Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 14
„Við notum þá reynslu á góðan
hátt. Við teljum okkur það reynslu-
miklar og það góðar að við ætlum
ekki að leyfa því að gerast aftur. Við
berum virðingu fyrir hverjum and-
stæðingi en förum í hvern leik með
það að markmiði að vinna hann.
Ef við gerum það ekki þá fyrst eru
hættumerkin til staðar,“ segir Mar-
grét Lára Viðardóttir.
Í dag
18.30 Man. City - PSG Sport
18.30 Real Madrid - Wolfsb. Sport 2
19.00 Tindastóll - Haukar Sport 3
20.45 Meistaramörkin Sport
Magnaður árangur
gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt
níunda mark á almanaksárinu
2016 þegar hann tryggði Swansea
City 1-0 sigur á Chelsea í ensku
úrvalsdeildinni um helgina.
aðeins tveir leikmenn hafa
skorað fleiri mörk í ensku úrvals-
deildinni á þessu ári en það eru
framherjarnir Sergio aguero hjá
Manchester City og Harry Kane
hjá Tottenham.
Þeir tveir hafa vissulega skorað
fleiri mörk en gylfi á þessu ári
en þeir hafa ekki skorað í fleiri
leikjum.
gylfi hefur aldrei skorað meira
en eitt mark í leik og mörkin hans
hafa því komið í níu leikjum.
Enginn annar leikmaður ensku
úrvalsdeildarinnar hefur náð því
að skora í níu leikjum á árinu 2016.
gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað
11 mörk í 14 leikjum þar af fjögur
mörk í síðustu fimm leikjum.
gylfi skoraði í leikjum á
móti Manchester uni-
ted, Sunderland, Ever-
ton, West Bromwich
albion, Crystal
Palace, norwich,
Bournemouth,
Stoke City og
Chelsea.
Harry Kane
hefur skorað 11 mörk í
14 leikjum á árinu 2016
en hann hefur skorað
í átta af leikjunum eða í
einum færri en gylfi.
Nýjast
www.apotekarinn.is
- lægra verð
NICOTINELL Afslátturinn gildir af:· 204 stk. pökkum· Öllum bragðtegundum
· Öllum styrkleikum
15%AFSLÁTTUR
Nicotinell-204-15%-5x10-apotekarinn copy.pdf 1 15/03/16 15:11
Fótbolti Eftir nokkurra mánaða
bið hefur Ísland að nýju leik í und-
ankeppni EM 2017 en liðið mætir
Hvít-rússum ytra klukkan 15.00 í
dag. Leikurinn fer fram í Minsk en
þar hefur farið vel um íslensku leik-
mennina að sögn fyrirliðans, Mar-
grétar Láru Viðarsdóttur.
„Hér erum við á glæsilegu hóteli
og fáum frábæran mat. Það fer mjög
vel um okkur. Þetta sýnir metnað
hjá KSÍ sem bókar það besta fyrir
okkur. Þannig á það líka að vera,“
sagði Margrét Lára við Fréttablaðið
í gær.
Stórt ár fram undan
Margrét Lára er nú aftur komin til
Íslands eftir sjö ára dvöl í atvinnu-
mennsku og þar sem tímabilið hér á
landi hefst ekki fyrr en í næsta mán-
uði er langt síðan hún fékk að spila
alvöru mótsleik.
„Loksins, segir maður bara. Það
er gott að geta spilað þessa EM-leiki
aftur og klárað þetta verkefni með
því að komast áfram. Það er stórt
ár fram undan og við erum mjög
spenntar fyrir því að hefja það fyrir
fullt og allt.“
Læri að lifa með þessu
Margrét Lára á sannarlega ótrú-
legan landsliðsferil að baki sem
telur alls 105 leiki og 75 mörk. Það
er ekki síst merkilegt í ljósi þess að
hún hefur verið að glíma við þrálát
meiðsli aftan í læri, mismikið þó,
undanfarin átta ár. Hún segir að
staða hennar sé í raun óbreytt eftir
veturinn.
„Þetta er það sem ég þarf að
lifa með. Það koma góðir tímar
og slæmir en þessi meiðsli munu
fylgja mér út minn feril. Ég læri
sífellt betur inn á þetta og hvernig
ég get stjórnað álaginu. En ég held
að ég verði aldrei laus við þetta. Því
miður,“ segir Margrét Lára hrein-
skilin.
Refsað eftir Algarve
Hún fór með landsliðinu til algarve
í febrúar þar sem hún spilaði tvo
heila leiki á tíu dögum auk þess sem
hún æfði milli leikja. Það var mikið
álag.
„Það verður að teljast nokkuð gott
í mínu tilfelli en mér var svo „refsað“
þegar ég kom heim. Þá þurfti ég að
taka skref til baka en nú er ég orðin
nokkuð góð á ný,“ segir hún en Mar-
grét Lára ítrekar að hún njóti fót-
boltans sem aldrei fyrr á ferlinum.
„Mér líður mjög vel eins og er.
Ég tek bara einn dag og einn leik
fyrir í einu og nýt stundarinnar. Ég
er landsliðsmaður og fyrirliði og
nýt þess í botn að spila fótbolta. Ég
hugsa bara jákvætt því annað brýtur
mann bara niður. Ef rétta hugarfarið
er ekki til staðar þá er þetta töpuð
barátta.
Ætlum að vinna
Ísland er með fullt hús stiga í undan-
keppninni og vann 2-0 sigur á Hvít-
rússum á Laugardalsvelli í haust.
Skotar eru einnig með fullt hús stiga
en eftir fimm leiki.
Ísland hefur spilað þrjá en þessi
lið mætast í Falkirk þann 3. júní
og skiptir því miklu máli að mis-
stíga sig ekki fyrir uppgjörið gegn
Skotum.
Kvennalandsliðið hefur áður mis-
stigið sig á útivelli í undankeppnum
stórmóta og segir Margrét Lára að
það sé víti til varnaðar.
Verð aldrei
laus við
meiðslin
Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100
prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana
undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska
landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag.
Margrét Lára er klár í Hvít-Rússaleikinn. Mynd/HiLMAR
Það koma góðir
tímar og slæmir en
þessi meiðsli munu sennilega
fylgja mér út minn feril.
Margrét Lára Viðarsdóttir
Domino’s-deild kvenna, undanúrslit
Haukar - Grindavík 74-39
Haukar: Helena Sverrisdóttir 24/13 frá-
köst/4 varin, Sylvía Hálfdanardóttir 12/14
fráköst, Shanna Dacanay 9, Pálína María
Gunnlaugsdóttir 8, Jóhanna Björk Sveins-
dóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Þóra
Kristín Jónsdóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2,
Hanna Þráinsdóttir 2, Rósa Pétursdóttir 2,
Sólrún Gísladóttir 2, María Sigurðardóttir 2.
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 14/8
fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Sigrún
Elfa Ágústsdóttir 4, Petrúnella Skúla-
dóttir 4, Hrund Skúladóttir 3, Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir 3/4 fráköst, Björg Guðrún
Einarsdóttir 3, .
Haukar unnu einvígið, 3-2.
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikur@365.is
1 2 . a p r í l 2 0 1 6 Þ r i Ð J U D a G U r14 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð
sport
1
2
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
0
7
-4
D
9
8
1
9
0
7
-4
C
5
C
1
9
0
7
-4
B
2
0
1
9
0
7
-4
9
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K