Málfregnir - 01.04.1989, Side 14
er auðvitað engum fært - getur hann aldrei
teygt sig yfir allt sem að baki orðanna
býr. Einhverrar lágmarksþekkingar er
þó þörf, t.d. um örnefnin og landið,
ntannanöfnin og fólkið, samfélagið,
stjórnarfarið, stjórnmálin, atvinnulífið,
söguna, menninguna. Eitt orð eða nafn
getur haft ýmsar skírskotanir sem allt í
einu skiptir öllu máli að skiljist. Það gæti
t.d. verið Gljúfrasteirm, Börshuset eða
Hákonshallen, svo að eitthvað sé nefnt.
Til þess að verða ekki utan gátta í nor-
rænum félagsskap verður maður að hafa
einhverja lágmarksþekkingu af alfræði-
legum toga og vera eitthvað kunnugur
því efni sem um er rætt.
Mér verður hugsað til fyrstu ferða
minna til útlanda, bæði austur og vestur
um haf. Ég var ungur og óreyndur og
tungumálakunnáttan heldur fátækleg.
Samt gekk betur en ég hafði búist við að
gera sig skiljanlegan, en það olli mér
vonbrigðum hvað mér gekk stundum illa
að skilja það sem aðrir voru að tala um.
Mér þótti þetta miður og var dálítinn
tíma að átta mig á því að þessir erfið-
leikar voru að allmiklu leyti tengdir
ókunnugleika á staðháttum. Þeir voru
sem sé fremur alfræðalegs eðlis en mál-
fræðilegs. Auðvitað kannast maður við
eitthvað svipað úr heimalandi sínu án
þess að hafa kennt um ónógri íslensku-
kunnáttu. En hvað sem því líður sýnir
þetta að svo kölluð málhæfi, getan til að
hafa vald á einhverju málkerfi, er ófull-
nægjandi ef maður þekkir ekki til „stað-
bundinna aðstæðna" í víðri nterkingu.
Þeir erfiðleikar, sem íslendingar þurfa
að glíma við í norrænu samstarfi, eru að
mörgu leyti hinir sömu og vandamál
annarra. Okkar viðfangsefni er að læra
dönsku, norsku eða sænsku svo vel að
við getum notað eitt þessara mála í ræðu
og riti og skilið þau öll þrjú sem talmál
og ritmál. Þetta er býsna mikið sem þarf
að læra, ek',- i síst þegar haft er í huga að
það er ekki aðeins til ein norska, heldur
tvær, og þar að auki sægur af mállýskum,
og það er ekki aðeins til ein sænska,
heldur tvær, finnlandssænska og sænskt
ríkismál, sem á sér svo ýmis staðbundin
tilbrigði o.s.frv.
Engar skyldur við Islendinga?
En þetta er aðeins önnur hliðin á mál-
inu. Þau vandamál, sem við erum að
kljást við á norrænum vettvangi, eru
ekki einvörðungu bundin við okkar
skilning eða okkar vald á dönsku,
norsku eða sænsku. Hversu vel sem við
lærum þessi mál rekum við okkur þrá-
sinnis á samskiptahindranir sem hverfa
ekki með aukinni kunnáttu af okkar
hálfu. Þessi vandi tengist þeirri stað-
reynd að aðrar þjóðir vita yfirleitt enn
minna um okkur en við um þær. Það er
í sjálfu sér ósköp eðlilegt, en staðreynd
samt. Við stöndum sem sé frammi fyrir
vandamáli, sem ætti - að minni hyggju -
að gefa meiri gaum en gert hefir verið til
þessa. Hér er aftur um það að ræða að
þekkja til menningar þjóðar og stað-
bundinna aðstæðna, að vita um áhuga-
mál fólks og hvað það talar um þegar
það notar eigið mál.
Mjög mætti draga úr erfiðleikum ís-
lendinga með einföldum og ódýrum ráð-
stöfunum. Ég skal nefna þrjú atriði:
Fyrir tíu árum gaf Ráðherranefnd
Norðurlanda (menningarmálaskrifstofan)
út rit sem hét Vára grannsprák (NU-
serien B 1978:11). Undir fyrirsögninni
„Förslag till gemensamma nordiska rikt-
linjer för grannspráksundervisningen"
(þ.e. „Tillaga um sameiginlegar norrænar
stefnureglur fyrir grannmálakennsluna")
(bls. 13) segir meðal annars að grann-
málakennslan stefni að því að veita
fræðslu um einföldustu framburðarreglur í
finnsku og íslensku.
Á norræna málnefndaþinginu í Reykja-
vík 1981 drap ég sjálfur á tvennt sem
ég tel skipta enn meira máli, að því er
íslendinga varðar. Ég lagði til að ís-
lenska stafrófið og íslenskar nafnvenjur
yrðu kynntar í öllum grunnskólum á
14