Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 23

Málfregnir - 01.04.1989, Blaðsíða 23
bundnar orðaskrár úr vefjafræði (Noiti- ina Histologica, 2. útg.) og fósturfræði (Nomina Embryologica, 2. útg.). Orða- nefndin hefur þegar hafið endurskoöun íslensku líffæraheitanna með liliðsjón af þessari nýju útgáfu Nomina Anatomica. Frumdrög eru til að þýðingu á vefja- fræði- og fósturfræðiheitunum, og mun orðanefndin leggja til atlögu við frágang þeirra þegar líffæraheitin hafa verið afgreidd. Þessi söfn verða svo að lík- indum gefin út sérstaklega. Unnið verður að endurskoðun aðal- safnsins jafnhliða þessu, og kentur nú til kasta sérfræðinga í ýmsum greinum læknisfræðinnar að leggja orðanefndinni lið. Raunar hafa a.m.k. ónæmisfræð- ingar þegar hafið undirbúning að orða- safni fyrir sín sérfræði. Ef til vill verður þetta niðurstaðan, að kljúfa heildar- safnið niður í sérgreinasöfn sem gefin yrðu út sérstaklega, og síðan væri hægt í fyllingu tímans að steypa þeim aftur sarnan í eitt heildarsafn. Þetta ræðst auð- vitað af áhuga sérgreinafélaganna, en hvað sem því líður er ætlunin að til verði í framtíðinni íslensk-enskt og ensk- íslenskt íðorðasafn lœkna. Slíkt safn er aldrei endanlegt, en fullyrða má að „viðhald“ þess verður barnaleikur í samanburði við það brautryðjandastarf sem orðanefndin hefur staðið í undan- farin ár. Vinnubrögð orðanefndar Orðanefnd læknafélaganna kemur santan einu sinni í viku. Vinnubrögð voru lengst af í aðalatriðum á þann veg að rit- stjóri fór yfir hvern stafkafla í Gould, athugaði hvaða þýðingar voru þegar til á íslensku og bjó til skrá yfir þær. Allt efni var tölvuskráð eftir sömu aðferðum og önnur íðorðasöfn sem unnið er að í íslenskri málstöð. Síðan fór nefndin yfir þessa skrá og bætti við þeim orðum sem hún taldi ástæðu til að taka með. Við það stækkaði skráin um h.u.b. helming. Einnig strikaði hún út það sem úrelt var eða óþarft og gerði ýmsar fleiri athuga- semdir. Því næst settust orðanefnd og ritstjóri yfir það orðasafn sem þannig var til orðið og lásu það yfir sameiginlega á hinum vikulegu fundum. Rétt er að taka það fram að safnið er ekki unnið algerlega í stafrófsröð frá orði til orðs þótt tekinn sé fyrir einn staf- kafli í einu. í tengslum við hvert orð og hugtak geta önnur komið til urnræðu, skyld og tengd, eða orð andstæðrar merk- ingar, og er þá reynt að gefa slíkum hugtökum íslensk heiti jafnóðum. Þetta er mjög mikilvægt samræmisins vegna. Islensku orðin Langoftast reynir orðanefndin að korna sér saman um eina þýðingu á hverju hug- taki. Það er sem sé ekki talinn kostur að eiga völ á mörgum orðum yfir sama hlut. í endanlegri útgáfu er gert ráð fyrir að skilgreining eða skýring fylgi flestum hug- tökum. Þannig á að vera ljóst hvað ís- lenska orðinu er ætlað að merkja. Sumum orðum fylgir einnig vitneskja um í hvaða fræðigrein þau eru notuð, og öllum orðum fylgja málfræðiupplýsingar, t.d. um orðflokk og kynferði nafnorða. Sem dæmi um viðfangsefni orðanefnd- arinnar má nefna orðliðinn -stol. Til voru fyrir orðin málstol (aphasia), ritstol (agraphia), lesstol (alexia) o.fl., mynduð með hliðsjón af lýsingarorðunum hug- stola, vitstola. Orðanefndin hefur reynt að gefa orðinu stol tiltekna merkingu, sem mætti lýsa á þessa leið: ‘truflun á starfsemi líffæris vegna starfstruflunar eða skemmdar í miðtaugakerfmu en ekki í líffærinu sjálfu’. Þannig urðu til ýmis orð, t.d. gangstol fyrir abasia (það að geta ekki gengið vegna truflana í mið- taugakerfinu þótt fæturnir séu frískir), hljómstol fyrir amusia, 'oragðstol fyrir central aqeusia o.fl. Endurskoðun líffæraheitanna felst ekki síst í því að samræma orðnotkun. Sem dæmi má nefna latnesku orðin canalis, canaliculus, ductus, ductulus, 23

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.