Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 16
Um íslenskan málrétt á Norðurlöndum
í 2. tbl. Málfregna (nóvember 1987)
var sagt frá samningi sem Norðurlanda-
þjóðir hafa gert með sér um rétt nor-
rænna þegna til að nota móðurmál sitt
á Norðurlöndum utan heimalands síns. í
fyrirsögn Málfregna var þessi samningur
kallaður ..Norrænn málréttarsamningur"
(bls. 2), en hið opinbera heiti hans er
..Norræni tungumálasamningurinn".
Hann var ekki birtur í Stjórnartíðindum
fyrr en um það leyti sem fyrrnefnt tölu-
biað Málfregna kom út.
Tekið skal fram að íslensk málnefnd
var ekki höfð með í ráðum við gerð
samningsins né frágang hans.
Samningurinn var gerður á Borgundar-
hólmi 17. júní 1981 og síðan birtur á
fimm tungumálum í Nordisk statutsam-
ling 1981 (NU 1981:14, bls. 14-23). í
þeirri útgáfu var íslenski textinn svo
fullur af prentvillum og pennaglöpum að
ekki varð við unað. Af ýmsum ástæðum
dróst árum saman að sumar aðildarþjóð-
irnar fullgiltu samninginn, þar á meðal
íslendingar. Af íslands hálfu var hann
fullgiltur samkvæmt ályktun Alþingis 18.
ntars 1987. Samningurinn öðlaðist gildi
að því er ísland varðar 25. júlí 1987.
Áður en Alþingi ályktaði um málið
fengu íslensk stjórnvöld heimild til að
gera nauðsynlegar lagfæringar á íslenska
textanum. Rétt er að leggja áherslu á
þetta vegna þeirra, sem hafa ef til vill
aðeins séð frumútgáfuna.
Af þessum sökum, ekki síst, þykir
Málfregnum hlýða að birta meginmál
samningsins í hinni endanlegu gerð. Auk
þess er full ástæða til að vekja athygli
íslendinga á þeim rétti sem samningur-
inn veitir þeim, þó að það hafi áður verið
gert af hálfu stjórnvalda.
Út hefir verið gefinn ritlingur til að
kynna þennan samning á dönsku, ís-
lensku, norsku, finnsku og sænsku. Hann
er þó gerður óaðgengilegri íslendingum
en efni standa til. Á titilsíðu stendur
með stórum stöfum á sænsku „Den
nordiska sprákkonventionen“ og með
smærra letri á finnsku neðst á síðunni
„pohjoismainen KiELisopiMUS". Sænska
titilinn ættu Danir og Norðmenn að
skilja auðveldlega; hann er hér um bil
eins á þeirra máli. En hætt er við að allur
þorri íslendinga sé engu nær. Von er að
spurt sé hvers vegna ekki er hafður
íslenskur titill á ritlingi sem á að kynna
íslendingum þann rétt sem þeir hafa til
að nota íslensku í samskiptum sínum við
aðra norræna menn. Því miður er hugs-
unarleysi af svipuðum toga allt of algengt
í norrænni samvinnu. Það er eins og eng-
inn hafi það hlutverk að gæta íslenskra
hagsmuna í útgáfum af þessu tagi.
Meginmál samningsins er prentað sem
fylgiskjal með auglýsingu dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins nr. 494 6. nóvember
1987 (Stjórnartíðindi, B-deild, bls. 934-
935). Þetta fylgiskjal er birt í heild hér á
eftir. - BJ
16