Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 8
Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl 2016 að Hátúni 10, jarðhæð. Fundurinn hefst kl. 17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2016 Hilton Reykjavík Nordica Fimmtudaginn 14. apríl kl. 14 • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landsvirkjunar Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Auðlind fylgir ábyrgð • Edda Hermannsdóttir stjórnar umræðum að fundi loknum Auðlind fylgir ábyrgð Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 14. apríl kl. 14-16. Þar kynnum við fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækisins og hvetjum til opinnar umræðu um þau tækifæri og áskoranir sem framundan eru. Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is. Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is Kjaramál Næsti fundur í kjara- deilu  flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemj- ara.  Nokkur röskun hefur  orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnu- bann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smá- vægileg röskun á millilandaflugi. Sigurður Guðnason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flug- valla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvelli var lokað klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innan- landsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli og ferja farþega til Reykjavíkur. önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur. Hið sama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir brott- för á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að ein- hver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykja- víkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferða- lagið.“ olikr@frettabladid.is Með fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar hvorki gekk né rak með viðræðurnar þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 pró- sent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til. Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugum- ferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugum- ferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn.  Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræð- urnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni. ✿ Flugumferð og fjöldi flugumferðarstjóra 2009–2015 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% -10% 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 n Flugumferð í Keflavík n Flugumferð á íslenska flugumferðarsvæðinu n Fjöldi flugumferðarstjóra Heimild: FÍF Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands 1 2 . a p r í l 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a Ð I Ð 1 2 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 7 -2 F F 8 1 9 0 7 -2 E B C 1 9 0 7 -2 D 8 0 1 9 0 7 -2 C 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.