Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.04.2016, Blaðsíða 6
Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA  Heimsækja Hírósíma Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins og utanríkisráðherrar Kanada, Bretlands, Ítalíu, Frakklands og Þýskalands, ásamt John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, lögðu í gær blómsveig að minnisvarða um þá sem fórust þegar kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Hírósíma í seinni heimsstyrjöld. Kerry er æðsti bandaríski embættismaðurinn sem heimsótt hefur borgina. Nordicphotos/AFp Bretland David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, brást við upp- ljóstrunum úr Panama-skjölunum í gær með því að boða strangari reglur um skattsvik. Jafnframt stóð hann fast á því að það geti ekki verið glæpur að eign- ast auðæfi: „Við eigum að verja rétt allra breskra ríkisborgara til þess að græða peninga,“ sagði hann á þingi, þar sem hann svaraði gagn- rýni vegna tengsla við aflandsfyrir- tæki föður síns. Hann segist sjálfur hafa selt öll hlutabréf sín árið 2010, þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Ástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað tryggja að enginn hagsmuna- árekstur gæti orðið: „Einfaldasta og skýrasta leiðin til að gera það var að selja öll hlutabréfin mín.“ Cameron birti um helgina yfir- litstölur úr skattframtali sínu. Hann sagði þetta nauðsynlegt en fordæmalaust. Hins vegar eigi ekki að vera nauðsynlegt að allir þingmenn fylgi þessu fordæmi, en sterk rök séu fyrir því að bæði forsætisráðherra og fjármálaráð- herra, ásamt leiðtoga stjórnarand- stöðunnar og fjármálaráðherra skuggastjórnar stjórnarandstöð- unnar eigi að birta opinberlega upplýsingar úr skattframtölum sínum. Í gær kom í ljós að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hafði skilað skattskýrslu sinni viku eftir að skilafrestur rann út þann 31. janúar síðastliðinn, og þurfti að greiða hundrað pund í sekt fyrir vikið. Corbyn birti svo afrit af skatt- skýrslu sinni í gær, meðan Cameron var í ræðustól. David Osborne, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Camerons, birti einnig tölur úr skattframtali sínu í gær. Á morgun koma embættismenn frá nærri fimmtíu löndum saman í París á vegum OECD til að ræða hvernig bregðast eigi við uppljóstr- unum úr Panama-skjölunum. Ætlunin er að efla samstarf gegn skattsvikum og auðvelda skipti á upplýsingum. gudsteinn@frettabladid.is Ráðherra segir ekkert rangt við að græða Cameron bregst við Panama-skjölunum með því að boða strangari viðurlög við skattsvikum. Osborne og Corbyn hafa einnig birt tölur úr skattframtölum sínum. Á morgun koma embættismenn frá 50 löndum saman til að ræða viðbrögð við skjölunum og samstarf. david cameron, forsætisráðherra Bretlands, heldur til þings í gær þar sem hann brást við gagnrýni. Nordicphotos/AFp kosningar Þrátt fyrir að dágóður hópur hafi að undanförnu kynnt áform um að bjóða sig fram til em- bættis forseta Íslands hefur enn engin tilkynning um framboð borist til innanríkisráðuneytisins. Framboðsfresturinn rennur út á miðnætti föstudaginn 20. maí 2016. Þá verða fimm vikur til kjördags sem er laugardagurinn 25. júní. „Við gerum varla ráð fyrir að formlegar tilkynningar um fram- boð berist fyrr en í lok þessa frests. Enginn hefur tilkynnt hingað til um framboð eða tilkynnt um tilskilin gögn,“ segir í svari frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins. Eins og fram hefur komið þurfa forsetaframbjóðendur að skila meðmælum með framboði sínu frá minnst 1.500 kosningabærum mönnum. „Framboðum til forsetakjörs skal skila til innanríkisráðuneytisins, ásamt samþykki forsetaefnis, nægi- legri tölu meðmælenda og vott- orðum yfirkjörstjórna um að með- mælendur séu kosningabærir,“ segir um forsetakosningarnar á vefnum kosning.is. Enn fremur segir að gert sé ráð fyrir því að yfirkjörstjórnir auglýsi í byrjun maí hvar og hvenær þær taki við meðmælendalistum til stað- festingar á kosningabærni meðmæl- enda. – gar Enginn enn í forsetaframboði Framboðsfrestur rennur út á miðnætti föstudaginn 20. maí 2016. 1 2 . a p r í l 2 0 1 6 Þ r i Ð J U d a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 1 2 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 0 7 -4 3 B 8 1 9 0 7 -4 2 7 C 1 9 0 7 -4 1 4 0 1 9 0 7 -4 0 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.