beinskiptur. Rnr. 370007 VERÐ kr. 3.990 þús. FRÁBÆR KAUP HYUNDAI ix20 COMFORT Nýskr. 09/13, ekinn 47 þús km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 120951 VERÐ kr. 2.950 þús. FRÁBÆR KAUP HONDA CIVIC ELEGANCE Nýskr. 06/15, ekinn 13 þús km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 170426 VERÐ kr. 3.790 þús. FRÁBÆR KAUP 1 2 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 7 -3 E C 8 1 9 0 7 -3 D 8 C 1 9 0 7 -3 C 5 0 1 9 0 7 -3 B 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.