Málfregnir - 01.04.1989, Síða 17

Málfregnir - 01.04.1989, Síða 17
Samningur milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi. 1. gr. Þær tungur sem samningur þessi tekur til eru íslenska, danska, finnska, norska og sænska. Samningurinn gildir bæði um munnleg og skrifleg samskipti við yfirvöld og aðrar opinberar stofnanir, þó ekki samskipti símleiðis. 2. gr. Samningsríkin skuldbinda sig til að stuðla að því að ríkisborgari samningsríkis geti eftir þörfum notað eigin tungu í samskiptum við yfirvöld og aðrar opinberar stofn- anir í öðru samningsríki. Auk samskipta við dómstóla á þetta sérstaklega við um samskipti við opinbera aðila, svo sem heilbrigðis-, félagsmála- og barnaverndaryfir- völd, svo og vinnumarkaðs-, skatta-, lögreglu- og skólayfirvöld. I málum sem eru til meðferðar hjá dómstólum eða öðrum opinberuni stofnunum skulu þessar stofnanir eftir því sem frekast er kostur hlutast til um að útvega ríkis- borgara samningsríkis nægilega þjónustu túlks eða þýðanda. í sakamálum skulu ríkisborgarar ávallt fá nauðsynlega aðstoð túlks. 3. gr. Kostnaður við túlkun eða þýðingu í málum sem greind eru í 2. gr. greiðist af hinu opinbera. Þóknun til túlks vegna máls sem sætir opinberri ákæru skal ávallt greiðast af hinu opinbera. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að samningsríki geti krafist greiðslu að nokkru eða öllu leyti fyrir þýðingu á skjali frá þeim sem lagði skjalið fram ef það inniheldur óþarfar málalengingar eða er þýðingarlítið eða ef sérstakar ástæður eru að öðru leyti fyrir hendi. Þetta kemur heldur ekki í veg fyrir að samningsríki setji reglur um rétt hins opinbera til að endurkrefja kostnað við túlkun eða þýðingu frá þeim sem verður að standa straum af málskostnaði vegna þess að hann tapar máli eða af öðrum ástæðum. 4. gr. Þeim sem dvelur á hæli eða stofnun skal, eftir því sem aðstæður leyfa, gefinn kostur á því að umgangast aðra sem hafa vald á sömu tungu. 5. gr. Samningsríkin skulu leitast við að koma upp opinberri málaþjónustu eða annars konar túlkunar- eða þýðingaraðstoð á stöðum þar sem nokkur hópur ríkisborgara annars samningsríkis dvelur og sem skilur ekki tungu dvalarlandsins. Þegar fjöldi slíkra ríkisborgara í dvalarlandinu eða á tilteknu svæði þar gefur tilefni til skal það ríki annast þýðingu og dreifingu leiðbeininga, bæklinga, eyðublaða, o. þ. h. sem auðveldað geta samskipti einstaklingsins og hins opinbera. 17

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.