Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 13
Meðal viðbragða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við ásökunum um vanskráningu eignar- haldsfélags í hagsmunaskrá þing- manna vorið 2009 er sú afdráttar- lausa fullyrðing hans að reglur um hagsmunaskráningu þingmanna nái ekki til eignarhaldsfélaga. Bjarni leggur þann skilning í orðalagið að skrá skuli „[h]eiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnu- rekstri, sem alþingismaður á hlut í og fer yfir [tiltekin viðmið]“ að þess sé ekki krafist að þingmenn skrái félög sem ekki eru í atvinnurekstri. Þessi málsvörn Bjarna gefur tilefni til nokkurra athugasemda. 1. Ef litið er yfir sambærilegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna í öðrum ríkjum – s.s. í Danmörku, Noregi, Bandaríkj- unum, Bretlandi og Ástralíu – fæst ekki betur séð en að þær nái allar skýrt til eignarhaldsfélaga. 2. Þótt greina megi á um nákvæmt vægi slíks samanburðar er þó ljóst að hann skiptir sérstöku máli í tilviki dönsku reglnanna, en í upplýsingum á vef Alþingis kemur fram að íslensku regl- urnar séu samdar með hliðsjón af þeim dönsku (en einnig var horft til þeirra norsku). 3. Jafnvel þótt samanburður við reglur annarra ríkja væri settur til hliðar, að dönsku og norsku reglunum meðtöldum, þá stendur eftir að orðalagið sem málsvörn Bjarna byggir á er í besta falli tvírætt – en ef raunverulegur vafi leikur á því hvort orðalagið nái til eignar- haldsfélaga virðist það eðlileg krafa til þingmanna að þeir hafi varann á og skrái slík félög. Þótt túlkun reglnanna sé í einhverj- um skilningi „á ábyrgð þing- manna sjálfra“, þá bera þeir þá ábyrgð gagnvart almenningi en ekki sjálfum sér. Auk þess kemur það skýrt fram í reglunum að skrifstofa Alþingis geti veitt upplýsingar og leiðbeiningar um framkvæmd skráningar. 4. Þá er eðlilegt að gefa gaum að til- tekinni skýringarreglu sem fram kemur í athugasemdum frum- varps að stjórnsýslulögum, þótt slík lög snúi að framkvæmdar- valdi af ákveðnum toga en ekki löggjafarvaldi. Reglan er þess efnis að í vafatilvikum um það hvað teljist stjórnvaldsákvörðun beri að álykta „að lögin gildi fremur en að þau gildi ekki“ á þeim grundvelli að þegar um er að ræða samskipti stjórn- valda og borgaranna sé rétt að skýra vafatilvik „til hagsbóta fyrir borgarann“ (sjá t.d. grein Róberts Spanó um stjórnsýslu- rétt í greinasafninu Um lög og rétt, bls. 123). Það er við hæfi að svipuð sjónarmið ráði för við túlkun tvíræðs orðalags í reglum um hagsmunaskráningu þing- manna – reglurnar eru settar til þess að gæta hagsmuna borgar- anna gagnvart þeim sem fara með löggjafarvald. Auk þess eru slíkar reglur – rétt eins og stjórn- sýslulögin – lágmarksreglur um hátterni valdhafa í samskiptum þeirra við borgarana. Það virðist því skýrt að það er á ábyrgð Bjarna – vilji hann halda þessari málsvörn til streitu – að sýna fram á það að einhverra hluta vegna séu afgerandi líkur á því að ætlunin með orðalagi íslensku reglnanna hafi verið að miðla þeim upp- lýsingum til þingmanna að eignar- haldsfélög séu undanskilin regl- unum, ólíkt reglum annarra ríkja sem tekið hafa upp sambærilegar reglur. Ég hef ekki séð rök þess efnis í umræðunni og á afskaplega erfitt með að ímynda mér hvers konar gögn myndu gefa það til kynna yfirhöfuð og hvað þá á nægilega afgerandi hátt til þess að „trompa” sjónarmiðin hér að ofan. Í ljósi þessara athugasemda þykir mér einnig tilefni til þess að leggja það mat á framsetningu Bjarna á þessari tilteknu málsvörn í Kastljósi RÚV 5. apríl 2016, að hann hafi, sem Um málsvörn Bjarna varðandi túlkun reglna um hagsmunaskráningu þingmanna Jafnvel þótt samanburður við reglur annarra ríkja væri settur til hliðar, að dönsku og norsku reglunum með- töldum, þá stendur eftir að orðalagið sem málsvörn Bjarna byggir á er í besta falli tvírætt. Hrafn Ásgeirsson doktor í réttarheimspeki þingmaður og ráðherra, talað niður til fréttamanns RÚV, og með því til almennings, þegar hann rökstuddi mál sitt með eftirfarandi orðum: „Reglur um hagsmunaskráningu tala um félög sem eru í atvinnu- rekstri. Það er þannig, þú skalt bara lesa þér betur til um reglurnar.“ Mér hefur margsinnis þótt Bjarni sýna vandaða getu til þess að eiga í sam- tali við fréttamenn og við almenn- ing, en þessi orð bera ekki vott um þá virðingu fyrir reglum Alþingis, fréttamönnum og almenningi sem þjóðin á rétt á að kjörnir fulltrúar sýni, og eru ekki til þess fallin að skapa það margumrædda traust sem þingmönnum á Íslandi – utan stjórnar og innan – virðist bera saman um að sé meðal brýnustu verkefna íslenskra stjórnmála. Volkswagen Cross Polo er með meiri veghæð, stærri felgur og íslenskt leiðsögukerfi sem staðalbúnað. Þegar þú vilt fara aðeins lengra og sækja í ævintýrin er Volkswagen Cross Polo bíllinn fyrir þig. www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Cross Polo frá: 3.590.000 kr. Cross Polo fyrir lengra komna. Og ævintýraþyrsta. s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 2 . A p R í L 2 0 1 6 1 2 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 7 -5 2 8 8 1 9 0 7 -5 1 4 C 1 9 0 7 -5 0 1 0 1 9 0 7 -4 E D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 3 2 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.