Málfregnir - 01.04.1989, Page 26

Málfregnir - 01.04.1989, Page 26
og fannst hún hæfa býsna vel. Eflaust hefir hljóðlíking við bruna og scroll átt einhvern þátt í því og jafnvel við hnm o.fl. En ég var hvorki að búa orðið til né vekja það upp. Eg hafði lært það austur í Hornafirði sumarið 1956. Við hjónin vorum á ferð þarna eystra ásamt tengdaforeldrum mínum og gistum hjá foreldrum Stefáns. tengda- föður míns. Pá var langt um liðið síðan hann hafði komið á bernskustöðvar sínar í Hornafirði. Hann hlustaði grannt eftir máli heimamanna. Ööru hverju hnippti hann í mig þegar hann tók eftir einhverju sem hann hafði ekki heyrt síðan í barnæsku. Einn daginn fórum við austur að Hvalnesi í Lóni, því að þangað hafði Stefán aldrei komið. Faðir hans, Guðni Jónsson, kom með okkur og sonardóttir Guðna frá Höfn, telpa á aldrinum 5-6 ára. Frá heimsókn okkar að Hvalnesi minnist ég þess að við gengum þar eitthvað upp í brekkur skammt frá bænum og Guðni leiddi stúlkuna við hlið sér. Á leiðinni niður skrikaði henni fótur. Þá sagði gamli maðurinn: „Æ, varstu að detta?“ - „Nei, ég skrunaði bara“, sagði telpan. Þessi orðaskipti heyrði ég ekki, en Stefán sagði mér söguna þegar við komum til Hafnar. Hann var búinn að gleyma sögninni að skruna sem hann kunni þegar liann var barn. Ég haföi aldrei heyrt hana áður, enda staðbundið mál samkvæmt fyrrgreindum orðabók- um. Ef Gréta Stína hefði ekki runnið til í brekkunum hjá Hvalnesi í Lóni sumarið 1956 væri líklega ekkert skrun í íslensku tölvutæknimáli. Ný lýsingarorð Þegar nýyrði ber á góma verður okkur ósjálfrátt hugsað til nafnorða, því að flest nýyrði eru nafnorð. En stundum vantar okkur nýjar sagnir (sbr. pistilinn hér á undan um sögnina skruna), og stundum er þörf fyrir ný lýsingarorð. Þessi þörf getur komið á óvart. Málið er stundum svo einkennilega gloppótt. Það virðist þá ekki eiga orð þar sem einmitt mætti búast við þeim, jafnvel mörgum samheitum. 1. Fyrir um það bil þremur misserum hringdi maður nokkur til málstöðvar- innar og leitaði aðstoðar við að þýða enska orðið superwash. Það er notað um ull sem er verkuð með sérstökum að- ferðum til þess að þola þvott í vél án þess að þófna. Slík ull hafði verið kölluð þvottavélarull, en það þótti manninum of stirt. Auk þess vildi hann fá lýsingarorð. Eftir samtalið datt mér í hug að mynda mætti lýsingarorðið þvœgur um það sem unnt er að þvo eða má þvo. Það má teljast sambærilegt við lýsingarorðin slœgur og tækur, sem mynduð eru af sögnunum slá og tciku, en sögnin þvo var upphaflega í flokki með þeim þegar hún hafði sterka beygingu. Orðið vélþvægur væri þá haft um það sem má þvo í vél. Ullin er vélþvæg; það er vélþvæg ull. 2. Annað Iýsingarorð varð til á svip- aðan hátt. Haustið 1985 hringdi til mín verkfræðingur á Siglingamálastofnun og leitaði aðstoðar við að þýða úr ensku float-free rescue boat, en með því er átt við björgunarbát sem getur flotið upp eftir að skip er sokkið. Þá rann það upp fyrir mér, sem ég hafði aldrei hugleitt áður, að í íslensku var ekkert lýsingar- orð tiltækt í merkingunni ‘sem getur flotið’. Þó hefir þessi þjóð átt allt undir sjósókn og siglingum í 1100 ára sögu sinni. En hvernig sem ég leitaði í hug- skoti mínu fann ég ekkert orð með þessa merkingu. Ég fór því að leiða hugann að ein- hverju sambærilegu og staldraði þá við sagnir, sem beygjast eins og fljóta, og afleidd orð af þeim. Þar í flokki er sögnin fljúga. Fugl, sem getur flogið, er 26

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.