Málfregnir - 01.04.1989, Page 27

Málfregnir - 01.04.1989, Page 27
sagður vera fleygur. Má þá ekki segja um bát, sem getur flotið, að hann sé fleytur? Ég hefi ekki getað fundið neitt því til fyrirstöðu. Orðiö virðist eðlilegt á allan hátt, en um það hafa samt engin dæmi fundist. Manni verður á að spyrja hvort aldrei hafi verið þörf fyrir slíkt orð fyrr. Bátur sem flýtur upp, ætti þá að vera uppfleytur. Til þess að stytta málið stakk ég upp á því að uppfleytur björgunar- bátur gæti einnig kallast uppflotungur, og það orð mætti raunar hafa um hvern þann hlut sem flýtur upp, einkum björg- unartæki. Getum við íslenskað telefax? Síðustu misserin hefir alloft verið hringt til fslenskrar málstöðvar og spurt um íslenskt orð yfir „telefax“. Erlenda orðið telefax er haft um tvennt, annars vegar um símasendingu af sérstöku tagi og hins vegar um tæki sem notað er til slíkra sendinga. Sumir hafa komið með tillög- ur, svo sem myndskeyti, myndsenditœki og myndsendir, en ekkert af þessu er lík- legt til að ná almennri hylli. En nýlega fréttist af orðum sem ástæða er til að vekja athygli á. Raunar hefir það þegar verið gert í pistli sem Orða- nefnd Skýrslutæknifélagsins birti nýlega í marshefti Tölvumála, bls. 15, en hætt er við að þau fari fram hjá flestum les- endum Málfregna. Pví er sagan endur- tekin hér. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur, sem á sæti í orðanefndinni, skýrði frá því á nefndarfundi 24. febrúar sl. að Sigfús J. Johnsen, prófessor í eðlisfræði, hefði í samtali við sig og fleiri stungiö upp á orðinu símabréf um „telefax“- sendingu. Þorsteini fannst það vel til fundið og bætti því við að tækið gæti þá heitið bréfasími. Þessi orð hafa þegar komið í góðar þarfir í daglegri notkun, og er ekki annað að finna en þau dugi vel til sinna nota. 27

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.