Málfregnir - 01.04.1989, Side 15

Málfregnir - 01.04.1989, Side 15
Norðurlöndum (Sprák i Norden 1982, bls. 13). Þegar ég tala um að kynna íslenska stafrófið á ég ekki við það að öll skóla- börn eigi að læra það utanbókar. En það væri til mikillar hjálpar ef það yrði kynnt þannig að nemendur lærðu að kannast við bókstafi sem við höfum umfram dönsku, norsku og sænsku. Þetta á fyrst og fremst við ð og þ og bryddu sérhljóðana á, é, í, ó, ú og ý. Þess ber að geta að bókstafur- inn ð er líka notaður í færeysku og svip- aður stafur (gegnumstrikað d) í lapp- nesku. I færeysku eru líka sömu bryddu sérhljóðarnir og í íslensku nema é. A sama hátt væri sanngjarnt að á ís- landi yrðu kynntir þeir skandinavískir bókstafir sem eru ekki til í íslenska staf- rófinu. Þeir eru þá t.d. c, q, w og z, sem allir þekkja hvort eð er, en einkum þó bókstafirnir á, á og 0. Tveir þeirra koma inn í dönskukennsluna, og ég þori að fullyrða að langflestir íslendingar kann- ast einnig við hinn þriðja (á) úr sænskum og finnskum nöfnum ef ekki kemur annað til. Annað atriðið, sem ég vakti athygli á, varðar íslenskar nafnvenjur. Ef þær væru alþekktar meðal almennings um öll Norðurlönd ásamt íslenska stafrófinu myndum við losna við heilmikil óþæg- indi. Við gætum sagt og skrifað umbúða- laust hvað við heitum og þyrftum hvorki að skíra okkur upp á nýtt, umrita nafnið okkar né halda fyrirlestra um bókstafi og nafnvenjur í hvert skipti sem við brygðum okkur til Norðurlanda. Allra síðustu árin hefir mátt greina breytingu í rétta átt í ýmsum ritum sem út eru gefin á vegum Norðurlandaráðs eða stofnana þess. Annars er það enn svo í norrænum blöðum og ritum af öllu tagi að íslensk nöfn, þar sem fyrrnefndir bókstafir koma fyrir, eru umrituð: þ sem th (ef það skilst ekki sem p), ð sem d (eða dh eða th), og broddi yfir sérhljóða er sleppt. Norðurlandaþjóöir ættu að setja sér það mark að þurfa aldrei að umrita norræn orð eða nöfn fyrir norræna þegna. 15

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.